Morgunblaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015 ÍÞRÓTTIR Brottrekstur Þolinmæðin var ekki mikil hjá Magdeburg þrátt fyrir að Geir Sveinsson næði frábærum árangri með liðið á síðasta tímabili. Boðinn nýr samningur síðasta vor en sagt upp í gær. 4 Íþróttir mbl.is AFP Áfram Leikmenn Bayern München fagna sigurmarki Xabi Alonso gegn Darmstadt sem kom Bayern í 8-liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Línumaðurinn Atli Ævar Ing- ólfsson var markahæstur hjá Sävehof með sjö mörk þegar liðið tapaði fyrir Ara- näs 34:32 í sænska hand- boltanum í gær- kvöldi. Aranäs er í 2. sæti deild- arinnar og Sävehof í 3. sæti og því um mikilvægan leik að ræða. Kristianstad er með fullt hús á toppnum og vann stórsigur á Malmö 27:17 en Ólafur Guðmunds- son skoraði ekki fyrir Kristianstad né Leó Snær Pétursson fyrir Malmö. Guif sem Kristján Andrésson stýrir tapaði 29:22 fyrir Redbergs- lid. kris@mbl.is Atli Ævar markahæstur Atli Ævar Ingólfsson FRÉTTASKÝRING Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Átján mánaða dvöl Ólafs H. Krist- jánssonar hjá danska úrvalsdeild- arfélaginu Nordsjælland lauk skyndilega í gær þegar honum var sagt upp störfum og fyrrverandi þjálfari liðsins, Kasper Hjulmand, var ráðinn í staðinn. Ólafur var ráðinn aðalþjálfari Nordsjælland frá og með júní 2014 þegar Hjulmand, sem hafði starfað hjá félaginu í sex ár, þrjú þau síð- ustu sem aðalþjálfari, og óvænt gert það að dönskum meisturum 2012, kvaddi til að taka við þýska félaginu Mainz. Ólafur hætti þá störfum hjá Breiðabliki eftir tæplega níu farsæl ár þar, einn Íslandsmeistaratitil og einn bikarmeistaratitil, og flutti á ný til Danmerkur þar sem hann lék sjálfur í þrjú og hálft ár, þau síð- ustu á sínum ferli sem leikmaður, með Árósaliðinu AGF í úrvalsdeild- inni. Talsverður aðdragandi var að ráðningu Ólafs til Nordsjælland. Hann aðstoðaði félagið og Hjulmand af og til á meðan hann var enn þjálf- ari Breiðabliks, m.a. með því að hjálpa til í undirbúningi liðsins fyrir leiki í Meistaradeild Evrópu haustið 2012. Nordsjælland hafnaði í sjötta sæti af tólf liðum í dönsku úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15. Ólafur skilur við liðið í 8. sæti þegar 18 umferðum af 33 er lokið á yfirstandandi tímabili. Vegna fjölgunar í deildinni frá næsta tímabili er liðið ekki í neinni fallhættu og siglir lygnan sjó í tals- verðri fjarlægð frá toppi og botni. Eigendaskipti tilkynnt í gærmorgun Ekkert virtist í spilunum um breytingar hjá Nordsjælland en í gærmorgun var óvænt tilkynnt um eigendaskipti hjá félaginu. Aðaleig- andinn og formaðurinn Allan K. Pedersen gaf þá út að hann hefði selt enskum fjárfestum með Tom Vernon í aðalhlutverki sinn hlut í fé- laginu. Vernon þessi starfaði um skeið hjá Manchester United við að finna efnilega leikmenn og hefur um árabil rekið akademíu fyrir unga leikmenn í Gana. Um leið var gefið út að Ólafi hefði verið sagt upp störfum og Kasper Hjulmand ráðinn á ný í sitt gamla starf. Hann hafði verið atvinnulaus síðan í febrúar en þá var honum sagt upp hjá Mainz eftir aðeins átta mán- uði í starfi. Það kom síðan á daginn að þeir Vernon og Hjulmand höfðu stefnt að samvinnu um nokkurt skeið. Hjulm- and staðfesti að hann hefði verið í viðræðum við Vernon í nokkurn tíma, fyrst um akademíu Vernons í Gana, og síðan hefðu þeir rætt vítt og breitt um samvinnu í unglinga- starfi. Vernon lýsti í gær Nordsjæll- and sem „krúnudjásni“ Norðurlanda hvað unglingastarf varðar. Voru líka með Randers í sigtinu Hjulmand sagði við bold.dk í gær að það hefði aðeins verið með nokk- urra klukkustunda fyrirvara af sinni hálfu sem Nordsjælland hefði komið inn í myndina. Fram hefur komið að Vernon hafi einnig verið með Rand- ers í sigtinu. Ólafur vildi ekki ræða uppsögnina að sinni þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær þar sem hann ætti eftir að fara yfir málin með stjórn Nordsjælland. Þrír íslenskir leikmenn eru á mála hjá Nordsjælland. Guðmundur Þór- arinsson hefur verið fastamaður í liðinu, Adam Örn Arnarson hefur spilað talsvert sem bakvörður og Rúnar Alex Rúnarsson er vara- markvörður liðsins. Það kemur væntanlega í ljós á næstu vikum eða mánuðum hvort Ólafur hafi komið sér í þá stöðu með vinnu sinni hjá Nordsjælland að honum bjóðist fljótlega álíka starf í Danmörku eða annars staðar í fram- haldi af dvölinni á Norður-Sjálandi. Forverinn ýtti Ólafi burt  Hjulmand mætti aftur til Nordsjælland með enska fjárfesta á bak við sig og tók við liðinu á ný  Segist aðeins hafa vitað af því með stuttum fyrirvara Ólafur H. Kristjánsson Kasper Hjulmand  Svavar Markússon var fremsti hlaupari landsins á millivegalengdum og meðal þeirra bestu í Evrópu á síðari helmingi sjötta áratugar 20. aldar.  Svavar fæddist í Ólafsvík 1935 og lést 1976. Hann keppti fyrir KR og átti m.a. Íslandsmetin í 800, 1.000 og 1.500 m hlaupum en kom einnig við sögu í fleiri hlaupum. Eitt eft- irminnilegasta afrek Svavars var sigur hans í 800 m hlaupi á minningarmóti um Rudolf Harbig í Dresden 1957. Svavar tók þátt í 800 og 1.500 m hlaupi á ÓL í Róm 1960 og setti þá m.a. Íslandsmet í 1.500 m hlaupi sem stóð í rúmlega hálfan annan áratug. Hann sat um árabil í stjórn FRÍ. ÍÞRÓTTA- MAÐUR- DAGSINS Eygló Ósk Gúst- afsdóttir og Ant- on Sveinn McKee hafa verið út- nefnd sundkona og sundkarl árs- ins 2015 af Sund- sambandi Ís- lands. Af helstu af- rekum Eyglóar má nefna að hún vann til bronsverðlauna á EM í 25 metra laug bæði í 100 og 200 metra baksundi. Hún varð í 8. sæti í 200 metra baksundi á HM í 50 metra laug og tvíbætti Norðurlandametið í 200 metra baksundi, auk þess að setja fjölda Íslandsmeta. Anton Sveinn komst í undanúrslit í 200 metra bringusundi á HM í 50 metra laug. Hann setti Íslandsmet í bæði 100 og 200 metra bringusundi, og tryggði sér sæti á ÓL í Ríó líkt og Eygló Ósk. sindris@mbl.is Anton og Eygló best Eygló Ósk Gústafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.