Morgunblaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015 ÍSHOKKÍ Kristján Jónsson kris@mbl.is Skautafélag Akureyrar og UMFK Esja færðust í gærkvöldi nær því að komast í úrslitarimmuna um Íslands- meistarartitil karla í íshokkí. Með sigr- um í gærkvöldi færðust liðin fjær lið- unum fyrir neðan, Skautafélagi Reykjavíkur og Birninum í Hertz- deildinni. Mörg stig eru þó enn eftir í pottinum en SR og Björninn þurfa að komast á góða siglingu á nýju ári til að hrista upp í toppbaráttunni. Esja hafði betur gegn Birninum eftir mikla spennu, 4:3, í Laugardal en á Ak- ureyri vann SA lið SR nokkuð örugg- lega 5:1 en um var að ræða 15. umferð deildarinnar. SA er með 31 stig og Esja með 27. SR er nú níu stigum á eftir með 18 stig sem samsvarar þremur sigurleikjum. Alls ekki útilokað að vinna upp slíkt for- skot þar sem enn eru níu umferðir eftir en innbyrðis viðureignir telja drjúgt eins og í gærkvöldi. Björninn hefði get- að komist þremur stigum á eftir Esju en er þess í stað níu stigum á eftir. Spenna í Laugardalnum Esja lék í gærkvöldi án Ólafs Hrafns Björnssonar sem tók út leikbann og Gauti Þormóðsson þjálfari var einnig í banni. Björninn tók tvívegis forystuna í leiknum og komst í 3:1. Ekki dugði það til því sigurviljinn var mikill hjá Esju og skoraði liðið síðustu þrjú mörkin. Sigurmarkið skoraði Tékkinn Patrik Podsednicek í síðasta leikhlutanum, korteri fyrir leikslok. Leikmenn Bjarn- arins reyndu að bregðast við og undir lokin tóku þeir til að mynda markvörð sinn út af og settu inn á auka sóknar- mann en Esja hélt út og fagnaði mikil- vægum sigri. Gunnar Guðmundsson, Andri Guð- laugsson og Róbert Freyr Pálsson skoruðu einnig fyrir Esju en mörk Bjarnarins gerðu Andri Helgason, Úlf- ar Jón Andrésson og Charles Williams Andri og Jón áberandi Á Akureyri unnu Íslandsmeistarar SA nokkuð öruggan sigur á SR, 5:1. SA komst í 3:0 í leiknum með tveimur mörkum frá Andra Mikaelssyni og einu frá hinum 15 ára gamla Heiðari Kristveigarsyni. Miloslav Racansky minnkaði muninn fyrir SR en Akureyr- ingar svöruðu strax og slökktu þar með neistann hjá SR. Þar var á ferðinni Hafþór Sigrúnarson. Jón Benedikt Gíslason innsiglaði sigur SA í þriðja leikhluta en hann átti auk þess tvær stoðsendingar í leiknum. SA hefur fjögurra stiga forskot á Esju á toppi deildarinnar en þessi lið mætast í Laugardalnum fyrir jól. Öruggur sigur Akureyringa í gær- kvöldi er nokkuð athyglisverður fyrir þær sakir að liðið lék án tveggja sterkra varnarmanna, Ingvars Þórs Jónarsson landsliðsfyrirliða og Orra Blöndals. Esja skoraði síðustu þrjú Morgunblaðið/Golli Augun á pökknum Ómar Skúlason markvörður Bjarnarins reynir að verjast Esjunni í gærkvöldi en hann þurfti fjórum sinnum að horfa á eftir pökknum í netið.  Esja vann Björninn 4:3 í spennuleik sem gæti átt eftir að skipta miklu máli  SA með öruggan sigur á SR þrátt fyrir skakkaföll  Bilið í deildinni breikkar Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Knattspyrnuþjálfarinn Magni Fannberg er hættur hjá sænska félaginu Brommapojkarna. Hann hefur starfað þar í hálft sjöunda ár, síðast sem aðalþjálfari karlaliðs félagsins sem lék í B-deildinni á nýliðnu keppnistímabili en féll þaðan í haust. Olof Mellberg, fyrrverandi landsliðsmaður Svía, var fyrir skömmu ráðinn þjálfari liðsins í stað Magna, sem var hinsvegar boðið að starfa áfram við þjálfun hjá félaginu. Hann var áður þjálfari ung- lingaliðs Brommapojkarna um árabil og vann þar marga titla en félagið er í fremstu röð í unglinga- flokkum í Svíþjóð. „Ég ákvað að afþakka þetta boð og freista þess að prófa eitthvað nýtt. Eftir allan þennan tíma hjá fé- laginu finnst mér skynsamlegra að leita á önnur mið frekar en að festa mig þar áfram til næstu ára,“ sagði Magni en hann kvaddi félagið formlega með pistli sem birtur var á heimasíðu Brommapojkarna í morgun. „Ég hef fundið fyrir áhuga annars staðar frá og ætla að láta reyna á það. Mér finnst mest spennandi að komast að í þjálfarateymi hjá einhverju af stærri liðunum í Svíþjóð, Danmörku eða Noregi og ætla að sjá til næstu vikurnar hvort eitthvað spennandi kem- ur inn á borðið í þeim efnum,“ sagði Magni. Hann tók nánast við nýju liði hjá Brommapojk- arna fyrir ári, en félagið missti nær alla fastamenn sína eftir að það féll úr sænsku úrvalsdeildinni haust- ið 2014. Magni hættur hjá Brommapojkarna Hættur Magni Fannberg vonast eftir þjálfara- starfi annars staðar á Norðurlöndunum. England B-deild: Cardiff – Brentford ................................. 3:2  Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Cardiff. Charlton – Bolton .................................... 2:2  Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 70 mínúturnar fyrir Charlton. Derby – Bristol City................................. 4:0 Fulham – Ipswich..................................... 1:2 Huddersfield – Rotherham ..................... 2:0 Middlesbrough – Burnley ....................... 1:0 MK Dons – Sheffield Wednesday........... 2:1 Preston – Birmingham ............................ 1:1 QPR – Brighton........................................ 2:2 Staðan: Middlesbrough 21 13 4 4 30:12 43 Brighton 21 11 10 0 31:20 43 Derby 21 11 8 2 32:13 41 Hull 20 11 5 4 29:13 38 Burnley 21 9 8 4 26:20 35 Ipswich 21 9 7 5 31:28 34 Cardiff 21 8 9 4 27:22 33 Birmingham 21 8 6 7 26:23 30 Sheffield Wed. 21 7 9 5 28:26 30 Brentford 21 8 5 8 30:30 29 Blackburn 21 6 10 5 22:18 28 QPR 21 7 7 7 26:27 28 Reading 20 7 6 7 26:23 27 Wolves 20 6 7 7 25:25 25 Nottingham F. 21 6 7 8 20:20 25 Preston 21 5 10 6 17:17 25 Fulham 21 5 8 8 34:37 23 Leeds 20 5 8 7 18:22 23 Huddersfield 21 5 6 10 22:30 21 MK Dons 21 5 4 12 17:28 19 Bristol City 21 4 7 10 20:37 19 Charlton 21 4 6 11 19:34 18 Rotherham 21 4 3 14 22:38 15 Bolton 21 1 10 10 16:31 13 Þýskaland Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Gladbach – Werder Bremen ................... 3:4  Aron Jóhannsson var ekki með Werder Bremen vegna meiðsla. Unterhaching – Leverkusen ................... 1:3 Bayern München – Darmstadt ............... 1:0 Erzgebirge Aue – Heidenheim ............... 0:2 KNATTSPYRNA Olís-deild karla FH – Haukar ........................................ 28:27 Staðan: Haukar 18 15 0 3 490:385 30 Valur 17 13 0 4 439:392 26 Fram 17 10 1 6 414:396 21 ÍBV 16 8 1 7 416:401 17 Akureyri 17 7 2 8 410:414 16 Afturelding 16 7 1 8 365:369 15 Grótta 17 7 0 10 428:442 14 FH 18 7 0 11 445:496 14 ÍR 17 5 1 11 441:487 11 Víkingur 17 2 2 13 379:445 6 Danmörk SönderjyskE – Bjerr/Silkeborg ........ 17:23  Árni Steinn Steinþórsson skoraði 4 mörk fyrir SönderjyskE. Daníel Freyr Andrés- son ver mark liðsins. Svíþjóð Redbergslid – Guif .............................. 29:22  Kristján Andrésson þjálfar Guif. Kristianstad – Malmö.......................... 27:17  Ólafur A. Guðmundsson skoraði ekki fyrir Kristianstad.  Leó Snær Pétursson skoraði ekki fyrir Malmö. Aranäs – Sävehof ................................ 34:32  Atli Ævar Ingólfsson skoraði 7 mörk fyr- ir Sävehof. HANDBOLTI NBA-deildin Indiana – Toronto............................... 106:90 Brooklyn – Orlando............................ 82:105 Detroit – LA Clippers ............. (frl.) 103:105 Atlanta – Miami .................................. 88:100 Chicago – Philadelphia ...................... 115:96 Memphis – Washington ..................... 112:95 Dallas – Phoenix ................................. 104:94 San Antonio – Utah ............................ 118:81 Denver – Houston ............................ 114:108 Portland – New Orleans .................. 105:101  Efst í Austurdeild: Cleveland 15/7, Chi- cago 14/8, Toronto 16/10, Charlotte 14/9, Indiana 14/9, Miami 14/9, Boston 14/10.  Efst í Vesturdeild: Golden State 24/1, San Antonio 21/5, Oklahoma 16/8, Clippers 15/10, Dallas 14/11, Memphis 14/12. KÖRFUBOLTI KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Stykkishólmur: Snæfell – Grindavík .. 19.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olís-deildin: Austurberg: ÍR – Grótta...................... 19.30 Í KVÖLD! Þrándur Gíslason, línumaður hand- knattleiksliðs Aftureldingar, var á fundi aganefndar HSÍ í gær úrskurð- aður í eins leiks bann. Í útskýringu aganefndar segir að Þrándur hafi gert sig sekan um „grófa óíþrótta- mannslega hegðun“ eftir að leik Hauka og Aftureldingar lauk, síðast- liðið fimmtudagskvöld. Sendu dóm- arar leiksins skýrslu til HSÍ um at- vikið. Haukar höfðu unnið leikinn, sem fram fór á Ásvöllum, 26:19. Sam- kvæmt lýsingu vefmiðilsins fimm- einn.is missti Þrándur stjórn á skapi sínu eftir leik og lét það bitna á plaststól sem hann sparkaði í, áður en hann tók hann upp og grýtti frá sér. Þrándur tekur út bannið gegn Fram annað kvöld, en má mæta ÍBV í síðasta leik fyrir jól á sunnudaginn. sindris@mbl.is Í leikbann fyrir að kasta stól Þrándur Gíslason Tilkynnt var á mánudaginn að keppnin vinsæla um Ryder-bikarinn í golfi muni fara fram á Ítalíu þegar Evrópa keppir á heimavelli árið 2022. Mikill áhugi var á því að halda keppnina en Ítalir, Þjóðverjar og Austurríkismenn sóttust einnig eftir því að halda keppnina. Það gerðu einnig Danir, Portúgalar og Tyrkir en drógu umsókn sína til baka. Keppnin fer fram á tveggja ára fresti eins og íþróttaunnendur þekkja og er haldin í Bandaríkjunum og Evrópu til skiptis. Næsta keppni fer fram næsta haust í Minne- sota í Banda- ríkjunum en næsta keppni í Evrópu verður í París í Frakk- landi árið 2018. Ítalir ætla að vera með keppnina árið 2022 á Marco Simone-golfvellinum í útjaðri höfuðborgarinnar Rómar. kris@mbl.is Ryder-bikarinn fer til Rómar Merki Ryder Cup

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.