Morgunblaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015 „Ég er að gera mér vonir um að þetta taki ekki nema 10 vikur. Eftir átta vikur ætti ég að geta farið að gera eitthvað og verð svo kominn á fullt eftir 3-4 mánuði,“ sagði Brynjar Ásgeir Guðmundsson, leikmaður Ís- landsmeistara FH í knattspyrnu. Óheppnin hefur elt Brynjar á röndum síðasta hálfa árið, alla vega hvað meiðsli varðar. Í fyrrakvöld fótbrotnaði hann eftir örfáar mín- útur í leik gegn Fjölni, og hann handarbrotnaði eftir að hafa spilað nokkrar sekúndur í Evrópuleik gegn Inter Baku í lok júlí. „Þetta er eig- inlega ótrúlegt, enda fékk ég senda mjólk frá mömmu heim að dyrum rétt áðan. Maður þarf að fara að drekka meiri mjólk greinilega,“ sagði Brynjar léttur, en „á milli brota“ gekkst hann undir aðgerð vegna kviðslits, sem háði honum þó ekki mikið í sumar. „Ég hlakka bara til þess þegar nýtt ár hefst og það er vonandi að þessi ólukka hætti,“ sagði Brynjar, sem náði að leika 12 leiki í Pepsi- deildinni í ár. sindris@mbl.is Morgunblaðið/Golli Meistari Brynjar Ásgeir Guðmundsson, næstlengst til vinstri á mynd, fagn- ar með félögum sínum Íslandsmeistaratitlinum sem FH vann í haust. Brynjar fékk mjólkur- sendingu frá mömmu FRÉTTASKÝRING Ívar Benediktsson iben@mbl.is Eftir hálfan átjánda mánuð í stóli þjálfara þýska 1. deildar liðsins í handknattleik, SC Magdeburg, var Geir Sveinssyni sagt upp störfum í gærmorgun. Ástæðan er óviðund- andi árangur það sem af er leiktíð- inni en Magdeburg situr í 11. sæti af 18 liðum sem deildina skipa með 18 stig eftir 17 leiki. Tæp tvö ár eru liðin síðan tilkynnt væri að Geir tæki við þjálfun SC Magdeburg sumarið 2014. Hann hafði þá þjálfað austurríska liðið Bregenz með góðum árangri um tveggja ára skeið. Geir var ráðinn til Magdeburg eft- ir að nokkra leit að þjálfara. Haft var eftir forráðamönnum félagsins með- an á leitinni stóð að íslenskur þjálf- ari væri efstur á óskalistanum eftir góða reynslu félagsins af Alfreð Gíslasyni en einnig hafði árangur ís- lenskra þjálfara vakið athygli víða í Þýskalandi. Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, var meðal þeirra sem nefndir voru með- an leitin að þjálfaranum stóð yfir. Alfreð byggði upp veldi SC Magdeburg er eitt af fornu handboltaveldum í Þýskalandi. Liðið var í fremstu röð á árum aust- urþýska alþýðulýðveldisins en eins og mörg önnur lið þess lands átti það erfitt uppdráttar á fyrstu árum eftir að þýsku ríkin voru sameinuð í byrj- un tíunda áratugar síðustu aldar. Al- freð Gíslason þjálfaði SC Magde- burg frá 1999-2005 og undir hans stjórn varð Magdeburg stórveldi í evrópskum handknattleik og vann Meistaradeild Evrópu auk þess að verða þýsku meistari. Síðasta áratuginn hefur SC Magdeburg ekki náð sama flugi og þeim árum sem Alfreð stýrði liðinu. Framkvæmdastjóri félagsins hrakt- ist frá störfum vegna skattamála nokkrum árum eftir að hann sagði Alfreð upp sem þjálfari. Síðan þá, eða í nærri áratug, má segja að handknattleikslið SC Magdeburg hafi ekki náð sér á strik þangað til á síðasta keppnistímabili, veturinn 2014/2015. Það sést e.t.v. best á að Geir er áttundi þjálfari Magdeburg síðan Alfreð hætti í árslok 2005. Besti árangur í mörg ár Á fyrst og einu heilu keppnistíð undir stjórn Geir Sveinssonar hafn- aði SC Magdeburg í fjórða sæti þýsku 1. deildinnar sem er besti ár- angur þess um langt árabil. Um leið tryggði Magdeburg sér keppnisrétt í EHF-keppninni eftir nokkurra ára fjarveru með helstu félagsliða Evr- ópu. Síðast en ekki síst lék Magde- burg til úrslita um þýska bikarinn í vor sem leið en tapaði í leik þar sem úrslitin réðust í vítakeppni. Almenn ánægja ríkti með störf Geirs eftir keppnistímabilið í vor, svo mikil að honum var boðinn nýr samningur fram á mitt árið 2017. Skjótt skipast veður í lofti. Árangur liðsins það sem af er leiktíð þykir ekki viðunandi að mati forráða- manna Magdeburg þótt liðið sé kom- ið í 16 liða úrslit EHF-keppninni þá er 11. sætið í þýsku 1. deildinni ekki nægjanlegt í umhverfi þar sem þol- inmæði manna er lítil. Kornið sem fyllti mælinn var átta marka tap fyr- ir Göppingen á heimavelli á síðasta laugardag, 32:24. Geir Sveinsson vildi ekki tjá sig um starfslokin þegar Morgunblaðið leitaði til hans í gær. Takmörk fyrir þolinmæði  Eftir hálft annað ár sem þjálfari SC Magdeburg var Geir Sveinssyni sagt upp í gær  Var áttundi þjálfarinn á tíu árum  Skrifaði undir nýjan samning í maí Morgunblaðið/Eggert Atvinnulaus Geir Sveinsson er farinn frá Magdeburg eftir að hafa náð fjórða sætinu í Þýskalandi í fyrra. Geir Sveinsson » Fæddur 27. janúar 1964. Lék með Val en einnig með frönskum, spænskum og þýsku félagsliðum. » Fyrirliði íslenska landsliðs- ins um árabil en alls lék Geir 340 landsleiki og er næst- leikjahæsti leikmaður lands- liðsins frá upphafi. » Þjálfaði Val, Gróttu og U21 árs landslið Íslands áður en hann tók við þjálfun Bregenz í Austurríki 2014 og Magdeburg tveimur árum síðar. Man einhver eftir belgíska fótboltamanninum Jean-Marc Bosman? Hann lék með Standard Liege og RFC Liege en síðan fjar- aði ferill hans út með liðum í neðri deildum Frakklands og Belgíu. Hann lagði skóna á hilluna 32 ára gamall árið 1996. Í gær voru liðin 20 ár frá ein- um merkasta dómi íþróttasög- unnar. Þá vann umræddur Bosm- an mál fyrir Mannréttinda- dómstóli Evrópu, eftir fimm ára baráttu, og þar með gjörbreytt- ust atvinnuréttindi fótbolta- manna. Þegar Bosman ætlaði að yfirgefa RFC Liege og ganga til liðs við Dunkerque í Frakklandi þegar samningi hans var lokið stóð belgíska félagið í vegi fyrir honum. Það gat, samkvæmt þeirra tíma lögum, krafist greiðslu fyrir leikmanninn, þó samningurinn væri runninn út, og kom í veg fyrir félagaskiptin með því að fara fram á upphæð sem Dunkerque neitaði að greiða. Með sigri Bosmans fyrir dóm- stólnum 15. desember 1995 fengu knattspyrnumenn allt önn- ur og betri réttindi og hafa notið þeirra síðan. Þeir hafa verið frjálsir þegar samningar þeirra hafa verið útrunnir og getað sam- ið við nýtt félag, án afskipta fyrri vinnuveitenda. Bosman sagði í viðtali við Sky Sports í gær að hann hefði fengið mikla hjálp frá FIFPro, samtökum atvinnuknattspyrnu- manna, og hvatti þau til dáða í því að standa áfram vörð um rétt- indi þeirra. En Bosman sagði líka að eng- inn fótboltamaður hefði haft samband við sig og þakkað sér fyrir þessa fimm ára baráttu þar sem hann hefði í raun fórnað sín- um ferli fyrir aðra. Laun heimsins eru oft vanþakklæti. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is HEILSA OG LÍFSTÍLL SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, föstudaginn 18. desember NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út sérblað um heilsu og lífstíl laugardaginn 2. janúar. Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og lífstílsbreytingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.