Morgunblaðið - 16.12.2015, Qupperneq 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015
Knattspyrnu-maðurinn
Egill Jónsson
hefur samið við
Víkinga í Ólafsvík
til næstu tveggja
ára í kjölfar þess
að þeir komust að
samkomulagi við
KR-inga um kaup
á honum. Egill, sem er 24 ára miðju-
maður, lék sem lánsmaður með
Ólafsvíkingum á síðasta tímabili þeg-
ar þeir unnu 1. deildina á mjög sann-
færandi hátt en hann spilaði 17 leiki í
deildinni og skoraði 2 mörk. Egill á
að baki 37 leiki með KR og 9 með Sel-
fossi í efstu deild.
Brasilíski landsliðsmaðurinnFred, leikmaður knatt-
spyrnuliðs Shaktar Donetsk í Úkra-
ínu, hefur verið úrskurðaður í eins
árs keppnisbann eftir að hafa fallið á
lyfjaprófi. Fred féll á lyfjaprófi sem
tekið var í Suður-Ameríkubikarnum í
sumar, en bannið sem hann fékk á
því að gilda fram á næsta sumar.
Næsti leikur Shaktar er ekki fyrr en
18. febrúar, og því má segja að bann-
ið gildi aðeins í fjóra mánuði. Sýni úr
Fred reyndust innihalda frammi-
stöðubætandi efni. Hann hefur hald-
ið fram sakleysi sínu og hefur rétt til
að áfrýja banninu.
Argentínumað-urinn Mar-
celo Bielsa er nú
talinn langlíkleg-
astur til að taka
við sem knatt-
spyrnustjóri
Gylfa Þórs Sig-
urðssonar og fé-
laga hjá Swansea.
Bielsa býr yfir afar mikilli reynslu en
hann hefur meðal annars stýrt lands-
liðum Síle og Argentínu. Hann er 60
ára gamall og stýrði síðast Marseille
í Frakklandi, en hætti þar í sumar
vegna ósættis við starfsliðið sem kom
að leikmannahópnum. Bielsa er
þekktur fyrir yfirgripsmikla þekk-
ingu á fótboltafræðunum, og áhrif sín
á aðra knattspyrnustjóra, en sjálfur
Pep Guardiola, þjálfari Bayern
München, hefur til að mynda lýst
honum sem besta knattspyrnustjóra
í heimi.
Þýski handknattleiksmaðurinnChristian Sprenger hefur
ákveðið að nýta ákvæði í samningi
sínum við Þýskalandsmeistara Kiel
og framlengja gildistíma hans til
sumarsins 2017. „Ég er í góðu standi
og þrái að afreka meira með þessu
liði. Ég vil að reynsla mín nýtist í
þessu unga liði svo að við náum okk-
ar stóru markmiðum. Þar að auki get
ég lært eitthvað nýtt daglega af Al-
freð Gíslasyni [þjálfara], og ég á hon-
um mikið að þakka. Það er líka bara
gaman að spila í Kiel og fyrir okkar
stuðningsmenn,“ sagði Sprenger,
sem er 32 ára gamall og hefur verið
afar sigursæll með Kiel síðan hann
kom til félagsins frá Magdeburg árið
2009.
Fólk folk@mbl.is
Í KAPLAKRIKA
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
FH-ingar geta þakkað markverði sín-
um, Ágústi Elí Björgvinssyni, að þeim
tókst að leggja erkifjendur sína í
Haukum í Olís-deild karla en liðin átt-
ust við í Kaplakrika í gær. FH hrósaði
sætum sigri, 28:27, þar sem Ágúst Elí
varði skot frá Brynjólfi Snæ Brynjólfs-
syni úr góðu færi í horninu undir lok
leiksins. Haukar gátu þar stolið stigi
en Ágúst kom í veg fyrir það og FH-
ingar stigu stríðdans á heimvelli sínum
þegar úrslitin lágu ljós fyrir.
FH-ingar innbyrtu þar með tvö
gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttu
deildarinnar og það sem gerði sigurinn
enn sætari fyrir þá svart/hvítu var að
þeim tókst að stöðva sigurgöngu
granna sinna, sem fyrir leikinn í gær
höfðu ekki tapað leik í deildinni frá því
12. október og höfðu unnið níu leiki í
röð.
Menn ákveðnir í að selja sig dýrt
,,Þetta var gjörsamlega geggjað að
ná að vinna þennan leik eftir allt baslið
sem við höfum verið í á tímabilinu. Við
vorum svolitlir klaufar undir lokin að
hleypa Haukunum inn í leikinn og gefa
þeim færi á að stela stiginu en Gústi
sagði okkur að hleypa hornamann-
inum inn og við gerðum það. Hann sá
svo um að klára þetta fyrir okkur,“
sagði Einar Rafn Eiðsson við Morg-
unblaðið en hann átti fínan leik á móti
gömlu félögunum og var afar ógnandi
á hægri vængnum. ,,Það var flott
stemning í liðinu og menn ákveðnir í
að selja sig dýrt. Við lögðum allt í söl-
urnar og uppskárum eftir því. Það var
gaman að stöðva gömlu félagana. Lík-
lega hafa þeir vanmetið okkur eitthvað
en það verður gott að fara með þennan
sigur inn í jólafríið,“ sagði Einar Rafn.
FH-ingar gáfu tóninn strax í byrjun
leiksins. Þeir skoruðu þrjú fyrstu
mörk leiksins og áttu Haukarnir í
miklum erfiðleikum í sókninni gegn
framliggjandi og hreyfanlegri vörn
FH-liðsins. FH hafði forystuna allan
tímann. Liðið náði fimm marka for-
skoti snemma leiks og aftur í byrjun
síðari hálfleiks en Íslandsmeistararnir
eru þekktir fyrir allt annað en að gef-
ast upp. Smátt og smátt söxuðu þeir á
forskot FH-inganna og þegar ein mín-
úta var eftir minnkaði Elías Már Hall-
dórsson muninn niður í eitt mark. FH-
ingar misstu boltann á klaufalegan
hátt þegar um 25 sekúndur voru eftir
og misstu að auki mann út af. En eins
og áður er getið var Ágúst Elí hetja
FH-inga þegar hann varði skot úr
opnu færi frá Brynjólfi.
Ágúst varði jafnt og þétt allan tím-
ann en í góðri liðsheild FH, sem spilaði
líklega sinn besta leik í vetur, voru
Benedikt Reynir Kristinsson og Einar
Rafn fremstir á meðal jafningja.
Haukarnir voru mjög ólíkir sjálfum
sér lungann úr leiknum. Fjarvera fyr-
irliðans Matthísar Árna Ingimars-
sonar veikti varnarleikinn og aldrei
þessu vant náði Giedrius Morkunas
sér ekki á strik á milli stanganna.
Meistararnir gerðu sig seka um
óvenjumarga tæknifeila en þeir Tjörvi
Þorgeirsson og Janus Daði Smárason
voru seigir í seinni hálfleik og náðu að
koma Haukunum inn í leikinn. Hauk-
arnir þurfa þó ekkert að örvænta. Þeir
eru með fjögurra stiga forskot í topp-
sæti deildarinnar en einhver væru-
kærð og hugsanlegt vanmat var
ríkjandi í herbúðum þeirra rauð-
klæddu í gærkvöld.
Sigurgangan stöðvuð
af erkifjendunum
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Óvænt Ásbjörn Friðriksson sneri aftur í lið FH í gærkvöldi, eftir að hafa misst af tveimur síðustu leikjum vegna meiðsla,
og skoraði tvö mörk í sigrinum óvænta á Haukum. Án Ásbjörns tapaði FH 32:25 fyrir Haukum fyrir viku síðan.
Ágúst Elí hetja FH í Hafnarfjarðarslag Fyrsta tap Hauka í tvo mánuði
„Hann kemur til greina, eins og allir Íslendingar,“ sagði Heimir
Hallgrímsson, annar þjálfara karlalandsliðs Íslands í knatt-
spyrnu, um spænsk/íslenska bakvörðinn Diego Jóhannesson.
Diego er 22 ára gamall og leikur með Real Oviedo, sem er í 3. sæti
spænsku B-deildarinnar. Hann á íslenskan föður og hefur aldrei
leikið landsleik, svo hann ætti að vera gjaldgengur í íslenska
landsliðið. Diego er á sínu öðru tímabili með Real Oviedo en liðið
vann sig upp úr C-deildinni í vor. Hann er upphaflega hægri kant-
maður en hefur færst aftar á völlinn og er nú hægri bakvörður,
sem Heimir og Lars Lagerbäck fylgjast með eins og mörgum
öðrum:
„Ég hef skoðað hann aðeins í þessum forritum sem við erum
með. Við höfum rætt um hann, en leikmaður sem talar ekki ís-
lensku þarf að vera talsvert mikið betri en aðrir til að komast í
hópinn hjá okkur. Við munum samt klárlega fylgjast með honum,
það er ekki vafi,“ sagði Heimir við Morgunblaðið í gær. „Hann á
kannski ekki mörg tímabil að baki en er byrj-
aður að spila svolítið á háu stigi, í leikstöðu
sem við erum ekkert sérlega ríkir í. Við erum
að fylgjast með honum eins og öllum öðrum
sem eru gjaldgengir í íslenska landsliðið,“
sagði Heimir.
Íslenska landsliðið undirbýr sig í vetur fyrir
sitt fyrsta stórmót, EM í Frakklandi, og næst
á dagskrá eru þrír vináttulandsleikir í janúar.
Ísland mætir Finnlandi og Sameinuðu arab-
ísku furstadæmunum 13. og 16. janúar í Abu
Dhabi, og svo Bandaríkjunum í Los Angeles
31. janúar. Þetta eru ekki alþjóðlegir leikdagar, og keppni á Spáni
því í fullum gangi.
„Næsti séns fyrir hann yrði að verða valinn í landsliðsverkefni í
mars. Hann er að spila í liði sem er á fullu í janúar. Ef hann myndi
eiga glimrandi tímabil og fara með sínu liði upp í efstu deild á
Spáni eða eitthvað slíkt, þá er aldrei hægt að segja aldrei. Dyr-
unum er aldrei lokað á neinn,“ sagði Heimir. Aðspurður ítrekaði
hann að Diego þyrfti að standa öðrum leikmönnum framar að
getu, í ljósi þess að hann talaði ekki tungumálið:
„Hann þarf að vera mun betri en aðrir leikmenn á öðrum svið-
um, ef hann talar ekki tungumálið, til að komast í hópinn. Hann
hefur ekkert verið með okkur og ætti væntanlega erfitt með að
skilja það sem færi fram, þannig að hann þyrfti að hafa eitthvað
meira fram að færa en aðrir,“ sagði Heimir.
Diego hefur alla tíð búið á Spáni, en faðir hans er íslenskur og
heitir Jón Már Jóhannesson. Diego hefur heimsótt Ísland nokkr-
um sinnum, eins og fram kom í viðtali við hann á vefmiðlinum
Fótbolta.net fyrir ári þar sem hann kvaðst kunna afar vel við
landið og dreyma um að spila fyrir íslenska landsliðið einhvern
tímann í framtíðinni. sindris@mbl.is
Diego kemur til greina í landsliðið en þarf að vera mun betri en aðrir
Heimir
Hallgrímsson
Kaplakriki, úrvalsdeild karla, Olís-
deildin, þriðjudag 15. desember 2015.
Gangur leiksins: 3:0, 5:2, 7:3, 9:4,
11:8, 13:10, 18:13, 21:18, 23:21, 25:21,
27:25, 28:27.
Mörk FH: Benedikt Reynir Krist-
insson 9, Einar Rafn Eiðsson 7/1, Jó-
hann Birgir Ingvarsson 3, Halldór Ingi
Jónasson 3, Andri Berg Haraldsson
2, Daníel Matthíasson 2, Ásbjörn
Friðriksson 2.
Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson
16.
Utan vallar: 16 mínútur.
Mörk Hauka: Janus Daði Smárason
8, Tjörvi Þorgeirsson 7, Elías Már
Halldórsson 5, Brynjólfur Snær Brynj-
ólfsson 4, Heimir Óli Heimisson 1,
Adam Haukur Baumruk 1, Einar Pétur
Pétursson 1.
Varin skot: Giedrius Morkunas 11,
Grétar Ari Guðjónsson 2.
Utan vallar: 4 mínútur.
Dómarar: Gísli Jóhannsson og Haf-
steinn Ingibergsson.
Áhorfendur: 670.
FH – Haukar 28:27