Víkurfréttir - 10.09.1992, Qupperneq 7
7
Enn slær Suðurnesjamaður í gegn!
Fyrir tveimur vikuni var haldin grettukeppni Vestfjarða. Sig-
urvegari varð Gunnar Þór Jónsson. skólastjóri Grunnskóla Rauða-
sandshrepps. Sýndi hann mikil tilþrif eins og sést á meðfylgjandi
myndum.
Á morgun 11. september gefst gestum í fertugsafmæli hans kostur
á að sjá þessa stórkostlegu hæfileika.
Hópur 6
Vikurfréttir
10. sept. 1992
Gísli gegn Jakanum
Heyrst hefur að ungur Ketl-
víkingur, Gísli Gfslason, verka-
lýðsfrömuður muni bjóða sig
fram gegn Jakanum í haust.
Gísli hefur hlotið góða og víð-
tæka starfsreynslu í gengum
árin. Hann hefur starfað nær
óslitið hjá Miðnesi í Sandgerði
frá því hann lauk námi.
Gísli hefur á undanförnum
árum orðið æ umsvifa meiri
innan fyrirtækisins og nú síð-
astliðið ár hefur hann starfað
sem öryggistrúnaðarmaður.
Eins og sést á þessu er hér á
ferð ungur athafnamaður með
rnikla og næma á-
byrgðartilfinningu. Maður sem
vert er að treysta.
Þess má geta að Gísli er tví-
tugur í dag og um leið og við
sendum honum baráttukveðjur,
óskum við honum innilega til
hamingju með afmælið.
1)1)1)
Frímann Þorkelsson, Garð-
braut 65, Garði er 75 ára 13.
september nk.
Hann tekur á móti g'estum á
afmælisdaginn milli kl. 17 og 21
í Sæborg, húsi verkalýðs-
félagsins í Garði.
Þessi veiðigarpur verður þrí-
tugur á morgun II. sept.
Stöngin á loft, llugur, maðkar
og fjör.
Aðdáandi
Strákarnir í stífum undirbúningi
Undirbúningur fyrir fyrir-
sætukeppni herra á Suður-
nesjum er nú að komast á loka-
stig. Keppnin verður haldin í
veitingahúsinu Edenborg 3.
október nk. Tíu herrar hafa æft
af kappi fyrir keppnina undir
leiðsögn Kolbrúnar Aðals-
teinsdóttur í Módel-mynd. Þeir
hafa svitnað og lyft lóðum í
Perlunni undanfarnar vikur og
eru að verða tilbúnir í alvöruna.
Um síðustu helgi fóru þeir í
myndatöku og við sýnurn
afraksturinn af þeirri vinnu í
Víkurfréttum í næstu viku.
Strákarnir voru léttir og
sprækir þegar blaðamaður leil
við á æfingu hjá þeim. „Þetta er
búið að vera öðruvísi en mjög
skemmtilegt. Hópurinn er
samstilltur og magavöðvarnir
góðir" sögðu þeir léttir í
bragði.
AFMÆLI
Við óskum þessum unga
manni til hamingju með fertugs
afmælið þann 15. september.
Vinir og vandamenn
• Kolla í Modcl-mynd leiðbcinir strákunum. Ljósm.: pkct
• Strákarnir hafa æft vel í Perlunni fvrir keppnina.
.......KYNNUM............
Nýjan fjölbreyttan sérréttaseðil
í hádegi og öll kvöld
PASTA
Tagatelle með beikoni, svepp-
um og hvítlauk 950,-
Tagatelle meö siávarréttum
1.050,-
Tagatelle með skinu, kapers og
parmesan osti 890,-
BAR-RESTAURANT-CAFFE
Halnargötu 19a -Sími 14601
RÁIN ÁTVEIMUR
HRISGRJ0N
Rísotto, karrýsteikt hrísgrjón
með rækjum, hörpuskel og
kjúklingi 680,-
HAMBORGARI
Piparborgari Ráarinnar 710,-
SAMLOKA
Klúbbsamloka með frönskum
.kartöflum 850,-
■ ■i i■. n i m Neðri hæð:
Efri hæð: Hljómsveit
Ingólfur trúpador • STEFÁNS P.
Litla leikfélagiö, Garöi
Leikarar óskast
Litla leikfélagið óskar eftir leikurum í karl-
hlutverk í leikritiö Járnhausinn eftir Jónas
og Jón Múla Árnasyni. Auglýst er eftir karl-
mönnum 18 ára og eldri. Leikstjóri verður
Halldór E. Laxness.
Einnig vantar karla og konur á öllum aldri
til aö vinna aö uppsetningu verksins, viö
smíöar, sauma og annaö tilheyrandi.
Áhugasamir hafi samband viö Egil Egils-
son, formann Litla leikfélagsins í síma
27148 á kvöldin.
Stjórn Litla leikfélagsins
Nætur-
salaá
Glóðinni
Glóðin bauð í fyrsta skipti
upp á næturopnun um síðustu
helgi. Var þá opið fram eftir
morgni og nýttu margir gestir
af skemmtistöðunum sér það
og fengu sér nætursnarl á
Glóðinni. „Þetta er tilraun hjá
okkur. Við munum liafa opið
þegar mikið er að gerast á
skemmtistöðunum eftir lokun
þeirra og eitthvað fram undir
morgun. Fólk getur komið og
fengið sér ljúft nætursnarl fyrir
svefninn hér inni á Glóðinni.
Við erum með létta og góða
rétti við allra hæfi“ sagði Örn
Garðarsson, Glóðar-bóndi.
Svo á jörðu í
Félagsbíó
Nú um helgina sýnir Fé-
lagsbíó, íslensku kvik-
myndina „Svo á jörðu sem
á himni“. Myndin er tekin
víða um land m.a. í Grinda-
víkurfjöru.
Leikstjóri og nokkrir
leikarar verða viðstödd
frumsýningu í dag, fimmtu-
dag kl. 17.
Fyrirsætukeppni herra: