Víkurfréttir - 10.09.1992, Blaðsíða 18
18
Víkurfréttir
10. sept. 1992
ÍÞRÓTTIR - Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir
ALLT VITLAUST í SANDGERÐI!
- Reynismenn komnir upp! __----------------
Fagnandi Revnismenn að leik loknuin.
Reynismenn sýndu mikla hörku
og komust upp í 3. deild með 3-0
sigri á Hvöt frá Blönduósi. Leik-
urinn var gífurlega mikilvægur
fyrir bæði liðin, því sigur varð að
nást ef annað livort liðið ætti að
eiga möguleika á að komast upp í
þriðju deild að ári. Reynir valdi að
spila með vindi í fyrri hálfleik og
freista þess að ná forskoti fyrir hlé,
sem tókst, þó ekki fyrr en rétt fyrir
hálfleik, þegar Pálmi Jónsson
skoraði. Segja má að allur fyrri
hálfleikurinn liafi verið í járnum.
gífurleg barátta á báða bóga og
harka í leiknum.
Síðari hálfleikurinn byrjaði ekki
vel fyrir Reyni, því þegar u.þ.b. tíu
mínútur voru liðnar af hálfleiknum
var markaskorarinn Jónas G. Jón-
asson komin inn fyrir vörn Hvatar
þegar gróflega var brotið á honum.
Dómarinn sá ekki ástæðu til þess
að dæma víti þarna og urðu Reyn-
ismenn æfir. Guðmundur Hilm-
arsson þjálfari og leikmaður hljóp
þá að dómaranum til að mótmæla,
og dómarinn féll við með ein-
hverjum hætti. Það skipti engum
togum að Guðmundur fékk að líta
rauða spjaldið. Þannig að Reyn-
ismenn voru einum færri, á móti
vindi og aðeins með eitt mark í
forskot í leik sem varð að sigrast
með tveggja marka mun! En við
þetta mótlæti efldust Sand-
gerðingar og settu allt á fullt.
Annað markið skoraði Jónas og
hann bætti svo þriðja markinu við
stuttu síðar. Tuttugu mínútum fyrir
leikslok máttu Reynismenn svo sjá
á bak öðru leikmanni, þegar Þórður
Þorkelsson var rekinn af leikvelli.
Reynir lét þó ekki deigan síga og
hélt sínu lil leiksloka. Þar sem
Höttur tapaöi fyrir HK, og þessi
leikur vannst með meira en tveggja
marka mun komust Reynismenn
upp í þriðju deild.
I tilefni dagsins höfðum við
samband við annan þjálfara liðs-
ins, Guðmund Hilmarsson og
spurðum hann hvernig honurn
hefði fundist leikurinn. „Þetta var
nú liálf ótrúlegur leikur, ég er nú
búin að spila marga leiki, en þessi
sló öllu við. I fyrsta Iagi var veðrið
mjög slæmt, en við völdum að
spila með vindi í fyrri hálfleik.
Fyrsta markið lét standa á sér, en
þegar það kom létti pressunni á
okkur. Auðvitað var ágætt að vera
1-0 yfir í hálfleik, en leikurinn var
langt frá því að vera búin. Svo í
seinni hálfleik misstum við af víti
eftir augljóst brot. Eg missti
kannski svolitla stjórn á mér og
hljóp að dómaranum. Hann steig
eitthvað til hliðar og féll við. Hon-
um fannst hann verða að refsa ein-
hverjum, og það var ég sem var
rekinn út af. Mér leið auðvitað óg-
urlega illa, fannst ég vera að
skemma fyrir strákunum, þjálfarinn
að láta reka sig út af! En strákarnir
bættu bara við sig. Hver einasti
maður lagði sig fram hundrað pró-
sent meira.“ Aðspurður um það
hvernig þessi góði árangur hefði
náðst sagði Guömundur að mark-
miðið hefði verið frá upphafi að
fara með liðið upp. Þeir Pálmi
byggja á reynslu sinni sem leik-
menn í FH til margra ára. „Við
vildum leiða eitthvað af því sem við
kunnutn inn í knattspyrnuna hér.
Þetta byrjaði frekar hægt í vetur, en
mætingin og áhuginn óxu jafnt og
þétt og þannig fór skriðan af stað.
Þessir strákar hafa ekki haft mikið
sjálfstraust og þeitn hefur kannski
aldrei verið kennt nógu mikið. Þá
vantaði tækifæri og traust, en þetta
eru margir mjög efnilegir fót-
boltamenn. Þetta lið sem heild er
efnilegt, og á eftir að gera góða
hluti," sagði Guðmundur.
Þjálfarar fyrir næsta ár hafa ekki
verið ráðnir, en endurráðning Guð-
mundar og Pálma er inni í mynd-
inni. Við óskum Reynismönnum og
Sandgerðingum öllum til hamingju
með 3. deildar sætið!
• Þessir strákar l'engu verðlaun fvrir að vera duglegastirí Körfu-
boltaskóla UMFN. Ljósm.: Huida
Körfubolti:
Reykjanesmótið í
fullum gangi
Reykjanesmólið í körfu er
í fullum gangi og hafa sex
leikir farið fram. Kell-
víkingar eru efstir eftir þessa
sex leiki, hafa sigrað alla
andstæðinga sína. A þriðju-
dagskvöld sigruðu þeir
Grindvíkinga 95-106 og sl.
föstudagskvöld sigruðu þeir
Njarðvíkinga 107-109 í
æsispennandi og skemmti-
legum leik. Næsti leikur fer
fram annað kvöld, en þá
mætast UMFN og UMFG í
Ljónagryfjunni.
Úrslit leikja til þessa:
ÍBK - Haukar.. 101-95
Haukar-UBK .... 105-82
UMFN-ÍBK...... 107-109
UMFG - Haukar .. 88-118
UBK - UMFN7 .... 4-95
UMFG -ÍBK......95-106
Síðasta golfstigamótið
ásunnudag
Síðasta stigamótið í golfi
átti að fara fram í Leiru sl.
sunnudag en var frestað
vegna veðurs. Mótið hefur
verið sett á næsta sunnudag
og vonandi verður veðrið
belra þá.
A laugardag verður skip-
stjóra- og útgerðarmanna-
mótið í Leirunni.
Körfuskóla UMFN slitið
Körfuknattleiksskóla UMFN
lauk í síðustu viku. Verðlaun voru
veitt þeim krökkum er þóttu skara
fram úr á hinum ýrnsu sviðum.
Verðlaunin voru veitt í háltleik í
leik UMFN og ÍBK í Reykja-
nesmótinu sl. föstudag. Verðlaun
fyrir mestar framfarir hlutu: Guð-
mundur Jónsson, Páll Þórðarson,
Elín Ólafsdóttir, Eiríkur D. Krist-
insson og strákur að nafni Sigurður,
sem við vitum því miður ekki föð-
urnafnið á. Fyrir einn á móti einum
hlutu verðlaun: Atli Júlíusson, Ör-
lygur Sturluson, Jón Björn Ól-
afsson, Davíð Jón Kristjánsson og
Ragnar H. Ragnarsson. Duglegastir
voru svo þeir Ólafur Hrafn Brynj-
ólfsson. Logi Gunnarsson, Einar
Gíslason og Borgar Már Gunn-
laugsson. Bestu vítaskytturnar
voru: Atli Júlíusson, Þórður F.
Brynjarsson, Jón Björn Ólafsson,
Davíð Ingi Jóhannsson og Sigurður
Kjartansson.
Þjálfarar skólans voru Jóhannes
Kristbjörnsson leikmaður með mfl.
UMFN og Paul Colton, hinn nýi
þjálfari Njarðvíkinga.
Snóker:
Fyrsta Þ-mótið
Fyrsta Þ-mótið í snóker fór
fram á Knattborðsstofu Suð-
urnesja sl. þriðjudagskvöld.
Þessi mól munu öll verða á
dagskrá á þriðjudagskvöldum í
vetur og er leikið með einum
ás.
Fjórtán spilarar tóku þátt,
sem verður að teljast góð þátt-
taka á fyrsta móti tímabilsins.
Tveir meistaraflokksmenn tóku
þátt og voru báðir slegnir út,
annar í riðlinum og hinn í und-
anúrslitum. En úrslit urðu þau
að Sigurður Guðmundsson
sigraði Þorstein Waltersson í
úrslitaleik 3:1, eftir að hafa
slegið út Börk Birgisson í und-
anúrslitum, 3:2. I úrslitum um
þriðja sætið spilaði Ingimundur
Magnússon við Börk Birgisson
og sigraði Ingimundur 3:2.
Spilarar eru hvattir til að
mæta í þessi mót, þar sem allir
eiga möguleika á sigri því spil-
að er með einum ás. Nánari
upplýsingar fást hjá Knatt-
borðsstofu Suðurnesja og sím-
inn þar er 13822.
Margir í leikbann
Á síðasta fundi aganefndar KSÍ voru níu Suðumesjamenn úrskurðaðir í
leikbann. Það er eins gott fyrir Reyni að úrslitakeppnin er búin, því fimm
leikmenn meistaraflokks Reynis fengu á sig leikbann. Það voru þeir Antony
J. Stissy, Guðmundur Hilmarsson. 2 leiki. Þórður Þorkelsson, Arnmundur
Sigurðsson og Ævar Finnsson. Einnig fengu tveir leikmenn 2. flokks Reynis
bann.
Tveir Víðismenn fengu bann, þeir Vilhjálmur Einarsson og Björn Vil-
helmsson, sem fékk tvo leiki í bann.
Njarðvíkingar
spiluðu á
Blönduósi
-við vígslu nýs í-
þróttahúss
Meistaraflokk UMFN í
körfu var um síðustu helgi
boðið að leika vígsluleik í
nýju íþróttahúsi á Blöndu-
ósi. Njarðvíkingar léku þar
við lið Tindastóls og máttu
þola tap. Þrátt fyrir tapið er
atburðurinn skemmtilegur
og heiður fyrir Njarðvík-
inga að vera boðið.
Bridsf élagið
Muninn,
Sandgerði
Tólf pör spiluðu tví-
menning sl. miðvikudag í
Björgunarsveitarhúsinu í
Sandgerði. Úrslit urðu þau
að í fyrsta sæti urðu þeir
Ingimar Sumarliðason og
aldursforseti félagsins, Mar-
on Bjömsson sem cr 81 árs.
Úrslit urðu annars þessi:
1. Maron Björnsson - Ingi-
mar Sumarliðason ... 198
2. Magnús Magnússon -
Sigurjón Jónsson.. 182
3. Einar Júlíusson -
Björn Dúason..... 180
4. Eyþór Jónsson -
Víðir Jónsson.... 177
5. Birkir Jónsson -
Arnór Ragnarsson ... 173
6. Garðar Garðarsson -
Lárus Ólafsson...172
Ál'ram verður spilað
næstu miðvikudaga í Björg-
unarsveitarhúsinu og eru
allir velkomnir, spilarar sem
áhorfendur.