Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.09.1992, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 10.09.1992, Qupperneq 10
„Góðan daginn og komdu sæl, ég heiti Jón Jónsson". Einföld setning og virðist ekki erfið fyrir þann sem segir hana. En málið er ekki svona einfalt. Að bjóða góðan dag og kynna sig er nefnilega meira mál fyrir marga. Framkoma, kurteisi og jákvætt viðhorf er ekki sjálfgefið í fari fólks. En þetta, eins og margt annað er hægt að komast yfir og læra. Feimni hverfur. Þú brosir. Þér líður vel. Hvernig? Fá leiðsögn. Hvar? í skóla! Ha? Greinarhöl'uiraur er staddur í Perlusal á 3. hæð á Hafn- argötunni í Keflavík. Tíu strákarsem nú undirbúasig fyrir fyrirsætukeppni herra sem haldin verður í fyrsta skipti á Suðumesjum sitja íhring. „Jæja, strákar, nú er það leikræn tján- ing. Sýnum blaðamanninum hvemig við förum að. Gunni og Skúli! Leikiði hunda!" Strák- arnir gerðu það. Líka apa, hana og fleira. Fóru létt með það og gerðu það vel. En til hvers? Kolbrún er nýkomin af nám- skeiði hjá John Robert Powers tísku- og modelskólanum í San Francisco þar sem hún kynnti sér ýmsar nýjungar. Þar var Model- mynd boðin aðild að M.A.A.I. sem eru samtök módelskóla. Modcl- mynd var gefin kostur á að senda þátttakendur í fyrsta skipti í lyr- irsætukeppni erlendis næsta vor. Verður haldin undankeppni á Is- landi í velur þar sem valdar verða fyrirsætur til að mæta fyrir Islands hönd í keppninni. Hér í opnunni gefur að líta mörg Suðurnesjaandlit. fólk sem sótti námskeið hjá Módel-mynd en við námskeiðslok fá nemendur myndamöppu, myndir eins og hér má sjá. Þetla er okkar fólk. Ekki vera hissa. hvað íslenska konan heldur sér mikið inni við þó svo bömin séu oröin uppkomin og farin jafnvel að heiman. Hún má hugsa meira um sjálfa sig og gera eitthvað fyrir sig. Huga að útlitinu, klæðnaði og fleiru skemmtilegu. Fyrir þá sem hafa lokið við námskeið hjá Model-mynd gefst nú tækifæri á að sækja framhaldsnámskeið. Þar fara nemendur í orðsins fyllstu merk- ingu „í föt" alvöru l'yrirsæta. Þeir sýna fatnað frá verslunum á sviði og sýningin er tekin upp á video af vönum upptökumanni. I lokin fá nemendur spóluna sem þeir geta átt til minja eða sér til fram- dráttar haft þeir áhuga á að reyna sig í módelstörfum. Fleira skemmtilegt er tekið fyrír á fram- haldsstiginu, s.s. að koma upp í pontu og tala í hljóðnema. Mikið af Suðumesjafólki sólti síðasta námskeið hjá Módel- mynd. Kolbrún gefur því góða einkunn. „Fólkið héðan var mcð bestu nemendunum í öllum ald- ursflokkum. Það kom mér á óvart hvað krakkamir héðan eru með góða húð og fallegt hár. En mínusamir, sem þó hurfu fljótlega eru allir á framkomusviðinu. Mér finnst Suðurnesjanemendurnir ó- öruggari í framkomu en t.d. fólk á höfuðborgarsvæðinu og margir áttu í vandræðum með að kynna sjálfan sig. Þetta kom mér á óvart. En það var gaman að fylgjast með framförunum þegar á námskeiðið leiö. Eg hélt samt að surnir ætluðu að gefast upp í byrjun, því við tökum framkomu fyrir á sérstakan hátt en mjög uppbyggjandi. Feimnin var brotin niður. I lokin. á síðustu stigunum. m.a. í mynda- tökunni brilleruðu Suðurnesja- krakkarnir. Það var frábært að vinna með þeim og gaman að sjá framfarirnar. Eins vargaman að fá eldri dömumar á námskeið því þær stóðu sig ekki síður en ung- lingamir. Mér finnst athyglivert „Þetta er þáttur í „opna" strák- ana. Þeir læra að koma fram. Það er hluti af okkar prógrammi í Módel-mynd. Við hjálpum nem- endum okkar að bæta framkomu sína og erum með uppbyggjandi námskeið fyrir afólk á öllum aldri. Þá hjálp- um við fólki að koma sér á framfæri ef það hefur áhuga á sýningar og eða módelstörfum. Förum í alla helstu þætti sem þarf að hafa á hreinu ef fólk vill verða módel" sagði Kolbrún Að- alsteinsdóttir í Módel-mynd í viðtali við Vík- urfréttir. Kolbrún segir að meðal efnis á námskeiðunum sé mataræði og heilsa og auðvitað útlitið. „Það er lögð mikil áhersla á innri fegurð. Við viljum falleg módel og heil- brigðasál íhraustum líkama. I dag er mikil umræða um sflíkon og megrun. Margar stúlkur hafa fengið sjúkdóminn anorexia þegar þær hafa farið í stífa megrun og þurft að losa mörg kíló á stuttum tíma. Við bendum á leiðir til að passa línumar án þess að eiga hættu á að lá megrunarveiki.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.