Víkurfréttir - 10.09.1992, Síða 15
15
Mikið að gera við innritun í Tónlistarskóla N jarðvíkur.
Ljósm.: Hulda
Röð út ú tröppur!
-viö innritun í Tónlistarskóla Njarövíkur
Tónlistarskóli Njarðvíkur
innritaði nemendur sl. mánudag
og mun hefja kennslu eftirhelgi.
Mikill fjöldi fólks var mættur
strax þegar innritun hófst og um
tíma var röð út á tröppur. Tón-
listarskólinn í Njarðvík býður í
vetur upp á ýmsar nýjungar, þar
á nreðal fiðlukennslu sam-
kvæmt hinni heimsþekktu
Suzuki- aðferð. Aðrar nýjar
kennslugreinar eru Jazz-impro-
visation, eða snarstetjun eins og
það kallast á íslensku. Þessi
grein er ætluð nemendum á öll-
unt hljóðfærum í 4. stigi og ofar.
Að sögn Haraldar A. Har-
aldssonar tónlistarskólastjóra er
þetta leið til þess að innleiða
svolítinn jazz í skólann, án þess
þó að halda úti sérstakri jazz
deild. „Við viljum gefa nem-
endum, sem eru farnir að geta
spilað svolítið, kost á því að læra
að spila án þess að rýna alltaf í
nóturnar," sagði Haraldur.
Kennari í snarstefjun verður
Astvaldur Traustason senr er
útskrifaður frá hinum vel þekkta
Berklee College of Music, í
Boston í Bandaríkjunum. Jazz
hljómsveit verður starfrækt í
tengslum við þetta nýja nám.
Aðrir nýjir kennarar eru: Geir
Rafnsson, sem mun kenna á
slagverk, SteinarGuðmundsson
á orgel, Einar Jónsson á
trompet, auk þess sem einn
kennara skólans snýr aftur eftir
árs hlé.
Kennt verður á blokkflautu í
sértímum, og svo kennt á flest
önnur hljóðfæri. Eitt af mark-
miðum skólans í vetur verður að
auka allan samleik í skólanum.
Mikið fleiri litlar hljómsveitir,
s.s. kammer sveitir, munu verða
starfræktar í öllum deildum.
I fyrravetur sóttu 140 nem-
endur skólann,^ sem er há-
marksnýting. „Alagið á hús-
næði hér er brjálæðislegt, hér er
hver fermetri nýttur, hver
kompa. Svo skapar það okkur
vandræði að ferðum SBK hefur
verið fækkað því sex af kenn-
urum okkar koma úr Reykjavík.
Nú er síðasta ferð héðan af
svæðinu kl. 19:00, en miðað við
okkar reynslu verðum við að
kenna til 20:30 - 21:00," sagði
Haraldur.
Mikil samvinna hefur verið
á milli tónlistarskólanna í
Njarðvík og Keflavík og sagði
Haraldur að þar yrði framhald
á. „Við vísum fólki hiklaust til
Keflavíkjir ef að við bjóðum t.d.
LEIKUR
Björgunarsveitin Þorbjörn í
Grindavík varð fyrir leið-
inlegum grikk einhverra
óprúttinna náunga fyrir stuttu.
Hringt var í formann sjóflokks
sveitarinnar og honum sagt að
bátur væri í vandræðum í ná-
grenni við Eldey. Maðurinn í
símanum sagðist vera að hringja
frá bátnum og gaf upp nafn á bát,
símanúmer og númer á kallrás í
talstöð. Beiðnin var um hjálp
vegna þess að troll væri fast í
skrúfunni. Slíkar beiðnir eru
ekki óalgengar og því brugðust
björgunarsveitarmenn fljótt við
og fóru fimm út á bát sveit-
arinnar, þar af tveir kafarar.
Þegar engin svör fengust frá
bátnum fór björgunarsveitar-
menn að gruna að ekki væri allt
með felldu, og var sá grunur
Vikurfréttir
10. sept. 1992
Gamalt & gott aö Hafnargötu 27A:
Verslun með notaða
hluti
Ólafur Eiríksson mun á
morgun opna nýja verslun með
notaða hluti að Hafnargötu 27a
í Keflavík. Versluninni hefur
hann gefið nafnið Gamalt &
gott (á góðu verði). Að sögn
Ólafs verða þama teknir í end-
ursölu notaðir hlutir. Verslunin
verður opin virka daga frá kl.
13-18 og síminn er 14610.
Hugmyndin að versluninni
vaknaði í júní og gerði Ólafur
þá tilraun sem gafst mjög vel
og var mikil svörun. Morg-
undagurinn hjá Ólafi verður
undir yfisskriftinni „Föstu-
dagur til fjár".
ekki upp á þau hljóðfæri sem
viðkomandi vill læra á. Einnig
erum við með sameiginlega
kennslu í tónlistarsögu, og
sameiginlega slagverkshljóm-
sveit."
Nemendur tónlistarskólans í
Njarðvík eru á aldrinum 3-50
ára í hinum ýmsu greinum.
Þrettán kennarar starfa við
skólann, af þeim búa sjö hér á
svæðinu, sem verður að teljast
mjög gott. „Við stöndum vel í
kennaramálum. Eg er mjög
ánægður með þá kennara sem
við höfum upp á að bjóða. Þetta
er mjög góður kostur," sagði
Haraldur. Auk hefðbundinnar
kennslu eru einnig fyrirhuguð
námskeið í rafmagnsgítar og
rafbassaleik, í samvinnu við
Nýja Gítarskólann, námskeið í
dægurlagasöng í samvinnu við
Tónskóla Eddu Borg og auð-
vitað námskeið í hinum sí-
vinsælu vinnukonugripum.
Möguleiki er einnig á námskeiði
í tölvutónlist, en það er þó ekki
ákveðið.
Kennsla hefst samkvæmt
stundarskrá næstkomandi mánu-
dag, 14. september.
N Læknafulltrúi
50% staða læknafulltrúa við Heilsu-
gæslustöð Suðurnesja, Sandgerði er laus til
umsóknar nú þegar. Upplýsingar um starfið
veitir framkvæmdastjóri í síma 14000.
Umsóknum sé skilað til undirritaðs eigi
síðaren 21. sept. 1992.
Framkvæmdastjóri.
VASAREIKNIVELAR
í miklu úrvali
Sókabúi Keifaúíkur
-DAGLEGA í LEIÐINNI- "
Atvinna
Oskum eftir starfsfólki til saltfiskvinnslu.
Upplýsingar gefur verkstjóri á staðnum.
Norðurveiðar hf.
Brekkustíg 22 (Stafneshúsið)
Njarðvík
staðfestur þegar báturinn sást
hvergi í nágrenni við Eldey.
Síðar kom í ljós að umræddur
bátur var alll annars staðar og
hafði aldrei beðið um hjálp.
Þama fóru því fimm menn í
fjögurra tíma siglingu til
einskis. Kostnaður við útkall
sem þetta getur numið allt að kr.
200.000 og því um dýrt spaug
að ræða. Björgunarsveitin hefur
kært verknaðinn og nú er unnið
að því að rekja þennan leið-
indagrikk. Þeir hjá Þorbirni
segjast hafa verið kallaðir út í
gabbútköll áður, en það hafi
aldrei gengið svona langt fyrren
nú. Þeir eru búnir að fá sig
fullsadda af svona gríni og ætla
sér að taka mjög hart á slíkum
málum í framtíðinni.
HAUSTFERÐIR
Beint leiguflug til Newcastle. Hreint frábærar haust-
ferðir á verði sem þú getur ekki hafnað.
ALÍS
FERÐASKRIFSTOFA
4 daga ferðir, verð frá 22.900,-0
5 daga ferðir, verð frá 24.900,-0
8 daga ferðir, verð frá 32.400,-0
Innifaliö flug, gisting, morgunveröur, flutningur
til og frá flugvelli og íslenskur fararstjóri.
J Staögreiösla er miöuð viö tvo í herbergi.
Flugvallarskattur og forfallagjöld ekki innifalin.
Umboð í Keflavík
ÐALSTOÐIN
Sími 11518