Morgunblaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015 Reynsluakstur Njáll Gunn- laugsson reynsluekur Mitsubishi Out- lander PHEV. Hann er ánægð- ur með verð og eyðslu og einn- ig þykir bíllinn afar hljóðlátur Alpine margmiðlunartæki með leiðsögukerfi fyrir þá sem víða rata Jólagjöf ferðalangsins Reykjavík - Raufarhöfn - Róm Síðumúla 19 • Sími 581 1118 • nesradio.is B reska bílaritið Autoexpress hefur tekið saman lista yfir öruggustu bílana sem fáanlegir eru nú til dags. Brúkaði blaðið niðurstöður árekstraprófana Euro NCAP til að draga upp listann. Segir það engan vafa leika á því að öryggi bíla hefur aukist undanfarin ár. Síð- asta áratuginn hafi nýjungar orðið gríðarlegar og hámark þeirra sé að sumir bílar geti nú tekið fram fyrir hendurnar á ökumanninum í neyð til að víkja honum og bílnum undan slysi. Fimm stjörnu gæðavottun Sérfræðingar Euro NCAP úthluta bílum stjörnum, að há- marki fimm, að loknum ströngum prófunum. Eru þau til stöðugrar þróunar og endurskoðunar og eru prófin í ár sögð enn strangari en fyrr og því erfiðara að hljóta fullt hús stjarna en nokkru sinni fyrr. Ávinningurinn af því að hreppa fimm stjörnur er mikill, hér þykir vera um að ræða gæðavottun bíls og slök út- koma gæti hamlað sölu. Í prófinu er líkt eftir árekstri á misjafnlega miklum hraða við mismunandi hindranir, beint framan á bílinn eða á hlið hans. Í bílunum eru fullkomnar tilraunadúkkur alsettar skynjurum og eru í hlutverki far- þega, fullorðinna, barna og kornabarna. Með skynjurunum geta tæknimenn reiknað út hver áhrifin hefðu orðið á raunverulegt fólk. Þegar öryggi gangandi vegfarenda er mælt er bílunum ekið á annars konar tilraunabrúður. Á grundvelli mælinga er reiknað út hversu mikið eða lítið öryggi gangandi veg- farenda er; hversu alvarleg slys gæti hugsanlega orðið. Loks er tekið tillit til öryggis- og hjálparbúnaðar bíls við ákvörðun stjörnugjafar hans. Bestur þótt þriggja ára sé Á prófum Euro NCAP eru bílar flokkaðir í marga flokka, allt frá litlum borgarbílum upp í stóra fjölnotabíla og jafn- vel sendibíla. Samkvæmt útreikningum Autoexpress er Volvo V40 – meira að segja þremur árum eftir að hann kom fyrst á götuna – öruggasti fáanlegi bíllinn í Bretlandi í dag. Er hann sá eini sem fengið hefur að meðaltali yfir 90% einkunn í öllum þáttum prófs Euro NCAP. Efstir í hinum ýmsu flokkum urðu sem hér segir: 1. Öruggasti minnsti fjölskyldubíllinn: Volvo 40 2. Öruggasti smájeppinn: Vauxhall Mokka 3. Öruggasti forstjórabíllinn: BMW 5 serían 4. Öruggasti stóri fjölskyldubíllinn: BMW 3 serían 5. Öruggasti litli fjölnotabíllinn: VW Touran/Ford S-Max jafnir 6. Öruggasti stóri fjölnotabíllinn: Ford Galaxy 7. Öruggasti stóri jeppinn: Volvo XC90 8. Öruggasti smábíllinn: Renault Clio 9. Öruggasti sendibíllinn: Ford Transit Custom Öruggastur í flokki borgarbíla var Toyota iQ, en Volkswa- gen up!, SEAT Mii og Skoda Citigo hlutu nánast sömu ein- kunn og fengu raunar hærri einkunn hvað varðar öryggi barna en iQ. agas@mbl.is Enginn stenst Volvo snúning hvað öryggið varðar Volvo V40 öruggastur Volvo V40 er enn öruggasti bíllinn þótt þriggja ára sé. BÍLAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.