Morgunblaðið - 22.12.2015, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.12.2015, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015 2 BÍLAR S tórborgir heimsins hafa upp á margt að bjóða: söfn full af ómetanlegum listgripum, leikhús og óperur, óviðjafnanlega veitinga- staði og verslunargötur þar sem má klára kortaheimildina í einum hvelli. En bílaáhugamenn sjá ann- an stóran kost við að ferðast: úti í heimi er oft hægt að finna fallega bíla, og það jafnvel án þess að borga sig inn á safn. Í sumum borgum má finna drossíur í löngum röðum og aldrei að vita hvenær handan við næsta horn kemur í ljós enn eitt augnakon- fektið úr áli, stáli og koltrefjum. Stórborgirnar eru ekki allar jafn spennandi að þessu leyti. Margur hefði t.d. haldið að í lífskúnst- neraborginni París, eða fjármála- höfuðborginni New York væru Ferraríar og Rollsar við hvert fót- mál. En svo er aldeilis ekki og ástæðurnar mögulega að á Man- hattan er varla pláss fyrir einka- bíla, og að í París hafa þeir það fyr- ir sið að nudda sér og mjaka inn í stæðin svo að dýrt væri að halda milljón dollara kagganum í horf- inu. Hvert á þá að setja stefnuna? Hér að neðan er listi yfir nokkrar borgir þar sem einstaklega fallegir bílar eru hluti af landslaginu: Miami Beach Það var ekki að ástæðulausu að leynilöggan Sonny Crockett ók um á Ferrari í sjónvarpsþáttunum Miami Vice. Hann hefði stungið of mikið í stúf á venjulegum bíl. Í Miami býr ríka, fræga og fallega fólkið og allir taka stefnuna á Miami Beach á flottu bílunum sín- um. Miami Beach er lítil ræma úti fyrir ströndum sjálfrar Miami- borgar. Þar standa stór hótelin hlið við hlið eftir ströndinni, og léttklætt, sólbakað fólk spókar sig á hvítum sandinum. Ekki er mikið pláss fyrir bíla á eyjunni og dýrt að leggja ef tekst yfir höfuð að finna laust stæði. En samt virðist ein- hvernveginn alltaf pláss á besta stað fyrir ofursportbíla. Er best að taka stenuna á Ocean Drive, í Art-Dekó-hverfinu. Kaffihús, veitingastaðir og veit- ingahús fylla þessa strandgötu og þangað kemur aðallið bæjarins til að sýna sig og sjá aðra. Er leitun að þeim stað þar sem finna má fleiri Rolls-Royce dreka og Ferrari- bombur á hvern ferkílómetra og oftar en ekki að bak við stýrið sit- ur einhver rapphetjan. Það sem setur punktinn fyir i-ið eru allir klassísku amerísku bílarn- ir sem oft búið er að „pimpa“ og dekra við, eins og rapparanna er von og vísa, og eiga engan sinn líka í öllum heiminum. London, og þá sér í lagi Knightsbridge Menn þurfa að vera sterkefnaðir til að búa í London, enda leigan dýr. Og ef fólk er efnað á annað borð, þá hefur það efni á að eiga fínan bíl. Enda er það svo, þegar gengið er um fínni hverfi borgar- innar, að þar er hægt að finna Bentley og Aston Martin nánast í öðru hverju stæði. Bílarnir verða að vera úti á götu enda húsin byggð fyrir þann tíma að gert væri ráð fyrir bílskúr með hverri íbúð. Bílaæðið nær hámarki í Knightsbridge, og þá alveg sér- staklega í næsta nágrenni Har- rods-verslunarinnar. Umhverfis verslunina hringast hver drauma- bílinn á fætur öðrum, og bíður eft- ir því að eigandinn komi út úr búð- inni klyfjaður innkaupapokum. Er margt leiðinlegra en að spássera um hverfið og sjá þau undur á fjór- um hjólum sem ber fyrir augu. Þá margir eðal-framleiðendur eru með sýningarsali í Knights- bridge: Ferrari-búð er stutt frá Hyde Park Corner-neðanjarð- arlestarstöðinni, McLaren er á móti útganginum á Knightsbridge stöðinni, og Lamborghini-búðin hjá South Kensington-stöðinni, þeirri sem er næst stóru söfnun- um. Handan við hornið hjá Lam- borghini er sparibílaumboðið HR Owen með notuðu bílana til sýnis og m.a. úrval af Maserati. Annar bílabúðakjarni er í Mayfa- ir hverfinu, umhverfis Berkeley Square. Þar eru Bentley, Rolls- Royce og Porsche með sína sali. Mónakó Litla furstadæmið á Frönsku ri- víerunni er í algjörum sérklassa. Þangað flykkjast milljarðamær- ingarnir til að fá skjól frá ok- ursköttum annarra landa, og allir virðast þeir ekki getað skotist út í búð eftir potti af mjólk á bíl sem kostar minna en ævilaun verka- manns. Exótískir ofursportbílar eru hvert sem litið er og sama má segja um íburðarmikla lúxusbíla sem þættu hér um bil of góðir fyrir kóngafólk. Hitt þykir líka mjög sérstakt, að margir bílarnir í bænum eru svo fágætir og dýrir að þeir ættu helst að vera á safni undir glerkúpli. Í ferðahandbókunum er fólki sagt að kíkja á höllina sem gnæfir yfir byggðinni, heimsækja spilavít- ið eða sjóminjasafnið, en bílaunn- endur ættu að reyna að finna inn- ganginn að næsta bílastæðahúsi. Undir byggðinni er nefnilega hálf- gert hellakerfi neðanjarðar bíla- stæðahúsa og þar stilla glæsikerr- urnar sér upp eins og ef bílasýningu hefði verið troðið í sardínudós. ai@mbl.is Áfangastaðir fyrir bílaunnendur Ljósmynd / Flickr – Phillip Pessar (CC) Korvetta, árgerð 1968 gleður vegfarendur á Miami Beach. Þar blómstrar ást Bandaríkjamanna á fallegum bílum. Ljósmynd / Wikipedia – Ramón (CC) Forláta Lamborghini Murcielago fyrir framan verslun Harrods í London. Búðin verkar eins og segulstál á sterkefnað fólk á eftirsóttum bílum. Allt um kring eru áhugaverðar bílabúðir. Ljósmynd / Flickr – CarSpotter (CC) Lögregluþjónar hafa afskipti af ökumanni Porsche á götum Mónakó. Jafnvel á skrilljón króna sportbíl þurfa menn að fylgja umferðarlögunum í agnarsmáa furstadæminu. Þar sem flottir bílar eru hluti af landslaginu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.