Morgunblaðið - 22.12.2015, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.12.2015, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015 4 BÍLAR M itsubishi hefur átt betri daga á bílamarkaði heldur en á síðustu árum. Meðan fyr- irtækið var undir verndarvæng stóru Mitsubishi-samstæðunnar og með aðgang að djúpum vösum hennar lék allt í lyndi. Svo var þessi þáttur aðskilinn og bíla- framleiðsluhlutanum gert að standa á eigin fótum. Eins og í öðru uppeldi gekk það brösulega til að byrja með en hefur svo gert merkinu gott og nú koma áhuga- verðir bílar aftur frá þessum fyrr- verandi risa. Einn þeirra er Out- lander PHEV-tvíorkubíllinn sem núna hefur fengið andlitslyftingu til hins betra. Sneggri upp en áður Fyrsti Outlander PHEV-bíllinn kom á markað snemma árs 2014 og hefur hann selst mjög vel, ekki síst fyrir þá staðreynd að hann var verðlagður á svipuðum nótum og dísilútgáfa Outlander. Gamli bíll- inn þótti frekar óspennandi í útliti en Mitsubishi hefur bætt úr því með þessari andlitslyftingu. Kom- inn er nýr framendi með díóðu- ljósum og meira krómi sem og ný afturljós. Nýi bíllinn notar sömu tveggja lítra bensínvélina og áður, sem og sömu rafmótora en CO2 útblástur hefur minnkað úr 44 g/ km í 42 g/km og þar af leiðandi hefur eyðslan minnkað enn frekar. Það sem gerir PHEV-bílinn svona sniðugan kost er að þeir 52 km sem að hann kemst á hleðslunni dugar jafnvel mörgum í daglegum akstri til og frá vinnu. Við fengum bílinn til prófunar í talsverðu frosti, allt að 10 stigum og hleðsl- an dugði ekki lengi í þeim bruna- gaddi. Sem betur fer er hann fljót- ur að hlaða smávegis rafmagni inn á rafhlöðuna þegar bensín- er að komast að honum en nær hefði verið að hafa hann vinstra megin. Ódýrari kostur Outlander PHEV fær talsvert meiri búnað en áður og má í því dæmi benda á bakkmyndavél og upphitað stýri. Verðið hefur því hækkað örlítið eins og búast mátti við en alls ekki of mikið. Einn helsti kosturinn við bílinn er að verðinu er stillt í hóf ólíkt því sem gerist annars staðar, þar sem kúnninn þarf að borga meira fyrir vélin er í gangi svo að jafnvel í inn- anbæjarakstri nær hann að taka af stað á rafmagni eingöngu ef hann er ekki botnaður. Þannig nær hann að spara umtalsvert eldsneyti jafnvel þótt rafhlaðan sé næstum tóm. Með því að breyta og uppfæra svo hugbúnað bílsins er hann nú sneggri af stað en hann er heilum tveimur sekúnd- um fljótari upp í 40 km hraða. Eins og áður er bíllinn rúmgóður og sér í lagi fyrir farþega sína. Gott fótapláss er í aftursætum en öryggisbelti fyrir miðjufarþega er frekar flókið með tveimur fest- ingum svo það er ekki á barna meðfæri. Farangursrými gæti ver- ið betra en taka þarf tillit til þess að rafhlaðan er undir því svo það tekur frá dýptinni, en á móti kem- ur að lengd þess er vel viðunandi. Mun hljóðlátari En hvernig er svo að aka nýju útgáfunni? Mörgum blaðamönn- um þótti bensínvélin í grófari kantinum sem og fjöðrun hans og einmitt þess vegna hefur Mitsub- ishi unnið í þeim þáttum sér- staklega og reynt að bæta úr þeim. Fjöðrunin hefur fengið yf- irhalningu þannig að hún skilar ekki eins miklu veghljóði upp í ká- etuna. Bíllinn er samt sem áður frekar laus á fjöðrun og á það til að missa fljótt grip á afturhjólum þegar fer að reyna á hann á laus- ara undirlagi. Búið er að vinna í að hljóðeinangra bílinn betur með þykkara gleri og meiri hljóðein- angrun og hefur það tekist vel. Einnig var loftflæðið endurbætt kringum hliðarspegla og settir þéttari dyrakantar. Í fyrri gerð PHEV fannst undirrituðum skipt- ing á milli rafmótora og bensín- vélar aðeins hikandi en í þessum bíl er hún algjörlega hnökralaus. Eins veitir hann meira viðbragð í stýri sem gefur ökumanni meiri tilfinningu fyrir akstrinum. Ókost- ur tvíorkubíla eins og Outlander PHEV er að þeir eru með stiglausa sjálfskiptingu sem er ekki skemmtilegur búnaður þegar reynt er á bensínvélina. Annar ókostur við skiptinguna er hversu næm hún er og þegar reynt er að setja hann í hlutlausan þarf að beita mikilli nákvæmni til að lenda ekki í bakk eða áframgír. Loks er takkinn fyrir stöðustillingu fyrir framan gírstöngina svo að erfitt Njáll Gunnlaugsson reynsluekur Mitsubishi Outlander PHEV Mesta breytingin eftir andlitslyftingu er á framenda bílsins sem er mun ásjálegri með endurformuðum ljósum og stuðara og meira krómi. Ennþá sér á parti Farangursrými nær nokkuð langt inn í bílinn en gólfið er frekar hátt vegna rafhlöðunnar undir því. Nýjar og endurformaðar 18 tomma heilspeyptar álfelgur setja mun meiri svip á bílinn. Kostir: Hljóðlátur, eyðsla, verð Gallar: Farangursrými, sjálfskipting

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.