Víkurfréttir - 08.10.1992, Blaðsíða 7
7
9 Básinn er nú allt annar yfir að líta.
Básinn, Keflavík:
Þetta er
vel hægt
- fiskverkunarhús skreytt meö
blómapottum og skrauti
Einn af smánarblettum
Keflavíkur í gegnum árin hefur
verið sá bæjarhluti sem nefndur
er Básinn, þ.e. umhverfi Bás-
vegar, sökum þess hve húsin
hafa sum hver verið óhrjáleg og
mikið drasl verið þar utandyra.
Nú hefur sannarlega orðið
breyting þar á.
Nú er gatan orðin fyrirmynd
margra, þar sem atvinnurekstur
og þá sér í lagi fiskvinnsla er
stunduð. Hús hafa verið snyrt og
umhverfið líka. Þama má sjá
fiskverkunarhús með blóma-
pottum og skrauti svo eitthvað
sé nefnt, allt til hinnar mestu
prýði.
9 Hér hjá Hákoni og Hilmari hangir hlómapottur utan á húsinu auk
þess sem gamalt stýrisraft hefur verið sett upp tii skrauts.
Ljósm.: epj.
Njarðvík:
Hávaðamengun
frá herþotum
Að undanförnu hefur borið
óeðlilega mikið á hávaða-
mengun frá herþotum snentma
morguns yfir Hlíðarvegi í
Njarðvík. Eru dærni um að böm
hafi orðið óróleg af þessum
sökum. Vegna þessa hafði
blaðið santband við Magnús
Guðjónsson, heilbrigðisfulltrúa
Suðumesja og Asgeir Ein-
arsson, varaflugvallarstjóra.
Sagði Magnús að Heil-
brigðiseftirlitið hefði óskað eftir
reglubundnum hávaðamæl-
ingum, en Vamarmálaskrif-
stofan hefði hafnað erindinu
eftir að flugvallarstjóri hefði
talið að kvartanir væru of fáartil
að hægt væri að staðsetja mæl-
ingatæki hér syðra.
Asgeir sagði að kvartanir sem
þessar væru árlegar og trúlega
yrði þetta alltaf viðvarandi
vandamál, þar sem sá sem
stjómar þotu hverju sinni brýtur
þær reglur sem settar hafa verið
upp. „Við höfum gert allt sem
við getum til að afstýra brotum
sem þessum, en erfitt hefur verið
að ráða við vélamar eftir að þær
eru komnar á loft," sagði Asgeir.
Ekki náðist í blaðafulltrúa
Vamarliðsins til að fá skýringu
á því hvers vegna flugmenn á
orustuþotum Vamarliðsins haga
sér með þessum hætti.
Kaffihús M-hátíöar:
Koma þrjár úr
Þrengslunum?
Kaffihús M-hátíðar verður á
sínum stað að venju næst-
komandi sunnudagskvöld.
Guðmundur Olafsson mun
syngja einsöng við undirleik
Einars Arnar Einarssonar.
Heyrst hefur að þrjár úr
Þrengslunum muni reyna að
hafa mjaltir í fyrra fallinu, til að
þær nái að komast hingað til
Keflavíkur og skemmta oss með
söng og hljóðfæraslætti, að
sjálfsögðu ef færðin og Guð
lofa.
Sigmar Vilhelmsson, mynd-
listamaður og garðhhönnuður.
sem hefur einnig það vanda-
sama hlutverk að leiða unga
Keflvíkinga inn á brautir
myndlistarfræðslunnar sýnir
verk sín á hinum kunnuglegu
Glóðarveggjum. Ef stemmingin
leyfir verður lesið upp kvæði
mikið eftir Bólu-Hjálmar.
Organistamir Siguróli Geirs-
son og Einar Öm Einarsson
munu sjá um að kaffi-
húsatónlistin verði á sínum stað
og jafnvel slæst þriðji org-
anistinn Gróa Hreinsdóttir í
hópinn og verður allt annað en
sálmasöngur þar á ferðinni.
Við hvetjum alla til að mæta.
Nefndin.
Leikfélag Keflavíkur:
Hjónabönd
frumsýnd
Leikfélag Keflavíkur frum-
sýnir leikritið „Hjónabönd" eftir
Huldu Ólafsdóttur í Félagsbfói
16. október nk. Æfingar hafa
staðið yfir síðan í byrjun sept-
ember, en alls taka 13 leikarar
þátt í uppsetningu verksins.
Höfundurinn Hulda Ólafs-
dóttir er einnig leikstjóri verks-
ins.
Yíkurfréttir
8. október 1992
sssssssssssssssssssssssssssss*
Ódýr haustferð
um helgina í
EDENBORG
KRÁARKVÖLD fimmtudag, föstudag
og sunnudag. FRÍTT INN -
ÓDÝRASTA ÖLIÐ OG MESTA FJÖRIÐ.
LAUGARDAGSKVOLD
Sniglabandið og Rut Reg-
inalds halda uppi alvöru
stemmningu á laug-
ardagskvöldið fram eftir
morgni. Rut tekur lagið
eins og henni er einni lagið
og lagið sem hún tekur meðal annars
er....
PIZZUTILBOÐ
fimmtudag, föstudag,
laugardag
og sunnudag.
Pizza kr. 600.
Pizza og bjór kr. 850.
BARDS
Hin heimsfræga,
írska
þjóðlagahljómsveit
BARDS verður í
Edenborg
föstudaginn 16. okt.
Missið ekki af þessu
einstæða tækifæri.
Síðast var uppselt!
sími 12000
Velur þú Suðurnesjavöru
íþína innkaupakörfu?
Röm
B AR • RESTAUR ANT- CAFFÉ
Hafnargötu 19a - Simi 14611
Efri hæð □ Neöri hæb