Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.10.1992, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 08.10.1992, Blaðsíða 13
13 Þroskahjálp á Suðurnesjum 15 ára á laugardag: daginn Liðin eru 15 ár nú á laug- ardag frá því að félagið Þroskahjálp á Suðurnesjum var stofnað. Af því tilefni verður haldin fjölskylduhátíð á af- mælisdaginn í Félagsbíói. Hefst dagskráin kl. 14:30. Á dagskrá verða tveir leik- þættir PERLUNNAR, sem er leikhópur þroskaheftra og eru þær sýningar styrktar af M- hátíð. Arnar Vilhjálmsson úr Njarðvík syngur einsöng með kór og hljómsveit Ragnarssels spilar. Einnig verða á hátíðinni af- lient gullmerki félagsins til heiðursfélaga, en þeir eru: Einar Guðberg og Guðný Sigurðardóttir; Reynir Ei- ríksson og Kristín Her- mannsdóttir; Ingiþór Geirsson og Laufey Jóhannesdóttir; Hallur Guðmundsson og Karlotta Sigurbjörnsdóttir; Ás- geir Ingimundarson og Sig- ríður Guðbergsdóttir; Sigurður Ingvarsson og Kristín Guð- mundsdóttir. Þessir fyrstu heiðursfélagar ÞS, voru frumkvöðlar að stofn- un félagsins árið 1977, en þau Ragnarssel, hús ÞS að Suðurvöllum 3 í Keflavík höfðu þá haft samstarf um akstur fatlaðra barna sinna til þjónustu á höfuðborgarsvæð- inu frá árinu 1975. Auk þeirra verða tveir aðrir heiðraðir, en þau áttu sæti í fyrstu stjórn fé- lagsins og hafa starfað með fé- laginu síðan. Þau eru þau: Sigríður Eyjólfsdóttir og Sæmundur Pétursson. Miklar breytingar hafa orðið á högum barna frá stofnun fé- lagsins og er það m.a. að þakka frumkvöðlum sem unnu ómælda sjálfboðavinnu til að koma upp aðstöðu í heima- byggð. Afmæliskaffi verður í Iðn- sveinafélagshúsinu í Keflavík, að lokinni skemmtuninni og eru allir velkomnir. Þar verða til sýnis verk Önnu Borg Walt- ersdóttur. sem er einhverf listakona úr Garðinum. í tilefni af afmælinu verða til sölu sér- stakir afmælisfánar félagsins. Sl. laugardag 3. okt. gáfu Kiwanismenn og nokkrir mál- arar vinnu sína við að mála húsnæði félagsins við Suð- urvelli og færa það í af- mælisbúning. Eru þeim færðar bestu þakkir svo og öllum sem styrkt hafa félagið í gegnum árin með einum eða öðrum liætti. Úrdráttur úr sögu fé- lagsins er í vinnslu og er reikn- að með að gefa hann út í riti á afmælisárinu, þar sem lýst er aðdragandanum að stofnun fé- lagsins og þeirri uppbyggingu sem átti sér stað fyrstu árin. Sunnudaginn 11. okt. verður svo Opið hús bæði í Ragn- arsseli, Suðurvöllum 7-9, Keflavík og í Lyngseli í Sand- gerði og eru allir sem áhuga hafa hvattir til að kynna sér starfsemi Þ.S. Irrnri- og Ytri-Njarðvíkursókn: Fjölbreytt vetrarstarf Þegar lífið fer aftur að taka á sig sinn venjulega búning eftir eril sumarsins fer vetrarstarfið í söfnuðum landsins að hefjast. I Njarðvíkurprestakalli verður starfið með fjölbreyttum hætti og reynt verður að höfða til fólks á öllum aldri. Hið liefð- bundna guðsþjónustuhald í kirkjunum á sunnudögum verður hinn fasti miðpunktur. Vetrarstarfið hefst formlega sunnudaginn 11. október. Þá verða barnasanikomur í Innri-Njarðvíkursöfnuði kl. 10:30 og í Ytri-Njarð- víkursöfnuði kl. 11:15. Þannig mun barnastarfið á sunnu- dögum vera t' vetur. Foreldrar, afar og ömmur eru hvött til að koma með börnunum og taka þátt í þeirra starfi. Guðs- þjónustur verða venjulega kl. 14 en einnig á öðrum tímum. Til að guðsþjónustan og boð- skapur hennar nái til sem flestra verður kontið með nýjungar eins og léttari tónlist. Sunnudagurinn 11. októ- ber veröur messa þ.e. guðs- þjónusta og altarisganga í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 14. Kaffisopi á eftir. „Krakkastarfið" hefst mánudaginn 12. október kl. 17 og verður þá boðið uppá sér- stakt starf fyrir krakka á aldr- inum 10-12 ára. Þetta starf mun fara fram í Ytri-Njarðvík- urkirkju. Æskulýðsstarnð verður í safnaðarheimili Innri-Njarð- víkurkirkju á þriðjudags- kvöldum kl. 20.45 og mun verða boðiö upp á bílferð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju. Starfið er ætlað öllum unglingum. Foreldramorgnar verða á þriðjudögum kl. 10 í Ytri- Njarðvíkurkirkju og á fimmtu- dögum kl. 10 í safnaðarheimili Innri-Njarðvíkurkirkju. For- eldrar eru hvattir til að mæta með böm sín og þiggja kafft og djús. Einnig verður, þegar fram líða stundir, boðið uppá erindi fyrir uppalendur. Samvera aldraðra verður annað hvert fimnitudagskvöld kl. 20 í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Að venju verður spiluð vist og endað með bænasamveru. Ýmsar góðar veitingar verða eins og verið hefur. Fyrsta samvera var 1. október og sú næsta 15. október. Kirkjukór Ytri-Njarðvík- urkirkju verður í vetur undir stjórn Steinars Guðmundssonar er sinnir störfum í ársleyfi Gróu Hreinsdóttur. Margt verður á döftnni utan þess að syngja við helgistundir í kirkjunni. Kórinn mun taka þátt í kóramóti Kjal- arnessprófastsdæmis sem hald- ið verður í Vestmannaeyjum í lok febrúar. Einnig er á döfinni að fá raddþjálfun fyrir kór- félaga. Nýtt söngfólk er ávallt velkomið í kórinn. Þeir sem áhuga hafa á að gerast félagar geta snúið sér til Steinars í síma 14659 og Kristínar í síma 14069. Kóræfingar verða eins og undanfarin ár á þriðju- dagskvöldum kl. 20:30. Barnakór hefur verið starf- andi við Ytri-Njarðvíkurkirkju og mun sem fyrr syngja við hinar ýmsu athafnir á aðventu, jólum og páskum. Ýmislegt annað verður og gjört. Æfingar hjá kórnum verða tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 16:30. Kirkjukór Innri-Njarðvík- urkirkju mun eins og áður syngja við guðsþjónustur og messur í kirkjunni. I vetur mun kórinn halda aðventutónleika og taka þátt í kirkjukóramóti sem haldið verður í Vest- mannaeyjum í lok febrúar. Á- ætlað er að fá raddþjálfun fyrir kórfélaga. Nýir félagar eru ávallt velkomnir og nánari upplýsingar um kórstarfið veita Steinar í síma 14659 og Sig- ríður í síma 16085. Kórinn æftr einu sinni í viku á mið- vikudögum kl. 20:30 í safn- aðarheimili Innri-Njarðvíkur- kirkju. Annað en hér að ofan er getið og boðið verður uppá í starf- semi safnaðanna mun verða auglýst jafnharðan. Viðtalstímar sóknarprests eru í Ytri-Njarðvíkurkirkju mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 11-12 og miðvikudaga frá 18-19. Einnig eftir samkomulagi. Heimasími sóknarprests er 15015. Baldur Rafn Sigurðsson, sóknarprestur. Vikurfréttir 8. október 1992 Flatfiskflakari óskast Fiskverkun óskar aö ráöa flatfiskflakara til starfa nú þegar. Nöfn leggist inn á skrifstofu Víkurfrétta sem allra fyrst. Keflavíkurbær Tæknideild Verk- eða tæknifræðingur Keflavíkurbær óskar eftir aö ráöa verk- eöa tæknifræöing til starfa á tæknideild. í starfinu felst m.a. skipulagning og umsjón meö ýmsum verklegum fræmkvæmdum. Skilyrði er aö viökomandi sé búsettur í Keflavík. Umsóknum er greini aldur menntun og fyrri störf sé skilað á skrifstofu bæjarverk- fræöings, Tjarnargötu 12, fyrir föstudaginn 23. okt. 1992. Nánari upplýsingar veitir bæjarverkfræö- ingur í síma 92-16700. Bæjarverkfræðingur GÓÐIR SUÐURNESJAMENN Munum - að með því að gera innkaupin á heimaslóðum tryggjum við atvinnu á svæðinu. HITAVEITA SUÐURNESJA ORÐSENDING til húsbyggjenda frá Hitaveitu Suöurnesja Þeir húsbyggjendur, sem vilja fá hús sín tengd hitaveitu eöa rafveitu í haust og vetur, þurfa aö sækja um tengingu sem fyrst, og eigi síöar en 15. október n.k. Hús veröa ekki tengd, nema þeim hafi veriö lokaö áfullnægjandi hátt, gólfplata steypt viö inntaksstað og lóö jöfnuö í skurðstæðinu. Meö umsókninni skal fylgja afstöðumynd. Sé frost í jöröu, þarf húseigandi aö greiöa aukakostnaö, sem af því leiðir aö leggja heimæðar viö slíkar aöstæöur. Hitaveita Suðurnesja

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.