Morgunblaðið - 26.02.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.02.2016, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2016 Sjávarlykt tekur á móti sýn-ingargestum er þeir komaupp á efri hæð ListasafnsASÍ á sýninguna Keep Fro- zen, 4. hluti eftir Huldu Rós Guðna- dóttur. Sýningin hverfist um hafn- arlíf: á gólfi liggur stærðarinnar net; í myndskeiði sjást löndunarmenn ferja níðþungt netið yfir í sýning- arsalinn. Í öðru myndskeiði spókar sig kjólklædd vera með stórt lunda- höfuð á hafnarsvæðinu, hún hand- fjatlar m.a. málmhluti og virðir fyrir sér skipsskrokk. Á vegg má lesa til- vitnun í Fish Story eftir Allan Se- kula og líkan af skipi, togara sem virðist úr gulli, stendur á stöpli þar hjá. Á veggjum hanga málverk gerð með skipalakki á málm en þau munu hafa verið gerð af verkamanni í Slippnum sem einnig er listmálari. Slétt og stíliserað gullskipið, fáguð skipamálverkin og gróft netið, sem greinilega hefur velkst um í hafinu í nokkurn tíma, mynda andstæður og veita sýningunni blæbrigðaríka áferð. Yfir fagmannlega unnu víd- eóverkinu með lundanum er ljóð- rænn blær og í heild býr í sýning- unni áhugavert fagurfræðilegt sjónarhorn á veruleika hafnarinnar. Í sýningunni eru einnig fólgnir frásagnarkenndir þættir er tengjast listrænni samfélagsrannsókn lista- mannsins. Þar má sjá endurspeglast áhrif frá Fish Story og öðrum verk- um Sekula, m.a. hvað varðar list- ræna skrásetningu hversdagsins og gagnrýnið viðhorf til hins kapítal- íska efnahagskerfis. Í sýningartexta kemur fram að sýningin feli í sér hugleiðingar um „listamanninn sem verkamann og verkamanninn sem listamann“. Huldu er einnig hug- leikið aldarafmæli Alþýðusambands Íslands – sem Listasafn ASÍ er kennt við. Safnið varð til með lista- verkastofngjöf Ragnars í Smára árið 1961 í þeim tilgangi að alþýðan fengi notið listarinnar. Sýningu Huldu mætti í sjálfu sér skoða sem framlag til hafnar- og bæjarlífsmálverka sem safnið varðveitir en slík verk end- urspegla ólík tímabil í innlendri þjóðfélagsþróun (og listasögu). Gull- togari Hulda Rósar kann að búa yfir táknrænni merkingu sem tengist undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar og gagnrýnu viðhorfi til aukinnar gróðahyggju á kostnað samfélags- hugsunar. Hulda beinir í þessu sam- hengi athyglinni að störfum verka- mannsins og að grunngildum í verðmætamati. Ekki er með öllu glöggt hvert Hulda Rós er að fara með sýning- unni. Freistandi kann að vera að túlka skipið sem táknmynd fyrir þjóðarskútuna svokölluðu. Á hinn bóginn getur netið verið til merkis um gullið sem þjóðin sækir í greipar ægis, en hér er raunar landað tómu neti á meðan togarinn sjálfur er úr gulli. Morgunblaðið/Árni Sæberg Táknmyndir „Sýningin hverfist um hafnarlíf: á gólfi liggur stærðarinnar net; í myndskeiði sjást löndunarmenn ferja níðþungt netið yfir í sýningarsalinn,“ skrifar rýnir en bætir við að ekki sé með öllu ljóst hvert listakonan er að fara. Gullskútan Listasafn ASÍ, Freyjugötu Keep Frozen, 4. hluti – Hulda Rós Guðnadóttir bbbnn Til 28. feb. 2016. Opið þri.-su. kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. ANNA JÓA MYNDLIST „Píanó, klarínett og selló er mín uppáhalds-kammersamsetning, því hljóðfærin blandast svo vel og allir fá að vera sólistar. Allir fá að njóta sín,“ segir Ármann Helgason klarín- ettuleikari sem ásamt Aladár Rácz píanóleikara og Gunnhildi Höllu Guðmundsdóttur sellóleikara leikur á þriðju tónleikum vetrarins í tón- leikaröðinni Hljóðön, sem haldnir verða í Hafnarborg sunnudags- kvöldið 28. febrúar kl. 20. „Við höfum leikið saman einu sinni áður, en það var fyrir tveimur árum þegar við lékum á kammertón- leikum hjá Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands í Hofi og líka fyrir sunnan. Þá lékum við klassískari efnisskrá, en erum nú komin í nýrri verkin,“ segir Ármann, en samkvæmt upp- lýsingum frá Hafnarborg er Hljóðön tónleikaröð tileinkuð tónlist 20. og 21. aldar þar sem einstök hug- myndaauðgi og listræn glíma tón- skálda leiða áheyrendur inn á áður ókunnar slóðir. Með flottari efnisskrá Yfirskrift tónleikanna á sunnudag er „Þema án tilbrigða“ sem vísar í samnefnt verk eftir Þorkel Sigur- björnsson sem flutt verður á tónleik- unum. „Verk Þorkels varð kveikjan að efnisskránni í nóvember sl. Við reyndum að velja verk sem kölluðust á við verk Þorkels þó þau komi langa vegu að, eins og japanska verkið eft- ir Toshio Hosokawa, sem líkt og verk Þorkels er mikið stemnings- verk. Stærsta verkið á efnisskránni er eftir danska tónskáldið Per Nør- gaard og nefnist Spell sem þýða mætti sem seið eða álög. Það verk fer í gegnum allt litróf tónlistar- innar. Hann leyfir hljóðfæraleik- urunum að ráða töluvert miklu um framvindu verksins. Flutningur verksins getur tekið allt frá 15 upp í 20 mínútur eftir því hvernig fram- vindan er. Við erum alveg heilluð af þessu verki. Tónleikunum lýkur svo á aðeins hefðbundnara verki eftir bandaríska tónskáldið Robert Muc- zynski þar sem greina má nokkur djassáhrif. Þetta er mjög flott verk sem aldrei hefur verið flutt hér- lendis áður,“ segir Ármann og tekur fram að tónleikarnir séu um klukku- stundar langir. „Þetta er með flottari efnisskrá að nýrri músík sem ég hef flutt. Það hefur verið mjög mikil vinna að æfa verkin upp, en algjörlega þess virði enda verkin góð. Það er alltaf gef- andi að vinna með góð verk,“ segir Ármann og hrósar tónleikastaðnum. „Hafnarborg er einn besti kamm- ersalurinn á höfuðborgarsvæðinu, enda fallegur salur sem býr yfir frá- bærum hljómi.“ Þema án tilbrigða Ljósmynd/Áslaug Íris Friðjónsdóttir Tríó Aladár Rácz, Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir og Ármann Helgason. 65 20151950 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is DAVID FARR Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Fös 26/2 kl. 19:30 50.sýn Lau 19/3 kl. 15:00 57.sýn Lau 9/4 kl. 15:00 64.sýn Lau 5/3 kl. 15:00 54. sýn Lau 19/3 kl. 19:30 58.sýn Lau 9/4 kl. 19:30 65.sýn Lau 5/3 kl. 19:30 55.sýn Mið 30/3 kl. 19:30 61.sýn Fim 14/4 kl. 19:30 66.sýn Fös 11/3 kl. 19:30 56.sýn Fim 31/3 kl. 19:30 62.sýn Fös 15/4 kl. 19:30 67.sýn Fim 17/3 kl. 19:30 Aukasýn Fös 1/4 kl. 19:30 63.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið) Lau 27/2 kl. 19:30 13.sýn Sun 6/3 kl. 19:30 14.sýn Sun 20/3 kl. 19:30 Lokasýn "Sýningin er sigur leikhópsins alls og leikstjórans..." Hleyptu þeim rétta inn (Stóra sviðið) Fim 10/3 kl. 19:30 Frums. Sun 13/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 2/4 kl. 19:30 8.sýn Lau 12/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 16/3 kl. 19:30 7.sýn Fös 8/4 kl. 19:30 10.sýn Hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu. Um það bil (Kassinn) Lau 27/2 kl. 19:30 16.sýn Fös 18/3 kl. 19:30 19.sýn Sun 10/4 kl. 19:30 22.sýn Sun 6/3 kl. 19:30 17.sýn Sun 20/3 kl. 19:30 20.sýn Mið 9/3 kl. 19:30 18.sýn Sun 3/4 kl. 19:30 21.sýn "...ein af bestu sýningum þessa leikárs." Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið) Lau 27/2 kl. 13:00 5.sýn Sun 6/3 kl. 13:00 7.sýn Sun 20/3 kl. 13:00 9.sýn Sun 28/2 kl. 13:00 6.sýn Sun 13/3 kl. 13:00 8.sýn Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst! Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Fös 26/2 kl. 22:30 19.sýn Fös 4/3 kl. 22:30 22.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 25.sýn Mið 2/3 kl. 19:30 20.sýn Þri 22/3 kl. 20:00 23.sýn Fim 7/4 kl. 19:30 26.sýn Fös 4/3 kl. 19:30 21.sýn Lau 2/4 kl. 19:30 24.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari) Fös 26/2 kl. 20:00 35.sýn Fim 3/3 kl. 20:00 39.sýn Lau 5/3 kl. 22:30 43.sýn Fös 26/2 kl. 22:30 36.sýn Fös 4/3 kl. 20:00 40.sýn Fim 10/3 kl. 20:00 44.sýn Lau 27/2 kl. 20:00 37.sýn Fös 4/3 kl. 22:30 41.sýn Lau 27/2 kl. 22:30 38.sýn Lau 5/3 kl. 20:00 42.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 2/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 30/3 kl. 19:30 8.sýn Mið 20/4 kl. 19:30 11.sýn Mið 9/3 kl. 19:30 6.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 9.sýn Mið 27/4 kl. 19:30 12.sýn Mið 16/3 kl. 19:30 7.sýn Mið 13/4 kl. 19:30 10.sýn Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram! Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Sun 28/2 kl. 11:00 aukasýn Sun 28/2 kl. 16:00 aukasýn Síðustu sýningar! Kvika (Kassinn) Fim 3/3 kl. 21:00 Frums. Fös 11/3 kl. 21:00 3.sýn Þri 15/3 kl. 21:00 5.sýn Lau 5/3 kl. 21:00 2.sýn Lau 12/3 kl. 12:00 4.sýn Dansverk eftir Katrínu Gunnarsdóttur MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 11/3 kl. 20:00 Frums. Sun 10/4 kl. 14:00 aukas. Mið 11/5 kl. 20:00 Lau 12/3 kl. 20:00 2.k Mið 13/4 kl. 20:00 10.k Fim 12/5 kl. 20:00 Sun 13/3 kl. 15:00 aukas. Fim 14/4 kl. 20:00 11.k Fös 13/5 kl. 20:00 Þri 15/3 kl. 20:00 aukas. Fös 15/4 kl. 20:00 aukas. Lau 14/5 kl. 14:00 Mið 16/3 kl. 20:00 aukas. Lau 16/4 kl. 20:00 12.k Mán 16/5 kl. 20:00 Fim 17/3 kl. 20:00 3.k. Mið 20/4 kl. 20:00 13.k Þri 17/5 kl. 20:00 Fös 18/3 kl. 20:00 4.k. Fim 21/4 kl. 20:00 14.k Mið 18/5 kl. 20:00 Lau 19/3 kl. 20:00 aukas. Fös 22/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/5 kl. 20:00 Sun 20/3 kl. 14:00 aukas. Lau 23/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/5 kl. 20:00 Þri 22/3 kl. 20:00 5.k Fim 28/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 20:00 Mið 30/3 kl. 20:00 6.k Fös 29/4 kl. 20:00 aukas. Sun 22/5 kl. 20:00 Fim 31/3 kl. 20:00 aukas. Lau 30/4 kl. 20:00 15.s Þri 24/5 kl. 20:00 Fös 1/4 kl. 20:00 aukas. Þri 3/5 kl. 20:00 Mið 25/5 kl. 20:00 Lau 2/4 kl. 20:00 7.k Mið 4/5 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00 Sun 3/4 kl. 14:00 aukas. Fim 5/5 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Mið 6/4 kl. 20:00 8.k Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Lau 28/5 kl. 20:00 Fim 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Sun 29/5 kl. 20:00 Fös 8/4 kl. 20:00 9.k Sun 8/5 kl. 20:00 Þri 31/5 kl. 20:00 Lau 9/4 kl. 20:00 aukas. Þri 10/5 kl. 20:00 Abba söngleikurinn sem slegið hefur í gegn um allan heim Njála (Stóra sviðið) Fös 26/2 kl. 20:00 24.sýn Fös 4/3 kl. 20:00 26.sýn Lau 27/2 kl. 20:00 25.sýn Lau 5/3 kl. 20:00 27.sýn Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu Hver er hræddur við Virginiu Woolf? (Nýja sviðið) Fös 26/2 kl. 20:00 Lau 27/2 kl. 20:00 Sun 28/2 kl. 20:00 síð sýn. Allra síðustu sýningar Flóð (Litla sviðið) Sun 28/2 kl. 20:00 10.sýn Sun 13/3 kl. 20:00 11.sýn Nýtt íslenskt verk um snjóflóðið á Flateyri Vegbúar (Litla sviðið) Fös 26/2 kl. 20:00 32.sýn Fös 11/3 kl. 20:00 34.sýn Fim 3/3 kl. 20:00 33.sýn Fös 18/3 kl. 20:00 35.sýn Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 5/3 kl. 20:00 103.sýn Lau 12/3 kl. 20:00 104.sýn Lau 19/3 kl. 20:00 105.sýn Kenneth Máni stelur senunni Illska (Litla sviðið) Lau 27/2 kl. 20:00 5.k Fim 10/3 kl. 20:00 Lau 9/4 kl. 20:00 Fös 4/3 kl. 20:00 6.k Fim 17/3 kl. 20:00 Sun 6/3 kl. 20:00 Sun 20/3 kl. 20:00 Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins Óður og Flexa halda afmæli (Nýja sviðið) Lau 27/2 kl. 13:00 Sun 28/2 kl. 13:00 Lokasýn. Sun 6/3 kl. 13:00 Nýtt 5 stjörnu barnaverk frá Íslenska dansflokknum Njála – „Unaðslegt leikhús“ – ★★★★ , S.J. Fbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.