Morgunblaðið - 26.02.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.02.2016, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Allt annað líf Jenný Margrét Henriksen hellir glaðbeitt upp á kaffi í Tei og kaffi þar sem hún er verslunarstjóri. en kvíðinni og þunglyndri; einrænu barni sem vildi alltaf vera heima að lesa og treysti engum. Og erfiðum unglingi, eins og mamma segir.“ Jenný bjó yfir leyndarmáli, sem lá þungt á henni. Þegar hún var 5 til 12 ára beitti fullorðinn karlmaður hana ítrekað kynferðislegu ofbeldi. Hún kveðst hafa lofað honum að segja engum frá. „Mín saga er að því leytinu í samræmi við frásagnir ann- arra þolenda. Gerandinn kom ábyrgðinni yfir á mig, barnið, og um leið bullandi sektarkennd. Þótt ég hræddist skrímslið í honum, fannst mér hann ekki slæmur maður, svo undarlega sem það kann að hljóma.“ Þegar hún var fjórtán ára var reynt að nauðga henni og sautján ára var henni nauðgað. „Það var drengur sem ég þekkti. Við vorum drukkin, hann réðst á mig og þótt ég berðist á móti tókst honum að fá vilja sínum framgengt,“ segir Jenný. Hún er sannfærð um að þeir sem beiti slíku ofbeldi skynji með einhverjum hætti brothætta bráð, sem hafi ekki kjark til að segja frá. Eins og hana. Eða eins og hún var. Full af sektarkennd og þorði ekki að kæra. Fannst allt vera sér að kenna. Gömul saga og ný þegar ungir þolendur eiga í hlut. Argasti aumingi? Stuttu eftir þennan atburð kynntist hún verðandi eiginmanni sínum. „Þessari elsku, sem alltaf hef- ur stutt við bakið á mér, þótt við höf- um til skiptis verið sundur og saman öll þessi ár,“ segir hún og rekur and- legar hremmingar sínar og lífshlaup til þess dags að allt fór að horfa til betri vegar. „Ég varð ólétt eftir fyrsta árið í Menntaskólanum á Akureyri, hætti námi og tók ekki aftur upp þráðinn fyrr en 5 árum síðar. Þá féll ég í stærðfræði, en í stað þess að taka allt árið upp aftur eins og ég hefði þurft að gera fluttist ég til Reykjavíkur með dóttur mína og hóf nám í Iðn- skólanum. Ég mætti illa og gat ekki stundað námið vegna þunglyndis sem var komið á svo alvarlegt stig að ég var orðin óstarfhæf, sat oft úti í bíl fyrir utan skólann og kom mér ekki út til að mæta í tíma. Loks leitaði ég aðstoðar heimilislæknis án þess þó að minnast einu orði á ofbeldið sem ég hafði verið beitt sem barn. Í kjölfarið var ég sett á þunglyndislyf, sem ég svaraði í fyrstu vel, en fékk allar mögulegar aukaverkanir eins og síð- ar kom á daginn að ég átti vanda til. Ég lauk náminu einu ári seinna en til stóð, því ég hafði fallið á mætingu þótt ég fengi góðar einkunnir. Sjálfs- álitið var ekki meira en svo að ég hélt að þær helguðust af vorkunnsemi kennaranna.“ Raunar hafði Jenný leitað til sál- fræðings þegar hún var í MA, en nokkrir tímar stóðu nemendum til boða þeim að kostnaðarlausu. Þá sagði hún, 22ja ára gömul, ut- anaðkomandi í fyrsta skipti frá of- beldinu. „Sálfræðingurinn benti mér á að hugsanlega hefði ég getað forðað öðrum börnum frá ofbeldi af hendi þessa manns með því að segja fyrr frá. Satt að segja leið mér enn verr en áður því ég fékk gríðarlegt sam- viskubit,“ segir Jenný. Fjölskyldan fluttist til Reyð- arfjarðar, von var á öðru barni. Jenný þraukaði meðgönguna án þunglynd- islyfjanna. Hún þjáðist síðan af miklu fæðingarþunglyndi líkt og eftir fyrri fæðinguna og eins og hún átti eftir að upplifa eftir þá þriðju árið 2004. Van- líðanin og depurðin var mikil og af lyfjunum segist hún hafa upplifað sig flata og tilveruna gráa. Þau hjónin skildu – ekki í fyrsta skipti – en þrátt fyrir þunglyndið ákvað Jenný að flytjast norður, láta gamlan draum sinn rætast og hefja nám í grafískri hönnun við Myndlista- skólann á Akureyri. Fljótlega kom að þeim kafla í lífi hennar sem hún náði botninum sem þó markaði upphafið í bataferlinu; fyrrgreindu taugaáfalli og innlögn á geðdeild. Þorði ekki ein út í búð Þeim sem næstir henni stóðu duldist ekki hversu langt hún var leidd. Sjálfsvígshugsanirnar átti hún þó fyrir sjálfa sig. „Börnin bjuggu hjá mér og það hefur ábyggilega ekki verið auðvelt fyrir unglingsdóttur mína að horfa upp á mig svona á mig komna. Ég var alltaf vel í holdum en léttist um 35 kíló, borðaði nánast ekki neitt og drakk bara vatn. Í samráði við góða vinkonu kom Stefán og spurði hvort ég vildi ekki hvíla mig inni á geðdeild í einn eða tvo daga. Ég þráaðist við en lét svo tilleiðast. Dag- arnir urðu að mánuði, ég var vöktuð allan sólarhringinn, mátti aðeins fara út klukkutíma á dag og þá í fylgd starfsmanns. Reyndar hafði manna- fælnin ágerst svo mikið að ég var hætt að þora að fara ein út í búð eða banka. Ýmis þunglyndis- og kvíða- stillandi lyf voru reynd og ég út- skrifuð þegar talið var að ég gæti tek- ist á við lífið undir eftirliti geðlæknis.“ Greiningin var alvarlegt þung- lyndi, ofsa- og félagskvíði, persónu- leika- og áfallastreituröskun. Engu að síður tókst Jennýju að ljúka námi og útskrifast sem grafískur hönnuður 2009. Hún segir velvildina sem hún mætti hjá samnemendum sínum og kennurum hafa hjálpa sér mikið, en hún hafi keyrt sig áfram á þrjósk- unni. Aðrir en þeir sem reynt hafa gera sér efalítið ekki grein fyrir að leiðin að bata er ekki aðeins erfið and- lega heldur líka tímafrek. Jenný fór á þessum árum reglulega á dagdeild geðdeildar, í læknisheimsóknir og gekkst tvisvar undir raflostsmeðferð árið 2008 svo fátt eitt sé talið. Auk þess hafði hún frá 2005 leitað sér stuðnings hjá Aflinu, sem eru samtök kynferðis- og heimilisofbeldis á Norðurlandi. „Eftir nokkur ár sem skjólstæðingur fór ég að vinna sem leiðbeinandi hjá samtökunum. Ég átti ennþá í vandræðum með geð- heilsuna, treysti mér ekki í vinnu og sá ekki fram á að ég kæmist nokkurn tímann út á vinnumarkaðinn,“ segir Jenný. Mörg gæfuspor En lengi skal manninn reyna, eins og sagt er. Fyrir fimm árum urðu þáttaskil í lífi hennar þegar Sig- rún Sigurðardóttir, lektor við Há- skólann á Akureyri og doktorsnemi í hjúkrunarfræði, kynnti Gæfuspor í Aflinu. Á málþinginu Leyst úr læð- ingi mun Sigrún kynna verkefnið sem snýst um áhrif kynferðisofbeldis á andlega heilsu karla og kvenna og heildræn meðferðarúrræði. „Sigrún hvatti okkur til að taka þátt í verkefninu. Ég var í miklum mótþróa og sorg því góð vinkona mín, sem átti við þunglyndi að stríða, hafði nýlega svipt sig lífi. Eiginlega sótti ég bara um af því að hinar konurnar gerðu það, en krossaði fingur og von- aði að ég kæmist ekki að,“ við- urkennir Jenný. Henni varð ekki að ósk sinni og við tók dagleg meðferð í nokkra mánuði sem byggðist m.a. á djúpri sjálfskoðun og að takast á við drauga fortíðarinnar. „Reyndar frétti ég á skotspónum að Sigrúnu hefði verið ráðlagt að taka mig ekki í hóp- inn því ég væri „lost case“,“ segir Jenný sposk á svip. Í Gæfusporum kveðst hún hafa fengið verkfæri til að vinna með; grunn sem reyndist henni vel og veitti henni kjark til að leita til Virk starfsendurhæfingar um aðstoð við að koma sér út í atvinnulífið. Þetta „vonlausa tilfelli“ hefur verið án lyfja í fjögur ár, þorir í búð og banka og skenkir Norðlendingum kaffi á hverjum degi í Tei og kaffi. „Ég er þó svolítið kvíðin fyrir að halda erindi fyrir fullum sal af fólki,“ viðurkennir Jenný með skírskotun í málþingið á þriðjudaginn. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2016 Í FÍNU FORMI EFTIR MIÐJAN ALDUR! Nú hefur uppskriftinni af Build Up verið breytt og hún endurbætt. Drykkurinn heitir nú Meritene Energis. Meritene Energis er próteinríkur næringardrykkur í duftformi. Hann inniheldur 19 vítamín og steinefni sem miða við næringarþarfir fólks um og eftir fimmtugt. Meritene Energis kemur í stað Build Up Meritene Energis nýtist vel í tengslum við: • Þreytu og þrekleysi af völdum skorts á næringarefnum • Næringar- og vítamínskort • Minnkaða matarlyst • Þyngdartap • Uppbyggingu eftir veikindi Þú færð Meritene Energis í Hagkaupum og öllum helstu apótekum. Heilbrigð sál í hraustum líkama spennu, hlátur og grát í bland við þekkta tónlist. Leikstjórnin er í hönd- um Péturs Guðs. Sýningar á Bjart með köflum fara fram í Freyvangi og eru í kvöld, föstu- dag, á morgun, laugardag, og 3. 4. og 5. mars. Miðasala er í síma 461 1212, alla daga á milli kl. 17 og 19, í Ey- mundsson Akureyri og á tix.is. Gunnvör Hún er alþýðustúlka. Söngur Hippalögin góðu óma í sýn- ingunni og klæðnaðurinn er í stíl. Yfirskrift málþingsins Leyst úr Læðingi er úr norrænni goðafræði. Æsirn- ir vildu hafa hemil á Fenrisúlfi (einu af börnum Loka) og bjuggu til sér- staka fjötra til að fjötra hann inni. Fjöturinn kölluðu þeir Læðing. Fenris- úlfi tókst að losa sig úr fjötrinum Læðingi og þaðan er komið orðatiltækið að losna úr læðingi. „Við leikum okkur með þetta í merking- unni að verið sé að leysa fólk úr læðingi; hjálpa því eftir ofbeldisreynslu, eða að það hafi þegar verið leyst úr læðingi.“ Leyst úr Læðingi NORRÆN GOÐAFRÆÐI Málþingið Leyst úr læðingi á vegum Geðhjálpar verður haldið kl. 13 þriðjudaginn 1. mars á Grand Hotel Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.