Morgunblaðið - 26.02.2016, Blaðsíða 14
Ljósmynd/Þórunn Sigþórsdóttir
Hótel og kirkja Stór hluti af dagskránni á Júlíönu, hátíð sögu og bóka, um
helgina fer fram á Hótel Egilsen og í gömlu kirkjunni í Stykkishólmi.
SVIÐSLJÓS
Gunnlaugur A. Árnason
Stykkishólmi
Það verður mikið um að vera í
Hólminum um helgina. Júlíana, há-
tíð sögu og bóka, verður þá haldin í
Stykkishólmi. Þetta er í fjórða
skipti sem hátíðin er haldin síðustu
helgi febrúar.
Upphafið var að fjórar konur
tóku sig saman um að skipuleggja
helgardagskrá sem tengdist bók-
menntum og sögum. Vel hefur til
tekist og hafa konurnar fengið
mikla hvatningu til að halda áfram.
Yfirskrift Júlíönuhátíðar í ár er
„En hvað það er skrítið“ og fjallar
dagskráin um fólk sem ekki bindur
bagga sína sömu hnútum og sam-
ferðamennirnir. Hátíðin verður
sett fimmtudagskvöldið 25. febr-
úar í Vatnasafninu. Þar flytur Ell-
lert Kristinsson erindi um eftir-
minnilegar persónur í Hólminum
og nemendur tónlistarskólans
flytja frumsamið verk við texta
Júlíönu Jónsdóttur skáldkonu, en
eftir henni er hátíðin nefnd. Einn-
ig verður veitt viðurkenning og
lesið ljóð. Þá verður fjölbreytt
dagskrá allan föstudag og laug-
ardag.
Gaman í góðum félagsskap
Dagbjört Höskuldsdóttir er ein
þeirra sem koma að hátíðinni. Hún
var spurð hvernig hefði staðið á því
að farið var af stað með þriggja
daga dagskrá á miðjum vetri.
Dagbjört segir að hvatamaður
hátíðarinnar sé Gréta Sigurð-
ardóttir hótelstjóri á Hótel Egilsen.
„Hún kallaði okkur saman og
kveikti áhugann. Mér fannst spenn-
andi að gera eitthvað varðandi
bækur og var til í slaginn. Það er
meiri vinna en við gerðum okkur
grein fyrir að standa að og und-
irbúa svona menningarvöku. En í
góðum félagsskap er gaman að tak-
ast á við verkefnið og nú erum við
mættar í fjórða skipti.“
Að sögn Dagbjartar verður rithöf-
undum boðið að koma og lesa upp úr
bókum sínum og spjalla við gesti um
verk sín og það sem þar liggur á bak
við. „Við byggjum líka á heimafólki
sem kemur inn í dagskrána með
sögum, erindum, myndlist og tónlist.
Að þessu sinni heimsækja okkur rit-
höfundarnir Einar Már Guðmunds-
son, Gunnar Helgason, Hrafnhildur
Schram og Sigmundur Ernir Rún-
arsson. Við höfum líka lagt áherslu á
að virkja unga fólkið okkar og unnið
verkefni með Grunnskólanum og nú
líka tónlistarskólanum.“
Hólmari, hommi,
heimsborgari
Dagbjört segir að hryggjar-
stykkið í verkefninu sé leshópur,
sem ávallt fari af stað í byrjun
hvers árs, og lesi saman áhuga-
verða bók
einu sinni í viku. Þátttakan hafi
alltaf verið mjög góð. „Að þessu
sinni varð fyrir valinu bókin
Hundadagar, eftir Einar Má Guð-
mundsson. Ólafur Ólafsson, sýslu-
maður og bókamaður hefur leitt
hópinn og það hefur verið mjög
gaman. Það er allt öðruvísi að lesa
bók í hóp. Þar fær maður allt aðra
sýn á söguna þegar umræður skap-
ast sem geta verið mjög fjörlegar.
Þá vil ég vil minna á að á föstu-
dagskvöldið verður gestum boðið til
stofu á tveimur heimilum í bænum.
Á öðrum staðnum mun Reynir Þór
Eggertsson flytja erindið „Hólmari,
hommi og heimsborgari“ og hinum
staðnum mætir Þórdís J. Sigurð-
ardóttir með erindið Tilvera okkar
er undarlegt ferðalag.“
Dagbjört segir að Júlíönuhátíð
hafi fengið mjög jákvæðar umsagn-
ir. „Allir sem leitað var til voru bón-
góðir. Það léttir störfin og hvetur
mann til að halda áfram.“
Hún segist vona að dagskráin
þessa helgi falli í góðan jarðveg og
hvetur orlofshúsaeigendur í Hólm-
inum og aðra gesti til að mæta og
eiga saman skemmtilega helgi með
bæjarbúum þegar mikið er um að
vera. Það er stutt í Stykkishólm.
Menningarhelgi
í Hólminum
Morgunblaðið/ Gunnlaugur A. Árnason
Lesið saman Leshópurinn les nú saman bókina Hundadagar eftir Einar Má
Guðmundsson. Ólafur Ólafsson, sýslumaður og bókamaður er lesstjóri og
segir Dagbjört allt öðruvísi að lesa bók í hóp, önnur sýn fáist á söguna.
Fjölbreytni fyrir gesti og heimafólk
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2016
Umhverfisvæn áhersla !
lífrænt trjákurl í kattaklósett
...........................................
náttúruleg lyktar- og bak-
teríueyðing (stóri rauði
miðinn)
klumpast vel og er 100%
niðurbrjótanlegt (rauði miðinn
í miðjunni)
mhverfisvæn áhersla!
LÍFRÆNT TRJÁKURL í kattaklósett
Náttúruleg
lyktar- og
bakteríueyð
ing
Klumpast ve
l og er 100%
niðurbrjótan
legt, má los
a í salerni
Mjög hagkv
æmt
botnlag má
vera 4-6 vik
ur í kattakló
settinu
– fyrir dýrin þín Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is
Föstudaginn 26.
febrúar heldur
Gunnar Helgi
Kristinsson pró-
fessor fyrirlestur
sem ber heitið:
„Hvar eru lögin
samin? Samspil
þings og stjórnar
á Íslandi með
samanburði við
Norðurlönd.“
Fyrirlesturinn hefst kl. 12, fer fram
í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands
og er öllum opinn. Fyrirlesturinn
fjallar um með hvaða hætti laga-
setning er undirbúin á Íslandi og
hvernig það ferli sé ólíkt því sem
gerist á Norðurlöndum.
Fyrirlestur um laga-
gerð hér og erlendis
Gunnar Helgi
Kristinsson
Line Barfod, fyrrverandi þingmað-
ur Enhedslisten á Danska þjóð-
þinginu, heldur erindi um mansal,
þrælahald nútímans, í Norræna
húsinu á föstudaginn 26. febrúar,
klukkan 17. Line Barfod er hér á
samráðsfundi Vinstri grænna og
leiðtoga evrópskra vinstriflokka
um flóttamannavandann. Eyrún
Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi verð-
ur kynnir fundarins, sem fer fram á
íslensku og dönsku.
Erindi um mansal
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Það hefur verið hugmynd hjá mér
að gefa það út sjálfur að ég myndi
ekki vera í ríkisstjórn þar sem ráð-
herrar væru líka þingmenn,“ segir
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður
Pírata, en Píratar samþykktu á dög-
unum með 94% atkvæða að flokkur-
inn skuli ekki eiga aðild að ríkisstjórn
þar sem ráðherrar sitji jafnframt
sem þingmenn. „Ég ákvað þó að
segja það ekki upphátt fyrr en nú, því
það hefði getað þvælst fyrir öðrum
málum,“ bætir hann við en mikil
ánægja sé með málið.
Þörf sé þó á því að framkvæmda-
valdið hafi lýðræðislegt umboð úr
kosningum og hugnast Helga því síð-
ur að leita til einstaklinga utan þings
til að gegna ráðherrastöðu, þótt það
komi til greina.
Í greinagerð með tillögunni kemur
fram að krafan skuli vera alger og
ófrávíkjanleg af hálfu Pírata. Einu
gildi hvort Píratar væru leiðandi í
stjórnarsamstarfi eða ekki. Ekki
væri þó verið að útiloka að Píratar
gætu varið minnihlutastjórn flokka,
sem skipuð væri þingmönnum.
Óttast þú að aðrir flokkar hafni
samstarfi á þessum grunni?
„Af hverju væru menn ekki til í
þetta. Ég óttast það ekki en þá er
alltaf hægt að sannfæra þá um það.
Þeir hefðu til dæmis fleiri talsmenn á
þingi.“
Vaxtarverkir og áskoranir
Halldór Auðar Svansson, borgar-
fulltrúi Pírata í Reykjavík, segir að-
spurður að aukið fylgi flokksins virki
sem hvati til að vinna mikið og vel.
„Við finnum til mikillar ábyrgðar og
höfum meiri áhyggjur af því hvað við
setjum út því við vitum að það er lík-
legt til að hafa meiri afleiðingar og
vekja meiri athygli,“ bætir hann við
en flokksmenn séu þó misánægðir
með auknar vinsældir.
Helgi Hrafn telur að aukið fylgi
flokksins hafi góð áhrif að því gefnu
að flokkurinn vaxi með. „Hann hefur
verið að gera það að miklu leyti en
ekki öllu. Þá koma oft vandamál í ljós
sem áður voru ekki sjáanleg.“ Takast
þurfi á við vaxtarverki og áskoranir.
Ekki formannsembætti
Þá telur Halldór Auðar að betur
hefði mátt leysa ágreining milli
flokksmanna undanfarna daga án
þess að bera það á torg. En þegar
mikil kergja sé í mönnum þá sé skilj-
anlegt að málið springi út. Mikilvægt
sé að viðurkenna að aðstöðumunar
gæti milli manna í flokknum en ekki
eigi að bregðast við því með stofnun
formannsembættis.
Alger og ófrávíkjanleg krafa
Píratar samþykkja skilyrði fyrir samstarfi í ríkisstjórn Aðskilja löggjafar- og
framkvæmdavaldið Óttast ekki viðbrögðin Miklu fylgi fylgir aukin ábyrgð
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Skýlaus krafa Píratar vilja ekki að ráðherrar sitji jafnframt sem þingmenn.