Morgunblaðið - 14.03.2016, Page 2

Morgunblaðið - 14.03.2016, Page 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2016 Olís-deild karla Akureyri – ÍBV.................................. frestað Undankeppni EM kvenna 7. riðill: Frakkland – Þýskaland ....................... 25:18 Ísland – Sviss ........................................ 20:19 Staðan: Frakkland 4 4 0 0 104:76 8 Þýskaland 4 2 0 2 91:84 4 Ísland 4 1 0 3 75:90 2 Sviss 4 1 0 3 78:98 2  Ísland á eftir heimaleik gegn Frakklandi og útileik gegn Þýskalandi í byrjun júní. 1. riðill: Noregur – Rúmenía ............................ 27:17  Þórir Hergeirsson þjálfar lið Noregs. Hvíta-Rússland – Litháen ................... 38:35  Staðan: Noregur 6 stig, Rúmenía 6, Hvíta-Rússland 4, Litháen 0. Vináttulandsleikur karla Þýskaland – Katar ...............................24:26  Dagur Sigurðsson þjálfar lið Þýska- lands.  Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn. Þýskaland B-deild: Erlangen – Emsdetten.........................33:24  Oddur Grétarsson 4 mörk fyrir Emsdet- ten, Anton Rúnarsson 3 og Ernir Hrafn Arnarson 2. Spánn Bikarkeppnin, 8-liða úrslit, seinni leikur: Barcelona – Granollers .......................32:24  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk fyrir Barcelona sem fer áfram, 66:51 sam- anlagt. Danmörk Midtjylland – Ribe-Esbjerg................ 25:24  Vignir Svavarsson skoraði eitt mark fyr- ir Midtjylland. SönderjyskE – Aalborg .......................25:25  Árni Steinn Steinþórsson var ekki í leik- mannahópi SönderjyskE. Daníel Freyr Andrésson ver mark liðsins.  Ólafur Gústafsson lék ekki með Aalborg vegna meiðsla. Tvis Holstebro – Skanderborg .......... 29:27  Sigurbergur Sveinsson skoraði 3 mörk fyrir Holstebro. Egill Magnússon ekkert. Skive – Århus....................................... 19:25  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 1 mark fyrir Århus.  Staðan: Team Tvis Holstebro 36 stig eftir 24 leiki, KIF 32 stig, Århus 31, Skjern 31. Frakkland Deildabikarinn, undanúrslit: Toulouse – París SG.............................31:45  Róbert Gunnarsson var ekki í leik- mannahópi PSG. Noregur Bodö – Kolstad......................................27:26  Pétur Pálsson skoraði 9 mörk fyrir Kol- stad. Fyllingen – Arendal ........................... 25:24  Einar Ingi Hrafnsson skoraði 1 mark fyrir Arendal sem varð deildarmeistari eft- ir leiki gærdagsins. Ein umferð er eftir. Svíþjóð Kristianstad – Karlskrona ..................34:22  Ólafur A. Guðmundsson skoraði 5 mörk fyrir Kristianstad. Drott – Sävehof.................................... 22:29  Atli Ævar Ingólfsson skoraði 3 mörk fyr- ir Sävehof. Hammarby – Guif.................................30:34  Örn Ingi Bjarkason skoraði ekki mark fyrir Hammarby.  Kristján Andrésson þjálfar Guif. Malmö – Ricoh ..................................... 24:18  Leó Snær Pétursson skoraði ekki mark fyrir Malmö.  Magnús Óli Magnússon skoraði 3 mörk fyrir Rich. Tandri Már Konráðsson skoraði ekki mark.  Staðan: Kristianstad 54 stig eftir 28 leiki, Alingsås HK 42 stig, Ystad 37, Lugi 36.  Kristianstad er deildarmeistari. Austur-Evrópudeildin Tatran Presov – Veszprém ................ 25:26  Aron Pálmarsson skoraði 8 mörk fyrir Veszprém.  Staðan: Veszprém 50 stig eftir 18 leiki, Zagreb 42 stig eftir 18 leiki, Vardar 41 stig eftir 17 leiki, Meshkov Brest 36 stig eftir 17 leiki, Tatran Prešov 28 stig eftir 18 leiki.  Fjögur efstu liðin leika til úrslita. HANDBOLTI Á ÁSVÖLLUM Ívar Benediktsson iben@mbl.is Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna heldur áfram í vonina um að ná þriðja sæti 7. riðils undankeppni Evrópumeistaramótsins þegar upp verður staðið í júní en þá lýkur riðla- keppninni. Naumur sigur, 20:19, á landsliði Sviss í Hafnarfirði í gær kom íslenska liðinu í þriðja sæti þar sem það hefur betri heildarmarka- tölu en landslið Sviss þegar fjórum umferðum af sex er lokið. Liðin eru jöfn að stigum, með tvö hvort, og innbyrðis markatala er jöfn eftir sitthvorn eins marks sigurinn í við- ureignum Íslands og Sviss. Þetta þýðir að íslenska landsliðið verður helst að ná stigi eða stigum úr tveimur síðustu leikjum sínum í riðlakeppninni, gegn Þjóðverjum ytra og á móti Frökkum á heimavelli í síðustu leikjunum í júní. Eins og staðan er í riðlum undankeppninnar er vafasamt að íslenska liðið eigi möguleika á að tryggja sér keppn- isrétt í lokakeppni EM sem haldin verður í desember nema því takist að krækja í stig í vorleikjunum. Íslenska landsliðið fór illa að ráði sínu í leiknum við Sviss í gær. Ef undan eru skildar fyrstu 15 mínútur leiksins var sóknarleikurinn góður að öðru leyti en því að hörmulega tókst til við að skora. Vel gekk að leysa framliggjandi vörn landsliðs Sviss og komast í opin færi en afleit- lega gekk að nýta þessi opnu færi. Vel á annan tug skota fór í mark- stangirnar og framhjá markinu auk þeirra 13 skota sem Manuela Brütsch, markvörður Sviss, varði. Karen Knútsdóttir og hin unga Thea Imani Stuludóttir báru uppi sókn- arleik íslenska landsliðsins. Sú síð- arnefnda, sem er á 19. ári, kom inn með kraft og áræði í sóknarleikinn í fyrri hálfleik. Maður leiksins var hins vegar Florentina Stanciu markvörður. Hún fór á kostum í marki íslenska landsliðsins og varði 23 skot. Ljóst að ef hún hefði átt meðalleik hefði illa farið fyrir íslenska landsliðinu að þessu sinni. Eftir að hafa átt undir högg að sækja framan af síðari hálfleik tókst íslenska liðinu að snúa leiknum sér í hag og vera yfir í hálfleik, 10:9. Í síð- ari hálfleik náði íslenska liðið tveggja og þriggja marka forskoti en hélst illa á því. Þar af leiðandi mátti það teljast heppið að vinna með einu marki og halda áfram veikri von. Morgunblaðið/Golli Öflug Thea Imani Sturludóttir reyndist varnarmönnum landsliðs Sviss erfið í leiknum í gær. Hér hefur hún snúið á einn þeirra og er við að komst í færi. Veik von lifir fram í júní Schenkerhöllin, undankeppni EM kvenna, sunnudaginn 13. febrúar 2016. Gangur leiksins: 1:3, 3:5, 3:6, 5:8, 9:9, 10:9, 11:12, 13:12, 15:13, 17:16, 18:16, 19:17, 19:19, 20:19. Mörk Íslands: Thea Imani Sturlu- dóttir 3, Ramune Pekarskyte 3, Arna Sif Pálsdóttir 2, Sunna Jónsdóttir 2, Sólveig Lára Kjærnested 2, Hrafn- hildur Hanna Þrastardóttir 2/2, Þór- ey Anna Ásgeirsdóttir 2, Karen Knútsdóttir 2/1, Steinunn Hans- dóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1. Varin skot: Florentina Stanciu 23/1. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Sviss: Lisa Frey 6/1, Sibylle Scherer 3, Karin Weigelt 3, Rahel Furrer 2, Noelle Frey 2, Nicole Din- kel 1, Kerstin Kündig 1, Xenia Hodel 1. Varin skot: Manuela Brütsch 13. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Diana-Carmen Florescu og Anamaria Stoia. Áhorfendur: 700. Ísland – Sviss 20:19  Naumur sigur á Sviss í leik hinna glötuðu tækifæra  Florentina Stanciu átti stórbrotinn leik í markinu  Ungstirnið Thea Imani hleypti lífi í sóknarleikinn Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. „Ég er mjög ánægð með okkur eftir þennan sigur. Við stóðum okkur vel,“ sagði Steinunn Hansdóttir, hornamaður íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir nauman sigur, 20:19, á landsliði Sviss í undan- keppni EM í handknattleik í gær. „Okkur tókst betur til í sóknar- leiknum að þessu sinni en í fyrri leiknum ytra á fimmtudaginn. Við fundum fleiri leiðir í gegnum vörn Sviss en því miður áttum við í erf- iðleikum með að skora úr mörgum færum sem við fengum í leiknum. Fyrir leikinn var talað um að skjóta boltanum ofarlega í markið og ef undan er skilinn upphafskaflinn gekk það vel hjá okkur en því miður fóru mörg skot okkar í slána og stangirnar. En við unnum leikinn. Það var aðalatriðið,“ sagði Steinunn Hansdóttir. Sjálfum okkur verst „Við vorum sjálfum okkur verst í þessum leik. Ég held að nærri tutt- ugu dauðafæri hafi farið í súginn, flest höfnuðu í markstöngunum og slánni,“ sagði Ágúst Þór Jóhanns- son landsliðsþjálfari eftir leikinn í gær. „Það er ekkert óeðlilegt að mönn- um bregðist bogalistin í nokkrum færum en þetta var fullmikið af því góða. Möguleikinn var svo sann- arlega fyrir hendi að gera út um leikinn miklu fyrr í stað þess að vera í basli á lokasprettinum,“ sagði þjálfarinn ennfremur. Ágúst Þór segir að ákafinn hafi verið fullmikill í leikmönnum ís- lenska liðsins framan af. „Þegar á leið og leikmenn slökuðu aðeins meira á náðum við finum tökum á leiknum en því miður skutu leik- menn illa á markið í mörgum opnum færum. Menn skutu á þá staði á markinu sem við vorum búin að tala um að skjóta ekki á. Það er sannar- lega áhyggjuefni að leikmenn skuli ekki hafa verið einbeittari að þessu leyti en raun varð á,“ sagði Ágúst Þór. Ágúst segist hafa verið sáttur við varnarleikinn lengst af, ekki síst eftir að breytt var yfir í 5/1-vörn þegar á leið fyrri hálfleik. „Síðan var Florentina Stanciu al- veg frábær í markinu. Hún lék í allt öðrum klassa en aðrir leikmenn á vellinum,“ sagði Ágúst en Florent- ina varði 23 skot. „Sigurinn heldur okkur á lífi í riðlakeppninni. Það er fyrir mestu. Vonandi komum við enn sterkari til leiks gegn Frökkum og Þjóðverjum í júní. Allir gera sér ljóst að við verðum að leika miklu betur í þeim viðureignum til þess að krækja í stig,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari í samtali við Morg- unblaðið. iben@mbl.is Aðalatriðið var að vinna  Landsliðsþjálfarinn óánægður með nýtingu dauðafæra  Verða að leika betur í júní HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olís-deildin: Austurberg: ÍR – Afturelding ............. 19.30 Valshöllin: Valur – Víkingur................ 19.30 Schenker-höllin: Haukar – Grótta ...... 19.30 Framhús: Fram – FH .......................... 19.30 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.