Morgunblaðið - 24.03.2016, Síða 3

Morgunblaðið - 24.03.2016, Síða 3
agnum um fjórða sætið Í VESTURBÆNUM Jóhann Ólafsson johann@mbl.is KR er komið í undanúrslit Íslands- móts karla í körfuknattleik. Það varð ljóst í gær þegar liðið sigraði Grinda- vík, 83:62, í þriðja leik liðanna í 8 liða úrslitum karla. KR vann alla þrjá leiki liðanna og sendir um leið Grind- víkinga í sumarfrí. Orðið sumarfrí er yfirleitt notað í jákvæðri merkingu en það á þó ekki við í þessu tilfelli. Núna geta Grind- víkingar hugsað sinn gang þar til Ís- landsmótið hefst í október. Árangur vetrarins hljóta að vera gríðarleg vonbrigði en mikið andleysi einkenndi gulklædda í nánast allan vetur. Vesturbæingar hófu leik gær- kvöldsins af miklum krafti og staðan var 16:2 fyrir KR eftir rúmlega þriggja mínútna leik. Jóhann Ólafs- son, þjálfari gestanna, tók þá leikhlé. Það virtist litlu skila, nema jú ef til vill því að munurinn jókst ekki með sama hraða og hann gerði í upphafi. Heimamenn virtust slaka á eftir frá- bæra byrjun og vera fastir í öðrum gír það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Staðan að honum loknum var 41:27 fyrir KR. Síðari hálfleikurinn var með ró- legra móti. Bæði lið virtust vita hver niðurstaðan yrði og spennan og bar- áttan eftir því. Fór það svo að lokum að KR-ingar lönduðu 21 stigs sigri, gegn andlausum Grindvíkingum. Nennti ekki að hreyfa sig Veturinn var hálfskrýtinn hjá gul- klæddum Grindvíkingum. Lítið er eft- ir af liðinu sem varð Íslandsmeistari 2012 og 2013 en margir leikmenn geta mun betur en þeir gerðu í vetur. Vandræði með erlendan leikmann hafa einnig sett strik í reikninginn en Charles Garcia er þriðji Kaninn í Grindavík í vetur. Ég held að honum hafi verið skítsama hvernig leikurinn fór í gær en hann er eflaust floginn heim í sólina nú þegar. Það kann auð- vitað ekki góðri lukku að stýra þegar leikmenn virðast ekki nenna að hreyfa sig. Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára setja stefnuna á þriðja titilinn í röð, eða „threepeat“ eins og það er kallað á körfuboltaensku. Ekki er ljóst hverjir andstæðingar KR verða í undanúrslitum en eflaust vonast margir körfuboltaunnendur eftir svipuðum undanúrslitum og þegar KR mætti Njarðvík á síðustu leiktíð. Þá hafði KR betur, 3:2 en tvífram- lengdan oddaleik þurfti til að knýja fram úrslit. Ef Njarðvík slær Stjörn- una út fá Njarðvíkingar tækifæri til að hefna ófaranna frá því í fyrra. Auðvelt hjá Íslandsmeist- urunum Morgunblaðið/Styrmir Kári Stærri Jens Valgeir Óskarsson úr Grindavík reynir að stöðva KR-inginn Michael Craion í viðureign liðanna í Vesturbænum. KR vann einvígið 3:0.  Andlausir Grindvíkingar komnir í sumarfrí  Kananum virtist skítsama ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2016 Lars Lag-erbäck, ann- ar af þjálfurum karlalandsliðsins í knattspyrnu, er vel launaður sam- kvæmt lista spænsku vefsíð- unnar Finance Football. Árslaun hans eru sögð vera 430 þúsund evrur sem jafngildir rúmum 60 milljónum króna. Landi hans Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Svía, er sagður vera með 200 þúsund evrur í árslaun eða rúmar 28 milljónir króna. Samkvæmt Finance Football er Lagerbäck í 12. sæti á launalistanum af þjálfurum landsliðanna 24 sem leika á EM .    Bastian Schweinsteiger, leik-maður Manchester United og fyrirliði þýska landsliðsins í knatt- spyrnu, slasaðist á hné á æfingu landsliðsins í Berlín á þriðjudaginn og í gær var staðfest að liðband í hné væri rifið. Schweinsteiger verður ekki með Manchester United á næst- unni, jafnvel ekki meira á þessu tíma- bili, og þátttaka hans á EM í Frakk- landi í sumar gæti verið í hættu.    Framarar hafa samið við ítalskaknattspyrnumarkvörðinn Stef- ano Layeni, sem gekk til liðs við Leikni á Fáskrúðsfirði, nýliðana í 1. deild karla, fyrr í þessum mánuði. Samkvæmt fótbolta.net var hann ekki tilbúinn til að vinna á Fáskrúðs- firði samhliða því að spila með Leikni. Framherjinn Eyþór Helgi Birgisson er hinsvegar hættur hjá Fram.    Helena Sverrisdóttir, Haukum,var í gær útnefnd besti leik- maður seinni umferðar í Dominos- deild kvenna í körfuknattleik. Auk hennar eru Gunnhildur Gunn- arsdóttir og Haiden Palmer úr Snæ- felli, Guðbjörg Sverrisdóttir úr Val og Sandra Lind Þrastardóttir úr Keflavík í úrvalsliði seinni umferðar. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæ- fells, var valinn besti þjálfarinn. Mar- grét Kara Sturludóttir, Stjörnunni, var valin mesti dugnaðarforkurinn. Þá var Sigmundur Már Herbertsson valinn besti dómarinn. Fólk folk@mbl.is Austurberg, Olís-deild karla, miðvikudaginn 23. mars 2016. Gangur leiksins: 8:13, 19:32. Mörk ÍR: Sturla Ásgeirsson 6, Aron Örn Ægisson 5, Sveinn Andri Sveinsson 5, Arnar Freyr Guðmundsson 2, Jón Kristinn Björgvinsson 1. Markverðir: Arnór Freyr Stef- ánsson og Svavar Már Ólafs- son. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Hauka: Janus Daði Smárason 8, Hákon Daði Styrmisson 7, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 6, Jón Þorbjörn Jóhannsson 3, Leonharð Þor- geir Harðarson 2, Þröstur Þrá- insson 2, Elías Már Halldórsson 1, Heimir Óli Heimisson 1, Einar Pétur Pétursson 1, Grétar Ari Guðjónsson 1. Markverðir: Giedrius Morkunas og Grétar Ari Guðjónsson. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Heimir Örn Árnason og Sigurður Hjörtur Þrastarson. Áhorfendur: 120. ÍR – Haukar 19:32 KA-heimilið, Olís-deild karla, mið- vikudaginn 23. mars 2016. Gangur leiksins: 0:2, 1:5, 4:6, 5:10, 7:11, 9:14, 13:14, 16:16, 18:18, 19:21, 21:24, 24:25, 24:26. Mörk Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson 9/2, Bergvin Þór Gíslason 6, Andri Snær Stef- ánsson 3, Sigþór Árni Heimisson 3, Halldór Logi Árnason 2, Hörð- ur Másson 1. Varin skot: Hreiðar Levý Guð- mundsson 17, Tomas Olason 3. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 8/4, Birkir Benedikts- son 5, Valdimar Sigurðsson 3, Mikk Pinnonen 3, Jóhann Jóhanns- son 3, Gunnar Malmquist Þórsson 2, Guðni Kristinsson 2. Varin skot: Davíð Hlíðdal Svans- son 13/1. Utan vallar: 18 mínútur. (Rautt spjald: Þrándur Gíslason Roth 40. mín) Dómarar: Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson. Áhorfendur: 387. Akureyri – Afturelding 24:26 Valshöllin, Olís-deild karla, miðviku- daginn 23. mars 2016. Gangur leiksins: 2:1, 4:2, 6:4, 8:5, 9:10, 11:11, 12:14, 15:14, 17:18, 18:21, 20:22, 23:22. Mörk Vals: Guðmundur Hólmar Helga- son 5, Sveinn Aron Sveinsson 4, Vignir Stefánsson 3, Orri Freyr Gíslason 2, Elvar Friðriksson 2, Geir Guðmunds- son 2, Atli Már Báruson 1, Daníel Þór Ingason 1, Ómar Ingi Magnússon 1, Al- exander Örn Júlíusson 1, Sturla Magn- ússon 1. Varin skot: Sigurður Ingiberg Ólafs- son 16. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Fram: Garðar B. Sigurjónsson 12, Sigurður Örn Þorsteinsson 4, Elías Bóasson 3, Stefán Darri Þórsson 2, Þorgrímur Smári Ólafsson 1. Varin skot: Kristófer Fannar Guð- mundsson 16. Utan vallar: 10 mínútur (Stefán Darri rautt spjald vegna þriggja brott- rekstra) Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Ólafur Pétursson. Áhorfendur: 188. Valur – Fram 23:22 Vestmannaeyjar, Olís-deild karla, miðvikudaginn 23. mars 2016. Gangur leiksins: 4:2, 6:4, 9:8, 11:9, 11:12, 13:15, 16:16, 18:20, 20:23, 23:28, 26:30, 31:35. Mörk ÍBV: Andri Heimir Friðriksson 10, Agnar Smári Jónsson 6, Nökkvi Dan Elliðason 5, Theodór Sig- urbjörnsson 4/1, Kári Kristján Kristjánsson 4, Grétar Þór Eyþórs- son 2. Varin skot: Stephen Nielsen 10, Kolbeinn Aron Arnarsson 6. Utan vallar: 10 mínútur (Rautt spjald: Sindri Haraldsson 49.mín.) Mörk Víkings: Jóhann Reynir Gunn- laugsson 10/6, Hlynur Óttarsson 6, Ægir Hrafn Jónsson 4, Atli Karl Bachmann 4, Arnar Gauti Grett- isson 4, Atli Hjörvar Einarsson 2, Karolis Stropus 2, Jón Hjálmarsson 2, Víglundur Jarl Þórsson 1. Varin skot: Einar Baldvin Baldvins- son 18. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Áhorfendur: 200. ÍBV – Víkingur 31:35 DHL-höllin, Dominos-deild karla, 8 liða úrslit, 3. leikur, miðvikudag 23. mars. Gangur leiksins: 10:2, 16:5, 24:9, 24:12, 26:14, 30:17, 36:20, 41:27, 43:30, 53:34, 62:36, 64:43, 69:47, 75:51, 77:60, 83:62. KR: Michael Craion 21/7 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 17, Darri Hilm- arsson 15/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 10/12 fráköst/11 stoðs., Helgi Már Magnússon 5/7 fráköst, Björn Krist- jánsson 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 5/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 5. Fráköst: 38 í vörn, 8 í sókn. Grindavík: Ómar Örn Sævarsson 17/ 13 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10/4 frá- köst, Ingvi Þór Guðmundsson 8, Hinrik Guðbjartsson 7, Jóhann Árni Ólafsson 6, Jens V. Óskarsson 6, Jón Axel Guð- mundsson 4/6 frák., Charles Garcia 4. Fráköst: 27 í vörn, 6 í sókn.  KR vann 3:0 og fer í undanúrslit en Grindavík er úr leik. KR – Grindavík 83:62 Dominos-deild karla 8 liða úrslit, þriðji leikur: KR – Grindavík..................................... 83:62  KR vann einvígið, 3:0. Keflavík – Tindastóll ............................ 95:71  Staðan er 2:1 fyrir Tindastól og fjórði leikur á Sauðárkróki á mánudag. NBA-deildin Brooklyn – Charlotte ....................... 100:105 New Orleans – Miami ........................ 99:113 Oklahoma City – Houston ............... 111:107 LA Lakers – Memphis ..................... 107:100 Spánn B-deild: Huesca – Castello .............................. 105:85  Ægir Þór Steinarsson gaf 6 stoðsend- ingar og skoraði 5 stig fyrir Huesca á 20 mínútum. KÖRFUBOLTI KÖRFUKNATTLEIKUR 8-liða úrslit karla, þriðji leikur: Ásgarður: Stjarnan – Njarðvík .. (1:1) 19.15 Schenker-höllin: Haukar – Þór Þ (1:1) 19.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olís-deildin: Vestmannaeyjar: ÍBV – Selfoss .......... 13.15 Kaplakriki: FH – Afturelding ............. 13.30 Valshöllin: Valur – HK......................... 13.30 Hertz-höllin: Grótta – Haukar ................. 14 KA-heimilið: KA/Þór – Fram................... 16 TM-höllin: Stjarnan – ÍR..................... 19.30 Fylkishöll: Fylkir – Fjölnir ................. 19.30 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Jáverk-völlur: Selfoss – Breiðablik ......... 11 Leiknisvöllur: Þróttur V. – KFS.............. 14 Fellavöllur: Höttur – Völsungur .............. 14 Leiknisvöllur: Víðir – ÍH .......................... 16 Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn: Boginn: Þór/KA – Breiðablik ................... 15 Í DAG!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.