Víkurfréttir - 12.08.1993, Síða 1
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
I _
31. tölublaö
14. árgangur
Fimmtudagur 12.
LPiMDSBO
q^fnohv:
HVSRF1
W
Varnarliðið skapar stór-
slysahættu ó Reykjanesbraut
Fimm í röð
hjó Karenu
- Opnuviðtal við
Islandsmeistara
kvenna ígolfi
Gullskalli
Keflvíkinga
- sjá bls. 11
Mikil gremja og jafnvel
hneykslan er meðal margra for-
ystumanna atvinnulífsins vegna
þeirrar ákvörðunar Vamarliðsins
að skapa stórslysahættu á
Reykjanesbraut og atvinnumissi
Suðurnesjamanna með því að
heimila flutning á vam-
arliðsvörum í gegnum Hafn-
arfjörð. Gerist þetta með þeim
hætti að bandaríska skipafélagið
Van Ommeren hefur ákveðið að
hætta að skipa vörunum upp í
Njarðvík og nota þess í stað
Hafnarfjarðarhöfn til upp-
skipunar á þriðjungi af vöru-
flutningum Varnarliðsins hingað
til lands.
Einn þeirra Suðurnesjamanna
sem líta málið alvarlegum augum
er Kristján Gunnarsson, formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur og nágrennis. Sagði
hann að það væru engin haldbær
rök fyrir þessari ákvörðun Varn-
arliðsins að heimila þetta.
„Varnarliðið heimilar þetta á
sama tíma og Eimskip hefur á-
kveðið að losa og lesta alla varn-
arliðsvöru í Njarðvík, sem er
mjög jákvætt skref fyrir Suð-
umesjamenn. A sama tíma og
það gerist hryggir þessi aðgerð
Vamarliðsins okkur mjög,“ sagði
Kristján.
„Við erum óhressir með að
Vamarliðið sé með þessu að
skapa stórslysahættu á Reykja-
nesbraut og auka atvinnumissi
fjölda Suðurnesjamanna, með
flutningi á þessari þjónustu til
Hafnarfjarðar. Við þetta munu
fara fram um 1200 ferðir á
Reykjanesbrautinni á ári með
þessa vöru, sem eru 1200 ferðum
of mikið og því til þess eins
fallnar að auka slysahættu á
brautinni.
Eg á erfitt með að trúa því að
Varnarliðið skuli samþykkja að
þessir flutningar fari héðan á
sama tíma og allir aðrir eru að
beita öllurn þeim ráðum sem til
eru svo auka megi atvinnu á Suð-
urnesjum. Tel ég máli þessu því
hvergi nærri lokið af okkar
hálfu,“ sagði Kristján að lokum.
Prestsvígsla á
sunnudag
Biskupinn yfir Islandi, herra
Olafur Skúlason, mun ú sunnudag
vígja Sigfús Baldvin Ingvason til
aðstoðarprestsstarfa í Ketfavík.
Prestvígslan fer fram í Dóm-
kirkjunni í Reykjavík og liefst at-
höfninkl. 10.30.
Mun þetta vera í fyrsta skipti sem
aðstoðarprestur er vtgður til starfa
með sóknarpresti í sókn ú Suð-
umesjum.
Smábátaeigendur
ekki á förum
Nú er komið í Ijós að fréttir í vor
af miklum flóttu smábátaeigenda af
Suðumesjum til Bolungavíkur voru
rangar. Að vísu fóru niargir smá-
bátaeigendur vestur til vciða, en
voru ekki að flytja lögheimili sitt.
Heidur var hér á ferðinni hin árlega
dvöl margra smábáta af Suð-
urnesjum. er róa á sumrin frá Snæ-
fellsnesi og vestfjörðum.
Blaðinu er hins vegar aðeins
kunnugt um að einn útgerðarmaður
með tvo báta hafi flutt vestur fyrir
fullt og allt. Hinir sem sagt var frá
að flúið hefðu Suðumesin em
flestir eða allir komnir til baka.
Kosið um sam-
einingu allra
sveitarfélaganna
Ráðgert er að leggja fram í
næstu viku tillögu um að kosið
verði í nóvember um sam-
einingu allra sjö sveitarfé-
laganna á Suðumesjum.
Að sögn Kristjáns Páls-
sonar, formanns umdæmis-
nefndar SSS sem sett var á
stofn í vor til að vinna að
sameiningarmálum, liggur á
næstunni fyrir skýrsla um kosti
og galla við sameiningu sveit-
arfélaganna. Reiknað er með að
skýrslan verði kynnt á borg-
arafundum í hverju sveitarfélagi
fyrir sig, auk kynninga í stað-
arblöðum.
Fáist ekki afgerandi niðurstaða
um sameiningu sveitarfélaganna,
er möguleiki á að kjósa þurfi að
nýju um sameiningu hluta af
sveitarfélögunum. Samkvæmt
lögum verður niðurstaða að liggja
fyrir 15. janúar nk.
Eftir að sú niðurstaða ligg-
ur fyrir er gert ráð fyrir að
uppstilling á sameiginlegum
framboðslistum hefjist í þeim
sveitarfélögum sem sýnt hafa
áhuga fyrir sameiningu.
Mun síðan verða kosið til
sameiginlegra sveitarstjórna
sem annarra í vor, en sam-
eining mun þó ekki taka gildi
fyrren urn áramótin 1994/95.
Forsetinn við vígslu
Stekkjarkots á fimmtudag
Næstkomandi fimmtudag 19.
ágúst verður gamli Stekkj-
arkotsbærinn sem endurreistur
hefur verið á Fitjum í Njarðvík
formlega opnaður almenningi til
sýnis. Bær þessi er talinn vera sá
síðasti sem var í byggð á svæð-
inu, að sögn Kristjáns Pálssonar,
bæjarstjóra í Njarðvík.
Hefur Njarðvíkurbær og At-
vinnuleysistryggingasjóður látið
endurreisa bæinn sem átaks-
verkefni gegn atvinnuleysi.
Meðal gesta við opnun bæj-
arins verður forseti Islands, frú
Vigdís Finnbogadóttir. en hún
var einmitt viðstödd þegar
ákvörðun var tekin í fyrra um að
reisa bæinn. Þá verður við-
stöddum boðið upp á íslenskar
veitingar og menn í skinnklæðum
verða á staðnum. Er almenningi
boðið að vera viðstaddur uppá-
komu þessa.
AUGLÝSINGAR • RITSTJÓRN • AFGREIÐSLA ® 14717,15717 • FAX12777