Víkurfréttir - 12.08.1993, Page 4
4
12. ÁGÚST 1993
Vikurfréttir
Fundur um sjávar-
útvegsmál
-á Glóðinni á morgun
Skipsstjóra og stýrimannafélagið Vísir
heldur almennan fund um sjávarútvegsmál
á Gióðinni á morgun, föstudaginn 13. ágúst
og hefst hann kl. 10 fyrir hádegi.
Frummælendur eru:
Kristinn Pétursson, frá Bakkafirði sem
talar um hafrannsóknir.
Grétar Mar ræðir um núverandi fisk-
veiðistefnu
Guöjón A. Kristjánsson fjallar um nýjar
leiöir í stjórnun fiskveiöa.
♦ Skotta KE 45. ♦ Hafsúla KE 46. Myndir: epj.
Skotta KE og Hafsúla
Skip Hrannars hf. sem á dög-
unum flutti lögheimili sitt til
Keflavíkur hefur nú verið sett á
KE númer. Þá hefur Amar
Magnússon o.fl. keypt bát og sett
einnig á KE númer.
Skip Hrannars hf. er Skotta sem
nú ber númerið KE 45. Um er að
ræða 300 tonna stálskip. Bátur
Amars og félaga ber nafnið Haf-
súla KE 46 og er 30 tonna eik-
arbátur sem gerður verður úr á
dragnót.
• Reykjanesbraut
Gestir fundarins veröa sveitarstjórnar-
menn á Suðurnesjum og þingmenn kjör-
dæmisins og fleiri.
Allir velkomnir.
Stjórnin
Sviftur ó 151 km. hraða
Ökumaður var staðinn að því
að aka á 151 km. hraða á Reykja-
nesbraut um síðustu helgi. Var
hann sviftur ökuréttindum á
staðnum.
Að öðru leyti var rólegt hjá
lögreglunni í Keflavík, nema
hvað varðar ölvun í heimahúsum,
einnig voru þrír ökumenn teknir
grunaðir um meinta ölvun við
akstur, að sögn Þóris Mar-
onssonar, yfirlögregluþjóns.
1 WÞFasteignaþjónusta
C , FASTEIGNA-&
buöumesja>Y skipasala
Vatnsnesvegi 14 - Keflavík - Sími 13722
Efstaleiti 47-55, Keflavík
Til sölu fimm raöhús vlö Efstaleiti. Húsin eru 106 ferm.
ásamt 32 ferm. bílskúr. Húsin seljast tilbúin aö utan en
fokheld aö innan.
Verö:
6.300.000.- til 6.500.000.-
Byggingaraðili:
Guömundur Hreinsson
'■ -4 j 1 7j
it * r v- "f
Vesturgata 21, Keflavík
Tæplega 80 fenn. 3ja her-
bergja íbúð á n.h. í tvíbýlishúsi
ásamt bílskúr 5.900.000.-
Sólvallargata 28, Ketlavík
Mjög rúmgóð 3-4ra her-
bergja íbúð í tvíbýli. Parket á
gólfum. Góðui staður, stutt í
alla þjónustu.
6.200.000,-
Hafnargata 72, Keflavík
106 ferm. eldra einbýlishús.
Þrjú svefnherbergi. 5.200.000,-
Suilurgata 27, Sandgerði
107 ferm. nýleg 5 herbergja
íbúð í tvíbýli ásamt 30 ferm.
bílskúr. 8.400.000,-
Heiðargarður II, Keflavík
Um 120 ferm. raðhús ásamt
29 ferm. bílskúr. 1 húsinu eru
m.a. 4 svefnherbergi og gott
sjónvarpshol. Góður staður.
Skipti möguleg á minni eign.
10.500.000.-
Heiðarból 6, Keflavík
Um 78 ferm. 3ja herbergja
enda íbúð á annari hæð. Nýleg
eldhúsinnrétting, góð lán á-
hvílandi. Skipti möguleg á stærri
eign. 5.300.000.-
Norðurvellir 52, Keflavík
139 ferm. raðhús ásamt 28,5
ferm. bílskúr. Parket á gólfum
og beyki innréttingar.
11.500.000,-
Brekkustígur 27, Njarðvík
159 ferm. einbýlishús á
tveimur hæðum, 5 svefnher-
bergi. Húsið hefur verið mikið
endurnýjað m.a. rafmagn,
vatnslagnir. skólp, gluggar, gler
og þak.
8.900.000,-
Heiðarból 6, Keflavík
Tveggja herbergja fbúð á
annari hæð. Parket á gólfum.
Skipti möguleg á stærri eign.
4.400.000.-
Heiðarbraut 5F, Keflavík
Um 134 ferm. raðhús á
tveimur hæðum ásamt sólstofu
og bílskúr. Mikið endurnýjað.
10.900.000,-
Suðurgata 44, Keflavík
Einbýlishús á þremur hæð-
um ásamt bílskúr. Sér íbúð í
kjallara sem hægt er að leigja
út. Tvær efri hæðirnar skiptast
í þrjú svefnherbergi, bað, tvær
samliggjandi stofur og eldhús.
Parket á gólfum. 9.000.000,-
Nú er komið
að því
-Unglingastaður
opnar setin í Keflavík
Nú styttist óðar í opnun
Edenborgar, sem verður í fram-
tíðinni rekinn sem staður fyrir
unglinganna í Keflavík. Hefur
Keflavíkurbær tekið húsið á
leigu og ráðið Ævar Ólsen sem
forstöðumann. Mikið verk er því
fyrir höndum við að koma
staðnum í stand, s.s. hugmynd af
nafni, litavali. starfi, skipulagi
o.fl. Hefur nefnd sú sem krakk-
amir sjálfir skipa, því ákveðið að
óska eftir aðstoð úr hópi þeirra
sem munu nota staðinn.
Ávarp undirbúningshópsins
til viðkomandi er því eftir-
farandi:
„Nú er komið að því....
Hafnargata 30. (Edenborg) er
okkar. Tækifærið er komið. nú
er okkar að nýta það.
Kíkið á staðinn í kvöld og
ræðum málin.
Látið nú sjá ykkur".
• íbúöir í
iðnaðarhúsnæöi:
Samþykkt í
Njarðvík
-óafgreitt í Garði
Fyrr í sumar sögðum við frá
tveimur iðnaðarhúsnæðum sem
breytt hafði verið í íbúðir án
heimildar byggingayfirvalda á
viðkomandi stöðum. Um var að
ræða húsnæði Vökvatengis í
Njarðvík og Húsabyggingar í
Njarðvík.
Nú hefur bygginganefnd
Njarðvíkur og eldvarareftirlit
samþykkt húsnæðið í Njarðvík
til tveggja ára að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum. En að
sögn Guðmundar T. Ólafssonar,
forstöðumanns eldvamareftir-
lits Brunavama Suðumesja er
málið í Garðinum enn óafgreitt
og staðan í raun óbreytt frá því
í sumar.
• Héraðsdómur:
Móðir dæmd
fyrir að
deyða nýfætt
barn
Héraðsdómur Reykjaness
hefur dæmt 26 ára konu í 18
mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir að hafa af
ásetningi deytt meybam sitt
strax eftir fæðingu. At-
burðurinn átti sér stað að
morgni 2. janúar 1992 á
snyrtiherbergi á heimili for-
eldra hennar í einu af bæj-
arfélögunum á Suðumesj-
um.
Frá þessu var greint í DV
á þriðjudag. Þar kom einnig
fram að konan haft borið því
við að hún hafi ekki gert sér
grein fyrir þungun sinni.
Dómurinn taldi að þar
sem hagir ákærðu hefðu
verið sérstakir, bæði fyrir og
eftir verknaðinn, þætti rétt
að beita aðeins skilorðs-
bindingu í máli þessu.