Víkurfréttir - 15.06.1994, Page 6
6
15. JÚNÍ 1994
VfKURFRÉTTIR
• F R E T T I R
Útgefandi: Víkurfréttir hf.
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15, símar 14717,
15717. Box 1S5, S30 Keflavík. Póstfax nr. 1S777. - Ritstjóri og
ábm.: Páll Ketilsson, heimas. 13707, bílas. 985-33717. - Prétta-
stjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, heimas. S7064, bílas. 985-42917.
- Auglýsingastjóri: Sigríður Gunnarsdóttir - Upplag: 6400 eintök
sem dreift er ókeypis um öll Suðurnes. - Fréttaþjónusta fyrir
Stöð S og Bylgjuna. - Aðili að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.
- Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt
nema heimildar sé getið.
Umbrot, filmuvinna og prentun: Grágás hf., Keílavík
LEIÐARI:
Fréttabær
Suðurnesin voru eins og stórborg um síðustu helgi. frá
bæjardyrum fréttamanna og áhorfenda. Hver stór-
viðburðurinn rak annan og er óhætt að segja að reynt hafi á
þolrif margra.
Stórbruni í fjölbýlishúsinu mótum Faxabrautar og Sól-
vallagötu kallar fram ýmsar spurningar. Ljóst er að eldvarnir
í svona stóru húsi voru alls ekki nægjanlegar og er því kennt
um hversu gamalt húsið er. Það má vera rétt en vekur einnig
upp spurningar um ástand fleiri eldri einbýlishúsa og stórhýsa
á svæðinu. Það var aðeins fyrir snögg viðbrög lögreglu og
slökkviliðs að ekki urðu slys á mönnum í þessum bruna. Eins
og Örn Bergsteinsson, aðstoðarslökkvistjóri Brunavama
Suðurnesja sagði var það nánast kraftaverk að engir slösuðust.
Ljósið mitt í eldmyrkrinu voru viðbrögð allra aðila þegar
uppgötvaðist að um tuttugu fjölskyldur voru „á götunni".
Ættingar, vinir og fleiri aðilar, s.s. Rauði krossinn og bæj-
aryfirvöld brugðust vel við og vonandi leysist vel úr málum
allra, þó ljóst sé að nokkrar fjölskyldur hafa tapað nánast al-
eigunni í brunanum. Allsherjar söfnun verður á Suðurnesjum
á morgun, fimmtudag og vonandi taka íbúar höndum saman
og láta eitthvað af hendi rakna til hjálpar illa stöddu fólki eftir
þennan harmleik. Ekki má heldur gleyma þætti slökkviliðs
varnarliðsins í brunanum. Ef við hefðum ekki notið nærveru
þess og hátæknibúnaðar er ekki gott að segja hvernig hefði
tárið. A hinn bóginn er ljóst að bílar og tæki slökkviliðs
Brunavarna Suðurnesja eru ekki nægilega öflug þegar svona
stórbrunar koma upp.
Aðeins skammt frá stóru blokkinni stóðu kratar í stór-
ræðum í íþróttahúsi Keflavíkur. Og rétt þegar styttist í stór-
tíðindin, sjálft formannskjörið, gerðist það ótrúlega.
Sprengjuhótun barst. Maður á miðjum aldri tilkynnti um hót-
unina í bílasíma. Ekki tókst að rekja símtalið eða taka það upp
á band. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir lög-
regluyfirvöld á Suðurnesjum hvort ekki þurfi að bæta við
búnað lögeglunnar í þessum efnum, því aðeins er rúmt ár
síðan tilkynning barst lögreglunni á Keflavíkurflugvelli um
sprengju í Leifsstöð. Þá eins og nú, var sem betur fer um að
ræða gabb. Engu að síður er hér á ferðinni stóralvarlegt mál
og ótrúlegt hugsunarleysi hjá viðkomandi aðila sem gerir
svona lagað. Vonandi hefur þetta ekki áhrif á þá aðila sem
hafa horft til Suðurnesjasvæðisins til að halda stóra fundi eða
ráðstefnur. því mjög vel tókst til með alla framkvæmd krata-
þingsins og möguleikar í ráðstefnuhaldi á Suðurnesjum eru
miklir.
En það er skammt stórra högga á milli. Þjóðhátíð og
fimmtíu ára lýðveldisafmæli verður um helgina og vonandi
taka Suðurnesjamenn og landsmenn allir sig sarnan og fagna
á viðeigandi hátt. A Suðurnesjum verða vegleg hátíðarhöld
bæði 17. og 18. júní og þá hefur verið opnuð sögusýning um
17. júní í bæjar- og héraðsbókasafni Keflavíkur sem vert er að
líta á.
Við svona tímamót er ekki úr vegi að líta til baka og
minnast samstöðu landsmanna fyrir fimmtíu árum þegar ís-
lendingar öðluðust lýðveldi. Ohætt er að segja að miklar
framfarir hafi átt sér stað í íslensku þjóðlífi og mannlífi á
þessum fimmtíu árum og vonandi verður svo áfram um
ókontna tíð.
Víkurfréttir færa Suðurnesjamönnum og landsmönnum
nær og fjær bestu þjóðhátíðarkveðjur.
Páll Ketilsson
i BF0'
mKT f ^
Wm a
STYRKÞEGAR LIÐVEISLU, f.v.: Guðný, Kristinn, Starkaður, Magnús,
Margrét og I’áll Jónsson, sparisjóðsstjóri.
Peningaveisla
liðveislu!
Sparisjóðurinn í Keflavík af-
henti kr. 100.000 styrki til þriggja
félaga í Liðveislu, náms-
mannaþjónustu Sparisjóðsins, á
föstudaginn. Einnig fengu tveir
stúdentar, Magnús Konráðsson
og Starkaður Barkarson, við-
urkenningu fyrir góðan náms-
árangur úr Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja, kr. 50.000 hver.
Dómnefndin var skipuð
Hjálmari Arnasyni skólameistara
sem var formaður dómnefndar,
Friðfinni Skaptasyni fram-
kvæmdarstjóra Atvinnuþróunar-
félags Suðurnesja og Guðjóni
Guðmundssyni framkvæmda-
stjóra SSS. Dómnefndin valdi
eftirfarandi einstaklinga með
hliðsjón af námsárangri:
Guðný Reynisdóttir, en hún er
að ljúka námi frá Pennsylvania
State University í ráðgefandi sál-
arfræði. Margrét Sturlaugsdóttir
sem er að ljúka B.S. námi frá
Charelston Southern University í
Sálfræði og íþróttafræði. Krist-
inn Már Pálmason en hann er að
ljúka námi í málunardeild frá
Myndlista- og Handíðaskóla ís-
G\e2 ilega þjóðKötíð !
ÍKUR
__l
r^fírJ
B AR - RESTAURANT - CAFFÉ
Hafnargötu 19a - Simi 14601
Ráar bar:
Trúbadorar BARA TVEIR
fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld
BÍTLAHÁTÍÐ Á ÞJÓÐHÁTÍÐ
HLJÓMSVEITIN JÓN FORSETI
rifjar upp bestu bítlalögin
föstudags- og laugardagskvöld
TIL HAMINQJU MEÐ DAQINN,
QÓÐIR ÍSLENDINQAR!
- Ráar eldhús -
HELQARMATSEÐILL Á ÞJÓÐHÁTÍÐ:
Forréttur
C/ljáð hörpuskel með paprikusósu
Aðalréttur
Qrillaður lambahryggur smurður með Dijon og raspi
Desert
Frönsk bananatcrta með blönduðum ávöxtum
AÐEINS KR. 2.200.-
Snyrtilegur klæðnaður
Kvennahlaup!
Kvennahlaup ÍSÍ veröur
haldið Kvennréttindadaginn
I9. júní og verður hlaupið í
öllum sveitaifélögum á Suð-
urnesjum að þessu sinni. Lagt
verður af stað frá Sund-
miðstöðinni í Keflavík, í-
þróttamiðstöðinni í Sand-
gerði, Iþróttamiðstöðinni í
Garði, Iþróttamiðstöðinni í
Vogum og Sundlauginni í
Grindavík. Þátttökugjald er
kr. 500.
Flakkararnir
á götuna!
Listamenn á vegum Nor-
ræna hússins verða í göngu-
götu Flug Hótels sunnu-
daginn 19. júní næstkomandi,
kl. 14:00.
Það er í tilefni af 50 ára
lýðveldisafmælinu sem Nor-
ræna húsið á Islandi stendur
fyrir ferðalagi norrænna
listamanna um landið dagana
9.-19. júní n.k. Hópurinn
kallar ' sig NORRÆNU
FLAKKARANA og í honum
eru átta manna danskur kór,
sem syngur létt og skemmti-
leg norræn lög, fimm þjóð-
lagatónlistarmenn frá Sví-
þjóð og Damnörku sem munu
syngja og spila og síðast en
ekki síst eru tveir leikarar frá
Færeyjum með barnaleikrit.
Leikritið fjallar um Snata og
er byggt á færeysku ævintýri.
Þar koma fyrir kóngur og
drottning, tröll og skessur og
allt sem tileyrir góðu æv-
intýri.
Nordisk Kulturfond, Tea-
ter og Dans i Norden, Nor-
ræna ferðaskrifstofan og
margar deildir Norræna fé-
lagsins á Islandi hafa veitt
þessari menningaruppákomu
dýrmætan stuðning og gert
þetta verkefni möguleg.
Vonast er til að sem flestir fái
að njóta þessarar skemmt-
unar sem boðið er upp á,
segir í fréttatilkynningu frá
Norræna húsinu.
Aðstaða við kirkju-
garð í Njarðvík
Þjónustuhús kirkjugarðs Njarð-
víkursókna verður opnað formlega
19. júní nk. húsið er staðsett norð-
vestan við kirkjugarðinn en þar verða
m.a. áhöld til garðyrkju, vatn, gróð-
urmold og geymsla fyrir verkfæri. Sr.
Bragi Friðriksson prófastur blessar
þjónustuhúsið og sr. Baldur Rafn
Sigurðsson sóknarprestur llytur ritn-
ingarorð. Húsið verður opið al-
menningi til sýnis á vígsludaginn
18:00-21:00.
Útafakstur og
árekstrar
Nokkuð hefur verið um um-
ferðaróhöpp í lögsagnarumdæmi
Keflavíkurlögreglunnar á síðustu
dögum. Ekki hafa orðið alvarleg slys
á fólki.
Kl. 21:45 á fimmtudagskvöld í
síðustu viku varð umferðarslys við
Seltjörn þegar bifreið var ekið útaf
veginum. Ekki urðu alvarleg slys á
fólki. Þá varð harður árekstur ú mót-
um Vesturgötu og Kirkjuvegar á
föstudagskvöldið kl. 19:30. Þar
sluppu allir við meiðsl.