Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.12.1995, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 07.12.1995, Blaðsíða 12
10 7. DESEMBER 1995 WlfUitFRÉTTIR ♦ Teikning af kynniitgar- og mötuneytishúsi. Útlit s-austur og orkuverið cr á vinstri hönd, bakvið nýja Itúsið. Mikil þétlteka i samkeppni m kynningar■ og mðtuneytishús Hitaveitmar í Svartsengi: Arkitektarnir Ragnar Ólafsson og Gísli Sæ- niundsson hlutu fyrstu verð- laun í samkeppni um kynn- ingar- og mötuneytishús Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi. Fjörtíu og þrjár tillögur bárust. Það var Júlíus Jónsson, for- stjóri Hitaveitu Suðurnesja sem afhenti verðlaunin í samkeppn- inni. Hann rakti sögu mála, ástæður fyrir samkeppninni og sagði að við mat á tillögunum hafði dómnefnd að leiðarljósi að meta meira góða heildar- lausn tillögu en gallaleysi. Umsögn dómnefndar um verðlaunatillögu arkitektanna Ragnars Ólafssonar og Gísla Sæmundssonar var m.a. á þá leið að heildarlausn verkefnis- ins hafi verið mjög góð. Grunn- mynd væri í heild ákaflega vel leyst og hraunaðir boga- veggirnir við inngang gerðu að- komu áhugaverða. Utlit bygg- ingarinnar væri líflegt og hraunkeila gæfi húsinu skemmtilegan svip, jafnt úti sem inni. Önnur verðlaun hlaut Teikni- stofan hf. Reykjavfk og höf- undar tillögunnar arkitektarnir Ivon Stefán Cilia og Bjarni Snæbjörnsson. Þeir hlutu í verðlaun 500 þús. kr. Þriðju verðlaun féllu í skaut Arkit- ektastofu Guðmundar Jónas- sonar og verðlaunaféð var þar kr. 300 þús. Þá ákvað Hitaveita Suðurnesja að kaupa þrjár aðrar tillögur fyrir 100 þús. kr. hverja og veitti öðrum þremur viður- kenninguna „Athyglisverð til- laga“. Reynir Adamsson, formaður Arkitektafélags íslands flutti stutta tölu við afhendingu verð- launanna og sagði þær vinnu- stundir sem hefðu farið santan- lagt í allar tillögurnar næmu u.þ.b. sex árum. Um tvöhundr- uð tímar færu að jafnaði í hverja tillögu. V ¥ VIKURFRETTIR 06 RAFHUS Aj~j ATVNAR. Ill.l II í Víkurfréttum 30. nóvember, 7. desember og 14. desember eru þrjár lauflétlar spurningar í liverju blaði, um verslun og þjónustu á Suðurnesjum. Svörin finnur þú í JÓLAHANDBÓK VÍKURFRÉTTA 1995. Slmrita fritta- og auglysingablaíið á Su&urntsjum I. VINNINGUH: PANASONIC RXD-S 15 ferðatækimeð geislaspilara að verðmœti 19.950.- 2.-10. VINNINGUR: PANASONIC RXF-S 430 ferðatæki með segulhamli að verðmæti 8.990,- flÍRAFHUS HAFNARGOTU 21 ■ KEFLAVIK SÍMI4211775 Klippið tír svarseðla setti birtast í Víkurfréttum 30. nóv., 7. des. og 14. des. og skilið í uiuslagi til Víkurl'rétta eða Rafluiss í síðasta lagi fyrir liádegi 19. desember. Dregið verður tir réltum svarseðluin eftir liádegi |iunu dag og nöfn 10 beppimta vinningshafa verða birt í Víkurfréttum 21. desember. Vinningarnir verða aflientir fyrir jól. 1. llvað kosla sængiirverasetlin í Samkaup? ___ 2. Ilvað Hvernig góðgæti auglýsir Nýja Bakaríið? _ 3. Nefndu 3 vörutnerki seni K-sport auglýsir?____ NAFN . HEIMILI SÍMI Klippltt svarseðiliim úl ug gcyimlu liaiiu lil 14. tles. I»á skilar |>ú ölluin (ireiuur aedlunum til Vfkurfrétla eða Rafliúss... Kirkja Keflavíkurkirkja Sunnudagur 10. des. desentber: Annar sunnudagur í aðventu: Sunnudagaskóli kl. 11:00 Þema: Leyfum trúnni að vaxa í hjörtum okkar. Munið skólabflinn. Guðsþjónusta kl. 14:00 Prestur: Ólafur Oddur Jónsson. Kór Kefla- víkurkirkju syngur. Organisti: Einar Örn Einarsson. Athugið! Kirkjan er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl.16-18 og gefst fólki tækifæri á að eiga sínar íhug- unar- og bænastundir. Starfsfólk kirkjunnar verður til viðtals á sama tíma í Kirkjulundi. Prestarnir. Bjarmi Félag um sorg og sorgarviðbrögð. Opinn fundur verður haldin í Kefla- víkurkirkju mánudaginn 11. desem- ber kl. 20:30, fundarefni: Jólin og sorgin. Hermann Þorsteinsson fram- kvæmdarstjóri talar um efnið. Stjómin. Félagið Börnin og við t Keflavík. Foreldramorgnar: Foreldrar koma saman ásamt bömum sínum á þriðjudögum á Gæsluvellinum við Heiðarból í Keflavík. Stjórnin. Njarðvíkurprestakall Innri-Njarðvíkurkirkja Sunnudagur 10. desentber: Sunnudagaskóli kl. 13:00 Aðventukvöld kl. 17:00 Barn borið til skírnar. Kirkjukórinn syngur und- ir stjóm Steinars Guðmundssonar. Einsöngur Ingólfur Ólafsson og nemendur úr Tónlistaskóla Njarð- víkur koma fram. Miðvikudagur 13. desentber: Foreldramorgunn kl. 10:30, síðasta skiptið fyrir áramót. Ytri-Njarðvíkurkirkja Sunnudagur 10 desentber: Sunnudagaskóli kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 11:00. Kirkjukór- inn syngur undir stjórn Steinars Guðmundssonar. Þriðjudagur 12. desember: Foreldramorgunn kl. 10:30, síðasta skiptið fyrir áramót. Baldur Rafn Sigurðsson. Hvalsneskirkja Sunnudagur 10. desentber: Messakl. 14:00 Sóknarprestur. Grindavíkurkirkja Fimmtudagur 7. desentber: Jólastund aldraðra kl. 14:00 Sunnudagur 10. desember: Sunnudagaskóli kl.l 1:00 Kveikt á jólatréinu við Landsbank- ann kl. 17:00 Aðventuhátíð kirkjunnar kl. 20:00. Blönduð dagskrá í tali og tónum fermingarbörnin flytja helgileik. Barnakórinn flytur söngleik um fæð- ingu frelsarans. Þriðjudagur 12. desentber: Mömmumorgnar kl. 10:00 TTT starfið, jólastund., kl. 18:00 Jólastund fyrir unglinga kl. 20:30 Miðvikudagur 13. desentber: Poppmessa kl. 20:30 Kálfatjarnarkirkja Laugardagur 9. desember: Kirkjuskóli í Stóru-Vogaskóla kl. 11:00 Sunnudagur 10. desentbcr: Aðventuhátíð f Kálfatjarnarkirkju kl. 17:00 með þáttöku bama og fullorð- inna sem flytja tónlist og talað orð. Prestur séra Bragi Friðriksson, eftir messu verður kveikt á jólatrénu í Vogum. Sóknarnefnd. Hvítasunnukirkjan A'egurinn Bamakirkja sunnudag kl. 11:00, ogsamkomakl. 14:00. Allir velkomnir. Safnaðarheimili Aðventista Blikabraut 2: Laugardagurkl. 10:15. Guðþjónusta og Biblíurannsókn. Kaþólska Kapellan Keflavík Skólavegi 38: Messakl. 14:00 á sunnudögum. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.