Víkurfréttir - 07.12.1995, Page 19
OTKURFRÉTTIR
7. DESEMBER 1995
17
Sið 1/pji ko’ðt/O'ðsGOtu
C/ 7l j'jJ LI 3JEFUNM
♦ Hér má sjá átfærslu liöfwida á
gantla bætnitn. Sjá má hvemigþeir
n sjá fyrir sér álicrsluás frá kirkjwmi
niðnr Norðfjörðsgötn þar sem
hiiginyndin er að setja upp minnis-
merki.
G
cccx/
O l
Bjarni Marteinsson, annar tveggja höfunda verðlaunatillögu
að umhverfisskipulagi gamla bæjarins og Hafnargötu:
Spennandi
verkefni
Bjami Marteiiisson og Kjart-
an Jónsson. arkitektar
gerðu verðlaunatillögu að um-
hverfisskipulagi gamla bæjarias
og Hafnargötu í Ketlavík.
Anmu' þeiira félaga, Bjami hefur
síðustu tvö árin starfiiekt Arkitekta-
stofu Suðumesja að Tjamargötu 2 í
Keflavík en hann vann verðlauna-
tillöguna í samvinnu við Kjartan.
Bjami er ekki ókunnur Suðumesj-
unum því hann hefur auk fiess að
starfrækja stofu sína hér búið í
Höfnunum að hluta til, aðallega yfir
sumartímann.
Hann ólst upp í Höfnunum til
tólf ára aldurs og er sonur hjónanna
Kristfnar Bjamadóttur (Sæmunds-
sonar, fyrrv. fiskifræðings) úr
Grindavík og Marteins Guðmunds-
sonar (Sigvaldasonar, útgerðar-
bónda úr Merkinesi). Marteinn
vann mikið við útskurð, m.a. gerði
hann skímarfontinn í Keflavíkur-
kirkju.
„Hvatinn að opnun Arkitekta-
stofú Suðumesja var sá að um ára-
bil hafði ég unnið við verkefni í
Keflavík og þá aðallega í Flughót-
eli, bókasafninu og reyndar öllu í
því húsi ásamt minni verkefnum
fyrir einstaklinga. Eg hef þannig
verið með annan fótinn á svæðinu",
segir Bjami, sem segist ekki hafa
unnið við hliðstætt verk áður en
alitaf haft brennandi áhuga á sög-
unni, varðveislu gamalla húsa þar
sem hann á heima og bæjarskipu-
lagi almennt. „Eg setti mig vel inn í
verslunarsögu Keflavíkur og lét
þessa vinnu í forgang hjá mér.
Tilgangurinn með verkefninu
var að skapa heildaryfirbragð í
gamla bænum og við Hafnargötu".
Aðspurður um hvernig svona
veil væri unnið sagði Bjami: „Við
unnum þetta í sameiningu. Kjartan
sá um teiknivinnuna og úrvinnslu
hugmynda en hugmyndavinnan var
meira mín megin.
Aðspurður um framgang máls-
ins segir Bjami vera í höndum bæj-
aryfirvalda en Ijóst sé þó að þetta sé
ekki verkefni sem sé unnið á
skömmum tíma því samhliða þieim
þurfi m.a. að skipta um jatðveg og
lagnir í götum. Hvað Hafnaigötuna
varði var hugmyndin að skapa
hæga umfeið á götunni án þess að
fækka bflastæðum. Þó verður ein-
hver breyting á bílastæðum við
gatnamót Hafnargötu og Tjamar-
götu þar sem áætlað er að komi
hringakstur. Einnig er ætlunin að
sía út þá umferð sem ekki á beint
erindi á Hafnaigötuna, - vfsa henni
annað, á komandi Sjávarbraut og
Hringbrautina. Þá segir Bjami að
það geti orðið spennandi að vinna
úr hugmyndum fyrir verslunareig-
endur með yfirbyggingu yfir hluta
götunnar.
Eins og fram hefur komið er
kynningarfundur um verðlaunatil-
löguna í KK-salnum í kvöld og
hefst hann kl. 20. Em bæjarbúar
hvattir til að Ijölmenna og kynna
sér nýtt umhverfisskipulag í gamla
bænum og við Hafnargötu.
♦ Bjarni Marteinsson, arkitekt.
Aðventukvöld
veröur haldið í húsi Sálarrannsóknarfélags
Suðurnesja sunnudaginn 10. desember kl. 20:30.
Allir félagsmenn velkomnirog
takið með ykkur gesti.
Stjórnin
Nauðungarsala á
lausafjármunum
Nauðungarsala á lausafjármunum, bifreiðum,
sjónvörpum o.fl. verður haldin föstudaginn 8.
desember 1995 kl. 16:00 við Bílaskemmu
B.G. v/ Flugvallaveg í Keflavík.
Sýslumaðurinn í Keflavík
6. desember 1995.
Hitaveita Suðurnesja:
Sýning um helgina
Sýning á 43 tillögum sem bárust í gerð kynningar- og mötuneyt-
ishúss Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi verður opin um helgina.
Sýningin var opnuð um síðustu helgi en þá var greint frá því
hvaða tillögur sigruðu í hugmyndasamkeppninni. Opið verður kl.
I3 til I7 laugardag og sunnudag en sýningin er í húsi Hitaveitu
Suðurnesja við Brekkustíg í Njarðvík en gengið er inn frá Bakka-
stíg.
Umhverfisskipulag gamla bæjarins
og Hafnargötu í Keflavík:
Kynningarfundur
í KK-salnum í kvöld!
Kynningarfundur í framhaldi af samkeppni um umhverf-
isskipulag í gamla bænum og Hafnargötu verður hald-
inn i KK-salnum, Vesturbraut 17 í kvöld, fimmtudaginn
7. des. kl. 20.
DAGSKRÁ
1. kl. 20.00 - Húsið opnað og uppdrættir verða til sýnis.
2. kl. 20.30 - Bæjarstjóri flytur inngangsorð.
3. kl. 20.40 - Höfundur verðlaunatillögu útskýrir helstu
atriði hennar.
4. kl. 21.00 - Fyrirspurnir og ábendingar gesta og ai-
mennar umræður.
5. kl. 22.00 - Áætluö fundarslit.
íbúar og eigendur húsa i gamla bænum og við Hafnar-
götu eru sérstaklega hvattir til að mæta á fundinn og
kynna sér tillögur á fyrsta vinnslustigi, gera athuga-
semdir og koma með ábendingar ef þurfa þykir.
Fundurinn er opinn öllum bæjarbúum.
Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ,
Ellert Eiríksson