Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.02.1996, Page 2

Víkurfréttir - 22.02.1996, Page 2
Saiidgerði: Minni framkvæmdir en gott atvinnuástand Fjárhagsáætlun fyrir árið 1996 í Sandgerðisbæ var samþykkt á bæjarstjórnarfundi fyrr í mánuðinum. Miðað við fyrri ár er nokkur samdráttur í rek- stri og framkvæmdum á veg- um bæjarfélagsins. Sigurður Valur Asbjarnarson, bæjar- stjóri sagði að einhugur hefði verið í bæjarstjórn um fjár- hagsáætlunina. Tekjur bæjarsjóðs Sandgerðis eru áætlaðar 172 milljónir króna og fara 67,5% af þeim í rekstur málaflokka. I gjald- færða fjárfestingu em áætlaðar 26 millj. kr. Þar er gert ráð fyrir um 5 millj. vegna innrétt- inga á tveimur skólastofum, 8 millj. til íþróttasvæðis Reynis og 3,5 til byggingar golfskála. Afram er lögð áhersla á um- hverfis- og fegrunarfram- kvæmdir en um 6,5 millj. em áætlaðar í þann lið. I eign- færða fjárfestingu em áætlaðar 9 millj. kr. Sigurður segir að bæjarstjórn hafi verið sammála um að draga saman í ljósi hins góða atvinnuástands en hvert ein- asta fiskhús í bænum er í notk- un þessa dagana. Því þurfi bæjarfélagið ekki að leggja eins mikið til atvinnumála og geti greitt niður skuldir. „Við drögum úr stuðningi við at- vinnulífið á góðum tímum en keyrum hann upp á erfiðum tfmum", sagði Sigurður. Einnig verða talsverðar fram- kvæmdir á hafnarsvæðinu á vegum hafnarsjóðs sem er í eigu bæjarins. Tekjur hans em áætlaðar 38 millj. kr. á árinu og er gert ráð fyrir um 24 millj. kr. til framkvæmda á hafnarsvæðinu, settur upp nýr hafnarkrani og byggt nýtt hafnarhús, aðstaða við flot- bryggju lagfærð og steypt þekja yfir NorðuTgarðinn. Fjölbrautarskóli Suðurnesja: Pnúðip nemendur Hróður nemenda Fjölbrautarskóla Suðumesja berst víða og hafa þeir hlotið mikið hrós fyrir umgengni sína á Hótel Norðurlandi á Akureyri þar sem þau gistu í skólaferðalagi 9-11. febrúar sl. Skrifaði Jón Ragnarsson, hótelstjóri Hótel Norðurlands skóla- meistara Fjölbrautarskólans bréf þar sem hann lof- ar nemendur í hástert og segir það ánægjulegt að vera nálægt ungu og glaðværðu fólki sem sýnir sjálfsaga í umgengni við aðra og þótti það til tíð- inda hversu prúðmannleg þau voru f allri um- gengni og framkomu en sömu sögu er víst ekki hægt að segja um alla skólahópa. Eiga nemendur F.S. hrós skilið fyrir prúðmennskuna. Innbrot hjá Hérastubbi Brotist var inn hjá Hérastubbi bakara í Grindavík í síðustu viku og þar unnið hundruð þúsunda tjón. Rúður voru brotnar og einnig unnar skemmdir á afgreiðsluborði og sjóðsvélum. Innbrotsþjófurinn náðist fyrir utan innbrotsstað og reyndist ölvaður. Hann var færður til fangageymslu í Keflavík. Þjóðfánar í stað gluggatjalda Lögreglan í Grindavík hafði afskipti af gluggatjöldum í húsi einu í Grindavík f sfðustu viku. Þjóðfánar íslands og Færeyja höfðu verið hengdir fyrir glugga. Lögregan hafði tal af húsráðanda og gerði honum að taka fánana niður. Rann á loðnu og hafnaði á skilti Ökumaður á Grindavikurvegi lenti heldur betur f loðnuvertíð um helgina. Hann missti stjóm á bíl sínum í haug af loðnu á veginum með þeim afleiðingum að bifreiðin endaði ferð sína á umferðarmerki. Loðnan hafði fallið af palli vörubifreiðar og beið þess að vera hreinsuð upp. Ammoníakleki Slökkvilið Grindasvíkur var kallað til þegar ammoníak fór að leka í frysti- húsi Fiskimjöls og Lýsis í Grindavík. Tókst fljótt að komast fyrir lekann og loftræsta húsið. Ekki varð tjón á hráefni. Fífumói 5A, Njarðvík Giæsileg 2ja herbeigja íbúð á efsta hæð. Sveigjanlegir greiðsluskilmál- ar m.a. hægt að taka bifreið sem út- borgun. 3.900.000,- Borganegur 52, Njaróvík 130 ferm. einbýlishús ásamt 28 ferm. bílskúr. Ný miðstöðvarlögn og ofnar. Vönduð eldhúsinnrétting. Hagstætt Byggingarsjóðslán áhví- landi. 10.800TÖ00X Faxabraut 22, Keflatík 148 ferm. endaraðhús ásamt bflskúr. Laust stra\. Góðir greiðsluskilmál- ar. Nánari upplýsingar um söluverð og greiðsluskilmála á skrifstofunni. Tilboð. Kirkjubraut 30, Njarðvík 120 ferm. einbýlishús ásamt 54 ferm. bflskúr. Heitur pottur á lóð. Húsið klætt að utan með álklæðn- ingu. Skipti á minni fasteign koma til greina 9.4(K).000.- Sólvallagata 29, Keilavík 3ja herbeigja efri hæð með sérinn- gangi ásamt bflskúr. Ibúðin er mik- ið endumýjuð m.a. ný eldhúsinn- rétting, nýjar lagnir o.fl. Mjög hag- stætt Byggingarsjóðslán átvflandi kr. 3.000.000 - með 4,9% vöxtum. 5.400.000.- Suðurgata 51, Keflavík 3ja herbetgja efri hæð með sérinn- gangi ásamt bflskúr. Nýlegt þak, gluggar og gler, einnig allar lagnir. Húsið er klætt að utan með stál- klæðningu. Hagstæð lán og góðir greiðsluskilmálar. 5.000.000.- Hólabraut35, Njarðvik 4ra heihergja neðri hæð með sérinngangi. 4.400.000.- Birkiteigur5, Keflavík 98 ferm. nýleg íbúð á neðri hæð í mjög góðu ástandi. Skiph á minni íbúðkoma tilgreina 8.500.000.- Brekkubraut 9, Keflavík 3ja herbergja neðri hæð með sérinngangi. Ný- leg miðstöðvarlögn og vatnslögn. Eftirsóttur staður. 5Í00.000.- Mælt með Eiríki Skólanefnd Reykjanes- bæjar leggur til við bæj- arstjóm að Eiríkur Her- mannsson, skólastjóri f Garði verði ráðinn skólamálafulltrúi og veiti þannig nýrri skóla- málaskrifstofu forstöðu. Eiríkur var í hóp sjö umsækjenda. Bæjarráð ræddi við alla umsækj- endur í gær en það verður svo bæjarstjórn sem mun afgreiða málið endanlega á fundi sín- um eftir tvær vikur. Titringur í Sandgerði Ekki mun vera eining um ráðningu í nýtt starf íþrótta- og tómstundafull- trúa í Sandgerði. íþróttaráð hefur mælt með ráðningu Jóhönnu Norðfjörð en meðal umsækjenda um starfið er Bergþór.Magn- ússon, íþróttakennari sem hefur starfað við Grunn- skóla Sandgerðis sl. tvö ár sem og að sjá um tóm- stundastarf unglinga í bænum, við góðan orðstýr. Munu bæjarfulltrúar m.a. í meirihlutanum ekki vera á einu máli um þetta mál sem tekið verður fyrir í bæjarstjórn 5. mars nk. Hafa m.a. heyrst raddir um klofning hjá meirihlut- anum af þessum sökum en það mun allt skýrast innan fárra vikna.. Svíngur á Sandgerðingum Það hefur verið mikill „svíngur" á bæjarstjórn Sandgerðis að undanfómu. Hafa forkólfar knatt- spymumála í Reykjanesbæ horft með öfundaraugum til kollega sinna í Sand- gerði en mikil uppbygging á sér stað þar á nýju íþróttasvæði í nágrenni sundlaugar og íþróttahúss- ins. Einnig fengu golfarar í Sandgerði vænan styrk til nokkurra ára sem tryggir þeim fé fyrir nýju klúbb- húsi við Vallarhúsavöll. Atvinnuleysi mælist ekki neitt í Sandgerði þessi dag- ana og „öll hús í noktun", eins og bæjarstjórinn orð- aði það. 2 V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.