Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.02.1996, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 22.02.1996, Blaðsíða 9
 ; ■ ■ d j i J. mm Minkurinn Skúli Þegar starfsmenn í húsgagnavöruhúsi vamarliðsins ú Keflavíkurflugvelli mætlu til vinnu sinnar á þriðjudags- | ntorgun rruetti þeim minkur t dýnudeildinni og telja þeir að hann hafi verið í húsgagnaleit er hann fannst. Tókst þeim að veiða hann í pappakassa og ala hann á andar- steik. Minkinum hefur verið gefið nafnið Skúli og er hann líklega eldisminkur. ♦ Þorleifur Ásgeirsson og Magnús Matthíasson virða minkinn fyri VF-mynd/Dagný. Tóbak hefur ekkert breyst! Mikil umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum undanfarið um vímuefnavanda ungs fólks, við fáum dökka mynd af ungdómnum í dag og skýrt er frá því hversu auðvelt sé fyrir unglinga að nálg- ast fíkniefni. Umræðan hefur gengið svo langt að fullyrt er að í skólunum tíðkist notkun eiturlyfja og jafnvel sala. Margir foreldrar hafa skiljanlega áhyggjur af þessu og spytja sig spuminga. Það er því mikill ábyrgðahlutur að halda slfku fram án þess að geta sýnt frammá eitt- hvað haldbært, umræðan er því mjög vand- meðfarin svo hún virki ekki gagnstætt. Það hefur sýnt sig í rannsóknum að unglingar hafa tilhneigingu til að ofmeta reykingar jafnaldra sinna. það reynist því gagnlegt að leiðrétta þá ályktun með könnununt á tó- baksneyslu þeirra. Þessar kannanir hafa þvf reynst gagnlegar sem forvamir. Sama gæti verið uppá teningnum varðandi önnur fíkni- efni. Hver kannast ekki við „Já, en það em allir sem..“ í kjölfar á þeirri umræðu, sem hefur verið um eiturlyf, alsælu ofl. þá hef ég fengið að heyra raddir sem segja: „Nú er sígarettan bara saklaus í samanburði við allt hitt eitr- ið“. En er það svo ? Nei, tóbakið hefur nefnilega ekkert breyst. Það skaðar heilsu manna ekkert síður nú en áður og sýnt hef- ur verið frammá með fjölda rannsókna. Hættan er bara sú að þegar við förurn að umgangast efni eins og tóbak sem sjálf- sagðan hlut í tilvemnni, þá verður það sak- lausara í huga okkar. Tóbakið er fíkniefni, það veldur sterkri fíkn sem verður oft svo sterk að líkja má henni við þá fíkn sem heróinneytendur þekkja. Þess vegna gengur fólki ntjög illa að hætta reykingum. Tó- baksneysla veldur dauða fjölmargra á ári hveiju um allan heim, á íslandi deyja 300 manns af völdum tóbaksnotkunar á hverju ári. Rannsóknir hafa sýnt fram á að sá seni reykir, er líklegri til þess að prófa önnur fíkniefni en sá sem reykir ekki. Sá sem reykir ekki er oft á tíðum með já- kvæðari sjálfsmynd og aukinn persónu- þroska miðað við þann sem reykir. Reyklausir einstaklingar hafa frekar stjóm á sínum málum, ráða við hvatir eða freistingar og geta veitt þeim útrás eftir betri leiðum en með því að reykja. Þeir ráða frekar við áreiti frá umhverfmu, geta varist hópþrýstingi sem er vel þekktur hjá ung- lingum, þeir líta á líkamann sem sína eign og vilja veija hann. Það er því til mikils að vinna með því að halda uppi öflugum vömum gagnvart fíkni- efnum ýmis konar líka tóbaki. Ég vil því hvetja alla foreldra og uppalendur bama og unglinga að sýna nú gott fordæmi og um- gangast tóbakið sem hvert annað fíkniefni. Rósa Víkingsdóttir, fræðslufulltrúi Krabba- meinsfélags Suðumesja í tóbaksvömum. Varnarliðið - laust starf: Franrakvæmdastjóri Stofnun verklegra framkvæmda Flotastöð varnarliðsins (Director of Fiscal/Personnel Division of Public Works Department) Um er að ræða starf er hentar vel einstak- lingi sem er tilbúinn að takast á við krefj- andi og síbreytileg verkefni, sem getur unnið sjálfstætt og á gott með að umgangast aðra. Starfið er m.a. að vera til ráðgjafar forstjóra stofnunarinnar, auk þess að gera fjármála- áætlanir og samninga við innlenda og erlenda aðila og hafi umsjón með skiptingu fjármagns og mannafla milli hinna ýmsu deilda stofnunarinnar. Unnið er eftir bandarískum og íslenskum reglum eftir því sem við á. Hæfniskröfur: Staðgóð starfsreynsla við fjármálastjórn eða rekstur. Háskólapróf er æskilegt, t.d. í viðskiptafræði. Krafist er mjög góðrar munnlegrar og skriflegrar kunnáttu í ensku. Skriflegar umsóknir á ensku berist til Varn- armálaskrifstofu Utanríkisráðuneytis, ráðn- ingardeild, Brekkustíg 39, 260 Reykjanes- bæ, eigi síðar en 5. mars 1996. Starfslýsing liggur frammi á sama stað og er mjög nauðsynlegt að væntanlegir um- sækjendur lesi hana áður en þeir sækja um, þar sem að ofan er aðeins stiklað á stóru um eðli og ábyrgð starfsins. \n’da . ,0Bá 0SSSSS l \v\- ~~ Tónlistarskólinn í Keflavík Tölvusýning á ”Degi tónlistarskólanna” iaugardaginn 24. febrúar 1996 kl. 13.00 - 18.00 Opið hús í tónlistarskólanum að Austurgötu 13, Tölvusýning frá Tölvuvæðingu, Tæknivali og Appleumboðinu. Allt það nýjasta í tölvutóniist og margmiðlun. Tónlistarskólinn í Keflavík Aögangur ókeypis og öllum heimill allan daginn. Kaffi á könnunni. Tilvaliö tækifæri fyrir alla bæjarbúa aö kynna sér starfsemi skólans. Apple-umboðið y4-r-| Ta&knival tölvuweðing hf. V íkurfréttir 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.