Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.02.1996, Side 3

Víkurfréttir - 22.02.1996, Side 3
Lítil sprengja fannst á salerni í biðsal Leifsstöðvar í gærmorgun. Hreingemingar fólk fann sprengjuna í rusladalli. LFnt var að ræða lítinn hólk með fimm púðurlengjum sem innihalda litlar sprengikúlur líkt og í flugeldum. Kveikjuþráður stóð út úr sprengjunni. Ljóst er að sprengjunni hefur verið komið fyrir á salerninu í morgun þvf við reglubundna hreingemingu í gærkvöldi fannst ekki neitt. Sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslunni komu á staðinn og skoðuðu sprengjuna. Ef kveikt hefði verið í henni hefði getað orðið talsvert tjón. Að sögn Óskars Þórmundssonar, yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli hefði mesti skaðinn getað orðið hefði sprengjan spmngið um borð í flugvél. Engir málmhlutir voru í sprengjunni og því fannst hún ekki við hefðbundna gegnumlýsingu í vopnaleit. Loðnuskipið Dagfari GK 70 fékk á sig brotsjó rétt fyrir klukkan átta f gærmorgun. Skipið var þá á Sandvíkinni, um 5 sjómílur frá Reykjanesi í aftakaveðri en alls fór veðurhraðinn í um 70 hnúta, um og yfir tólf vindstig. Ölduhæð var yfir tólf metrar. Fyrst í stað var óttast um afdrif skipsins sem var sambandslaust á aðra klukkustund. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF Líf kom að skipinu um kl. 9.30 en varðskipið Týr sem var í Keflavík um morguninn var komið á staðinn um kl. 11. Þegar brotið reið á skipið sem var með fullfermi af loðnu brot- nuðu fjórir gluggar í brú bak- borðsmegin og síðan einn stjórnborðsmegin. Tvö önnur skip, Breki VE og Hákon ÞH komu fljótlega á vettvang eftir óhappið. Dagfari hélt sjó í allan gærdag en vindhraði átti að minnka með kvöldinu og var talið að skipið myndi reyna að sigla til Keflavíkur eða Njarðvíkur undir morguninn. Ekkert stórtjón varð í óveðrinu og flóðunum í gær svo vitað sé. ALLfiR MTNDIR Á180 KK. EIN ELDRIFYLGIR MEÐ. Giltlir frá og með 22. febrúar til 14. mars. MYnd-Lvst Imyndbandaleiga í HÓLMGARÐI 2 - SÍMI 421 5005 wmi «odi\í: iii\divuii» nu.ra BYE BYE V íkurfréttir 3

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.