Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.05.1996, Side 10

Víkurfréttir - 02.05.1996, Side 10
Keflavíkursókn Aöalsafnaöarfundur veröur haldinn sunnudaginn 5. maí í Kirkjulundi. Fundurinn hefst kl. 13.00 að aflokinni guðsþjónustu sem hefst kl. 11.00. Dagskrá: Venjulega aðalfundarstörf Sóknarnefnd SJúkrahús Suðurnesja Hér með er óskað eftir tilboðum í akstur með starfsfólk milli Sjúkrahússins í Keflavík og Víðihlíðar í Grindavík. Allar frekari upplýsing- ar veitir undirritaður í síma 422-0580 eða á skrifstofunni Mánagötu 9, Keflavík. Tilboðum óskast skilað til undirritaðs í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 þriðjudaginn 7. maí n.k. Framkvæmdastjóri Sálarrannsóknarfélag W Suðurnesja Höfum fengið til starfa miðil frá Akureyri, Skúla Lorenzson. Skúli er góður transmiðill og skyggnilýsingamiðill og mun hann starfa hjá félaginu 6. og 7. maí n.k. Tímapantanir eru þegar hafnar. Nánari upplýsingar í síma 421 3348 I Orlofshús Orlofshúsum Verslunarmannafélags Suður- nesja verður úthlutað á skrifstofu félagsins Vatnsnesvegi 14, Keflavík frá og með fimmtu- deginum 2. maí kl. 20.00 (húsið opnar kl. 19.45) Um er að ræða: Orlofshús Svignaskarði, ath nýuppgert Orlofshús Ölfusborgum Orlofshús Hrísum, Eyjafirði Orlofshús Kjalbraut nr. í landi Vaðness i Grímsnesi íbúð Smárahlíð 14a, Akureyri (2 herbergi) íbúð Dalsgerði 7b, Akureyri (3 herbergi) Vikuleiga er kr. 8.000 fyrir alla staðina nema Dals- gerði 7b kr. 10.000 og greiðist við úthlutun. Athugið: Þeir sem ekki hafa fengið orlofshús síðustu 5 ár hafa forgang til 15. maí n.k. Orlofsnefnd Ástkœr eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir og tengdadóttir Kolbrún Jónsdóttir Hjallavegi 5e Ytri-Njarðvík verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, föstudaginn 3. maí kl. 14.00 Þorvaldur Reynisson Sigríður Soffía Ólafsdóttir, Sigurður Tómas Hallmarsson Guðleif Hafdís Indriðadóttir, Gestur Arnar Gylfason Reynir Liljar Þorvaldsson Jón Asgeir Þorvaldsson Arnar Freyr Gestsson Steinar Sigurðsson Soffía Asgeirsdóttir Sigurlilja Þórólfsdóttir ♦ Sólning hefur flutt dekkjaframlelðslu sína úr Kópavogi til Njarðvíkur þar sem það hefur haft dekkjaverkstæðl í mörg ár. Dekkjaverksmiðja Sólningar flutt til Njarðvíkur Sólning hefur lokið flutningi á dekkjaverksmiðju sinni til Njarðvíkur þar sem fyrirtækið hefur haft dekkjaverkstæði við Fitjabraut 12 í mörg ár. „Þetta er fyrst og fremst hagræðing hjá okkur“, sagði Páll Amason, verksmiðjustjóri fyrirtækisins. Flutningur dekkjaframleiðslu Sólningar hefur staðið yfir í nokkrar vikur. I vikunni var verið að ljúka við uppsetningu tækja- og vélasamstæðu en Sólning framleiðir bæði heit- sóluð fólksbfladekk og heitsól- uð vörubfladekk. Páll sagði að með flutningnum hefði fyrirtækið tekið norður- enda Sólningarhússins í notkun en það var í leigu undanfarin ár. Verksmiðjan verður í þeim hluta ásamt þeim hluta sem hýsti dekkjaverkstæðið áður. Það flyst í suðurendann sem áður var verkstæði fyrir vöru- bfla og einnig lager. A pijónun- um er síðan að byggja stál- grindarhús undir lager á sömu lóð. Starfsmenn í verksmiðjunni em að jafnaði sex en geta orðið fleiri á haustin. Páll sagði að nokkur samdráttur hafi orðið í starfseminni í kringum 1990 og hefði verið viðvarandi þar til nú að nokkur kippur hefur orðið, sérstaklega hjá stærri verktakafyrirtækjum. Aðspurð- ur um verð og gæði sóluðu fólksbfladekkjanna sagði hann það vera um helmingi lægra en á dýrari og þekktari dekkjun- um en svipað eða aðeins lægra en á ódýrari dekkjunum sem hefðu verið flutt inn frá Kóreu og fleiri stöðum. Flestir starfsmenn Sólningar í dekkjaverksmiðjunni koma af höfuðborgarsvæðinu en tveir af sex hafa þó ákveðið að skipta um starf. Páll sagði að starfs- mannamál myndu skýrast með haustinu þegar einhver reynsla hefði komið með flutningnum en ijóst væri að ráða þyrfti í einhver störf. Fjölskylduganga í IMjanðvík 4. maí I tilefni af Vímuvamardeginum munu Lionessur og Lionsmenn í Njarðvík fara í fjölskyldu- göngu laugardaginn 4. maí og verður lagt af stað frá Ytri- Njarðvíkurkirkju kl. 11.00, Hefur Lionshreyfmgin á íslandi ákveðið að fyrsti laugardagur í maí mánuði ár hvert skuli til- einkaður vímuvömum og er það f ellefta skipti sem haldið er upp á þennan dag. Að göngu lokinni verður boðið upp á kaffi og meðlæti og einnig munu félagar úr skátafé- laginu Víkveijum selja merki í tilefni dagsins. Kirkja Keflavíkurkirkja Sunnudagur 5. niaí: 4. sunnudagur eftir páska. Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Sigfus Baldvin Ingvason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti: Einar Öm Einarsson. Aðalsafnaðar- fundur í Kirkjulundi eftir messu. Venjuleg aðalfundarstörf. Mánudagur 6. maí: Lokafundur Bjarma í Kirkjulundi kl. 20.30. Ef veður verður gott munum við leggja til að farið verði í göngu í Garðskagafjöru. Prestarnir. Njarðvíkurprestakall Innri-Njarðvíkurkirkja Sunnudagur 5. maí: Guðsþjónusta kl. 11.00. Aðalsafnaðarfundur Innri- Njarðvíkursafnaðar haldinn eftir guðs- þjónustuna. Sóknarnefnd Y tri-Njarðvíkurkirkja Sunnudagur 5. maí: Guðsþjónusta kl. 14.00. Kór Félags eldri boigara á Suð- umesjum syngur við afhöfnina. Stjóm- andi Agota Joó. Einsöngur Bima Rún- arsdóttir. Aðalsafnaðarfundur Ytri- Njarðvíkursafnaðar haldinn eftir guðs- þjónustuna. Sóknarnefnd Hvítasunnukirkjan/ Vegurinn Bamakirkja sunnudaga kl. 11.00 og samkomakl. 14.00. Allir velkomnir. Safnaðarheimili aðventista Blikabraut 2: Laugardagur kl. 10.15. Guðþjónusta og Bihlíurannsókn. Kaþólska kapellan Keflavík Skólavegi 38 Messa kl. 14.00 á sunnudögum. Allir hjartanlega velkomnir. 10 V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.