Víkurfréttir - 02.05.1996, Qupperneq 15
Margir bílstjórar eins og beljur að vori:
48 teftnir fyrir of hraðan akstur
- einn á 169 og lyktaði af áfengi
Lögreglan í Keflavík hefður
á síðustu 14 dögum tekið
yfir 50 ökumenn fyrir of
hraðan akstrur. Hraðametið á
ökumaður bifhjóls sem tek-
inn var á Sandgerðisvegi á
179 km. hraða. Bílstjóri var
hins vegar tekinn á Reykja-
nesbraut á 169 km. hraða og
lyktaði jafnframt af áfengi
að sögn lögreglu. Þrjár bif-
reiðar voru teknar „í beit“
við Grindavíkurveginn á 136
km. hraða. Þar virtist um
kappakstur að ræða. Ungur
ökumaður var tekinn á Garð-
vegi með 4 mánaða skírteini
á 144 km. hraða. Þá var ann-
ar tekinn á Garðvegi í Gróf á
102 km. harða á mörkum
þess þar sem skipt er úr 50
yfir í 70 km. hámarkshraða.
Einnig voru fjölmargir aðrir
teknir á rúmlega 100 km.
hraða. Sjö hafa verið sviptir
ökuleyfi tímabundið.
Tónleikar á sumardaginn fyrsta
Á sumardaginn fyrsta stóð Tónlistarskólinn í Keflavík fyrir
tvennum tónleikum. Á fyrri tónleikunum bmgðu forskólanem-
endur á leik, fluttu m.a. lög frá Asíu með tilheyrandi búningum
og látbragði. Auk þess lék litla lúðrasveitin fyrir tónleikagesti
sem íylltu sal Tónlistarskólans að Austurgötu 13.
Hinir síðari vom burtfararprófstónleikar Andrésar Bjömssonar,
trompetnemanda. Með Andrési lék Krystyna Cortes á píanó.
Tónleikamir fóm fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju og á myndinni
em Krystyna og Andrés ásamt Ásgeiri Steingrímssyni sem hef-
ur verið aðalkennari Andrésar síðustu ár.
Málmsuðukeppni FS1996
Málmsuðukeppni Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja '96 verður
haldin laugardaginn 4. maí kl.
10.00 - 14.00 í málmsuðu-
stofu skólans.
Keppt verður á þremur mis-
munandi sviðum sem em upp-
suða með pinna (PF kverk-
suða), lárétt logsuða (PA) og
lárétt hlífðargassuða (PA).
Suðutími er 45 mínúmr en ef
keppandi hefur ekki lokið sín-
um verkefnum eftir 60 mínút-
ur verður hann látinn hætta.
Suðumar verða síðan metnar
og gangast undir sjónskoðum
auk þess sem þijár bestu suð-
umar verða röntgenmyndaðar.
Ákveðinn stigafjöldi verður
gefinn fyrir sjónskoðun og
röntgenskoðun og einnig gef-
ur réttur suðutími ákveðin
stig.
Sigurvegari verður krýndur
FS meistari í málmsuðu 1996
og mun Landsbanki fslands
og útibúin á Suðurnesjum
veita verðlaun fyrir þijú efstu
sætin.
Söngnemendur
í Ytri-Njarðvíkurkirkju
Laugardaginn 4. maí n.k.
munu söngnemendur Tón-
listarskólans í Keflavík
halda tónleika í Ytri-Njarð-
víkurkirkju og hefjast þeir
kl. 15.00. Flutt verður fjöl-
breytt og skemmtileg efnis-
skrá þar sem nemendur syn-
gja einir sér og saman. Áð-
gangur er ókeypis og verður
tónleikagestum boðið upp á
kaffi og meðlæti í safnaðar-
heimili kirkjunnar að tón-
leikunum loknum.
Tónleikar í
YtPi-Njarövíkurkirkju
Húnakórinn í Reykjavík og
kór Átthagafélags Stranda-
manna halda sameiginlega
tónleika í Ytri-Njarðvíkur-
kirkju sunnudaginn 5. maí
kl. 21.00. Þar verður boðið
upp á fjölbreytta efnisskrá
og er söngstjóri Húnakórs-
ins Sesselja Guðmundsdótt-
ir. Söngstjóri Strandamanna
er Erla Þórólfsdóttir og und-
irleikari er Laufey Kristins-
dóttir.
Sjúkpaþjálfun Bjapgap
Björg Hafsteinsdóttir körfu-
knattleikskona úr Keflavík
hefur opnað eigin sjúkra-
þjálfunarstofu að Faxabraut
2 í Keflavík.
Björg er nýútskrifaður
sjúkraþjálfari og sagðist hún
vinna að endurhæfingu
sjúklinga í samráði við
lækna í gegnum Trygginga-
stofnun.
Fypsti fopsetafpam-
boðsfundupinn
Fyrsti frambjóðandi til for-
seta sem heldur fund á Suð-
umesjum er Guðrún Péturs-
dóttir. Hún heldur fund á
Hótel Keflavík á sunnudag
kl.14.
Gullpottur á Ránni
Einhver Suðurnesjamaður
hafði heppnina með sér sl.
mánudagskvöld þegar hann
vann Gullpottinní Gull-
námunni, á Ránni. Upp-
hæðin var 10.938.779 krón-
ur og eyddi sá sem hafði
heppnina með sér aðeins
500-600 krónum.
♦ Níundi flokkur Keflavíkur íslandsmeistarar í körfu. F.v.
efri röð: Jón Guðbrandsson, þjálfari, Eiður Brynjarsson,
Magnús Gunnarsson, Hákon Magnússon, Sæmundur
Oddsson, Sævar Sævarsson, Jón Hafsteinsson, Sævar
Gunnarsson. Neðri röð f.v.: Guðmundur Birgisson, Ari Þór
Guðmannsson, Sigurður Sigurbjörnsson, Daníel Þórðar-
son, Gísli Einarsson, Margeir Margeirsson og Davíð Þór
Jónsson.
♦ Jón Guðbrandsson
hampar bikarnum en hann
hefur náð mjög góðum ár-
angri í þjálfun undanfarin
ár.
Keflaviskir
íslandsmeistanar
Níundi flokkur Keflavíkur í
körfu varð Islandsmeistari ný-
lega. Keflvíkingar unnu KR-
inga í úrslitaleik með yfir tutt-
ugu stiga mun í Laugardals-
höllinni. Jón Guðbrandsson
hefur þiálfað strákana í mörg
undanfarin ár en mun ekki
gera það á næsta keppnistíma-
bili en undir hans stjóm náðu
þeir frábæmm árangri.
BINGÓ • BINGÓ • BINGÓ
TIL ÍRLANDS MEÐ LIONS
Bingó í Stapa öll fimmtudagskvöld kl. 20:30.
í kvöld verður dregið um ferð
til DUBLIN með SAMVINNUFERÐUM LANDSÝN
og vöruúttektir í SAMKAUPUM.
MEÐ HÆSTA VINNINGSHLUTFALLI SEM ÞEKKIST
LÁTTU EKKI HAPP ÚR HENDI SLEPPA
MÆTTU Á BINGÓ í STAPANUM í KVÖLD.
Lionsklúbbur Njarðvíkur
HRAÐFRYSTIHÚS
TIL SÖLU
FISKVEIÐASJÓÐUR ÍSLANDS auglýsir til sölu
hraðfrystihús við Strandgötu 6-8 Sandgerði,
áður eign Útgerðarfélagsins Barðans hf.
Tilboð í eignina óskast send á skrifstofu sjóðs-
ins fyrir kl. 15.00, þriðjudaginn 14. maí 1996.
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Guð-
jónsson á skrifstofu sjóðsins, Suðurlandsbraut
4, Reykjavík sími 588 9100
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem
er eða hafna öllum.
FISKVEIÐASJÓÐUR ÍSLANDS
Y íkurfréttir
15