Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.03.1997, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 20.03.1997, Blaðsíða 8
■ Aðalfundur Kaupfélags Suðurnesja: Heildarvörusala 2,3 miNjarðar kr. Aðalfundur KSK var haldinn laugardaginn 15. mars s.l. Fundinn sóttu um 70 fulltrúar viðsvegar af félagssvæðinu. Fundarstjóri á fundinunt var Jóhann Einvarðsson. For- maður stórnar félagsins, Magnús Haraldsson, og kaup- félagstjórinn Guðjón Stefáns- son, flutti skýrslur um starfs- semi félgsins á síðasta ári. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á verslunum félagsins og kjötvinnslu. Útlit verslana hefur jafnframt verið sam- ræmt. Eftir að húsnæði bygg- ingavöruverslunarinnar Járn og Skip brann 29. júní s.l. var verslunin seld BYKO hf. Kaupfélagið hætti þar með byggingavörusölu eftir 44 ár. Félagið opnaði nýja Sam- kaups-verslun á Isafirði 5. desember s.l.. Kaupfélagið rekur nú átta matvöruversl- anir og kjötvinnsluna Kjötsel. „Samkaups“-verslanir eru í Njarðvík, Hafnarfirði og Isafirði. “Sparkaups“-versl- anir eru í Kellavík. Sandgerði og Garði. Þá rekur félagið lágvöruverðsverslunina KASKO í Keflavík. Heild- arvörusala árins var m/vsk 2.287.038.744,-. Söluaukning var 10% frá fyrra ári. Hagnaður ársins var kr. 36.507.671,-. Afskriftir eigna og eignahluta voru kr. 33.306.118,-. Eiginfjárhlutfall var 27,9%; Veltufjárhlutafall var 1,08. Ávöxtun eigin fjár var 22,6%. Stjórn félagsins skipa nú Magnús Haraldsson, for- maður, Birgir Guðnason, Olafur Gunnlaugsson, Ey- jólfur Eysteinsson og Guð- björg Ingimundardóttir. 1 varastjórn eru Guðfinnur Sigurvinnson, Pétur Þórarins- son og Óskar Guðjónsson. Rekstur Fismarkaðs Suður- nesja og dótturfélagsins Reiknistofu fiskmarkaða hf. gekk vel á síðasta ári og var hagnaður FMS 29,1 milljónir króna m.t.t. hlutdeildar í hagnaði RSF. Hagnaður RSF var 5,7 milljónir. Þetta kemur fram í árskýrslu fyrirtækjanna en aðalfundur FMS var hald- inn sl. föstudag á Flughóteli í Keflavík. Fiskmarkaður Suðumesja hf. á meirihluta í Reiknistofu Fiskmarkaða hf. sem er rekin í nánum tengslum við fyrir- tækið og urðu heildartekjur fyrirtækjanna 175.589.968. Á árinu 1996 störfuðu 17 starfs- menn að meðaltali hjá fyrir- tækjunum og námu launa- greiðslur samtals um 48,3 millj. króna. Alls voru seld 32.500 tonn á Fiskmarkaði Suðumesja hf. á síðasta ári þar af 4.800 tonn af loðnu tyrir 2.250 milljónir króna. Hlutafé FMS var aukið um 5 milljónir króna og nýttu rúm 80% hluthafa sér forkaupsrétt á genginu 2,2 en á síðari hluta ársins seldust hlutabréf í fyrir- tækinu á 3,8. Hluthafar Fisk- markaðar Suðumesja hf. voru 98 að tölu í árlok og eiga Val- bjömhf. 16.35% hlutafjársins og Fiskanes hf. 15,23%. Ekki er gert ráð fyrir verulegum breytingum á rekstri fyrir- tækjanna á árinu. Heildarinnlán 6,3 milljarðar Aðulfundur Sparisjóðsins í Keflavík var haldinn 14. mars sl. og var hann að vanda fjölmennur. Á fund- inum tluttu Sparisjóðs- stjórarnir og stjórnarfor- maður ræður og útskýrðu ársreikninginn og ýmsar tölur úr rekstri. I ræðum þeirra kom þetta fram: Heildartekjur Sparisjóðsins voru 903,5 mkr. og heildar- útgjöld 790.5 mkr. Framlag til afskriftareiknings útlána nam 86,8 mkr. Hagnaður fyrir skatta var 26,2 mkr. en að fráfregnum sköttum 17,1 mkr. Eigið fé nam í árslok 556,0 mkr. og hækkaði á árinu um 46,0 mkr. Eignar- fjárhlutfall samkvæmt ákvæðum 54. greinar laga um banka og sparisjóði var í árslok 12,11%. Sambærilegt hlutfall árið áður var 9,45%. Stofnfé Sparisjóðsins nam 144.4 mkr. og voru stofnfjár- aðilar 136. Á árinu var meðaltal stöðugilda hjá sjóðnum 68,6 og námu launagreiðslur 148,6 mkr. Sparisjóðurinn stendur að rekstri nokkurra félaga ásamt öðrum sparisjóðum. Heildar- eign Sparisjóðsins í Keflavík í þessum félögum er 191,1 mkr. Markaðshlutdeild Sparisjóðs- ins á Suðumesjum er 56,36%. Heildarinnlán með verðbréfaútgáfu er 6,3 mill- jarðar og hlutdeild Spari- sjóðsins af innlánum Spari- sjóðanna er 13,5% Samslarf Spaiisjófianna Heildarinnlán og verðbréfa- útgáfa allra 29 sparisjóðanna um sl. áramót var kr. 46,5 milljarðar og eigið fé Spari- sjóðafjölskyldunnar er 6,7 milljarðar. Sparisjóðurinn í Keriavík verður 90 ára 7. nóvember nk. og á þessu ári verður útibúið í Njarðvík 20 ára. útibúið í Garði 15 ára og Grindavíkurútibúið lOára. Afmælanna verður minnst og haidið upp á þau á afmælis- daginn og e.t.v. oftar á árinu. I lok ræðu stjómarfonnanns, Jóns H. Jónssonar, gat hann þess að hann muni nú hætta í stjóminni vegna aldurs og anna eftir 20 ára setu, sem hann taldi nægan tíma í stjóm fyrinækis. Jón gat |3ess að sennilega hafi hann setið 1000 stjómarfundi í Spari- sjóðnum. í hans stað var kjörinn Eðvarð Júlíusson. í stjóm sjóðsins eiga nú sæti Benedikt Sigurðsson. Eðvarð Júlíusson og Karl Njálsson kjömir af aðalfundi og Drífa Sigfúsdóttir tilnefnd af Reykjanesbæ. Tilnefning frá Vatnsleysustrandarhreppi liggurekki fyrir, en |>eir fá fulltrúa í stjóm til eins árs. Sparisjóðsstjórar eru Geir- mundur Kristinsson og Páll Jónsson. Jón H. Jónsson lét afstörfum sem stjórnarformóur Sparisjódsins í Keflavík eftir 20 ára stjórnarsetu. Páll Jónsson sparisjóðsstjóri leysti hann út með gjöf. VF-myndir: pket 8 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.