Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.03.1997, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 20.03.1997, Blaðsíða 11
1 OUiJ'ur Oddur Jóussou sóhnarprestur Keflavíhurhirhju: Sjálfsmat eða sjáKsímynd heldur einhverju þar á milli. Þegar að því kemur að við veljum ævislarf getur það skipl miklu máli hvemig sambandi við foreldra og systkini var farið og hvaða áhrif umhverfið hafði á okkur. Okkur er gefið frelsi, en ábyrgðin er okkar og brýnt að við lærum að nota frelsið á rét- tan hátt. Út frá sjónarmiði laganna ertu lögvemdaður ein- staklingur, einstak- lingur sem þarf stundum að sýna fram á hver hann sé með því að framvísa nafnskírteini, sjúkrasamlagsskír- teini, vegabréfi eða ökuskírteini. Ef við brjótum lög þá svömm við til saka. Allt frá fæðingu hefur þú átt þín réttindi. Þú hefur t.d. átt rétt til að eiga eitt- hvað og jafnvel fyrir fæðingu hafðir þú rétt á að erfa foreldra þína. Síðan verða menn sjálfráða og ijárráða. Þá geta menn gert viðskiptasamning og kosið um menn og málefni í stjómmálum. Lögin segja einnig að við höfum rétt til að þroska persónuieikann með því að tjá okkur. Við búum sem betur fer við tjáningarfrelsi. Spumingin um hver við emm hefur þannig sína lagalegu hlið. Við höfum okkar réttindi og skyldur. Hvað samfélaginu viðkemur þá ölumst við upp í ákveðnu umhverfi, sem mótast af störfum foreldra. Þetta umhverti getur haft áhrif á sjónarmið þín og menntun. Við mótumst í skóla og af þeirri menningu sem við emm alin upp við. Þú lærir smátt og smátt að gegna ýmsum hlutverkum við ólíkar aðstæður. Þú ert hluti þess félagahóps sem þú umgegnst, hvort sem það er í íþróttum eða einhverju öðru. A unglingsámnum hafa slíkir hópar mikil áhrif á okkur. I stutt máli sagt emm við fædd á ákveðnum stað og tíma. Örlög okkar em samofin örlögum þjóðar okkar. Það tímabil, sem við lifum á, höfum við ekki sjálf valið. Tíðarandinn hefur veruleg áhrif á okkur öll. Við erum öll, ungir sem aldnir, böm okkar tíma. Saga heimsins á þannig þátt í að móta örlög okkar t.d. hvemig tekst til í sambandi við Evrópusambandið og málefni heimsins. En við getum einnig skoðað líftð út frá trúarlegu sjónarhomi. Á heimili þínu hetur þú alist upp við ákveðið trúar- og lífsviðhorf. Þú tilheyrir ákveðinni kirkju, varst borinn til skímar og ert kallaður til fylgdar við Jesú Krist. Allt mótar þetta trúar- og lífsviðhorf þitt og þá ákvörðun að feimast og staðfesta skímarheitið. Við mótumst af gild- ismati foreldra okkar og væntingum þeina. Nýlokið er í Keflavíkur- kirkju fræðs- luátaki sem við kölluðum sam- ræðu um sjálf- símyndina. Við noluðum sjálfsímynd- ina sem lykil- hugtak að samræðu um fíkniefni, sjálfsvfg og samkynhneigð. Fíkniefnavandinn. Hvað er að gerast varðandi fíkniefnavandann? Hvað böm og unglinga varðar hefst vandamálið oft þegar foreldrar og uppalendur veita þeim ekki næga umhyggju og kærleika, en ætla sér að bæta það upp með því að gefa þeim æ fleiri hluti. Böm og unglingar lenda þá í vandræðum með sjálfsímyndina, læra livorki að meta einfaldan lífsstíl né njóta sín í kærleiksríkum samskiptum við aðra og eftir því sem árin færast yfir eykst þörtin fyrir æ sterkari áreiti til þess eins að geta skemmt sér. Unglingar sjá stundum átrún- aðargoð sín í annarlegu vímu- ástandi og vilja gjaman reyna hið sama. Það er brýn þörf á réttri fræðslu og upplýsingum sem næðu til þjóðfélagsins alls, einkum skólafólks og um leið áhættu- hópsins, sem er á tnörkum þess að ánetjast. Jafningjafræðslan er til fyrirmyndar í þessum efnum. Eitt sinn var sýndur sjónvarps- þáttur í Ríkissjónvarpinu, sem bar heitið: „Hvað er að gerast meðan við bíðum?“ Þar vom nokkrar ástæður nefndar hvers vegna unglingarfara að fikta við vímugjafa: Löngunin til þess að komast í vímu, leiði, unglingarnir vilja vera eins og Itinir, þeir finna til námsleiða og tilgangsleysis, fjarlægjast foreldrana og fá ekkert að starfa. Einnig kom fram áhugaleysi þeirra varðandi æskulýðsstarf og margir unglin- gar gera sér hreint og beint ekki grein fyrir hættunni. Þeim unglingum, sent spurðir voru, fannst eðlilegt að félagamir prófi það sem er á boðstólnum. Það viðhorf getur haft afdrifaríkar afleiðingar og best að tefla ekki á tvær hættur í þeim efnum. En unglingar eiga auðvelt með að ná í vín og fíkniefni. Nýlega var leyst upp samkvæmi í Keflavík þar sem unglingar innan við fermingu voru að reykja maríua- na. Vín er einnig hafl um hönd í æ yngri aldurshópum. Það er því brýnt að byrgja brunninn sé þess tiokkur kostur. Æskan er gjörvileg og stór hluti hennar fær útrás í íþróttum. heil- brigðum félagsskap og útivist. Það nægir að benda á körfu- boltalið Keflavíkur í kvenna- og karlaflokki setn gott dæmi í þeim efnum. En virðing fyrir þjáðum bræðmm og systrum krefst þess að við höfðum til samvisku þeirra og ábyrgðar og komunt þeim til hjálpar sern hjálpar em þurfi. áður en það er um seinan. Sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir Ymsir hafa leitt hugann að því hvers vegna sjálfsímynd fólks borgast svo mjög að það sviptir sig lífi. Það er nauðsynlegt og óhjákvæmilegt fyrir samfélagið að leita rökréttra svara \ ið þeirri spumingu og jafnvel þótt það geti valdið sársauka. Ef litið er á einstök tilvik þá em svörin eins mörg og \ iðkomandi einstaklin- gar. Hver þeinra á sína sögu og að baki sjálfsvígi geta legið margar samorkandi ástæður, fremuren einhverein. Bilið rnilli h'fs og dauða er afar mjótt og sjálfsvígið er oft ekki skipulagt. Þetta á ekki síst við urn ungt fólk sem reynir að svipta sig h'fi. Sálrænir erfiðleikar geta átt hlut að máli. Það er oft á leiðinni niður í þung- lyndi eða upp úrþvíað menn svipta sig lífi. Mikið andlegt og líkamlegt álag getur haft áhrif á vissa áhættuhópa og neysla vímugjafa. Ef við spyrjum hvers vegna margir karlar á aldrinum 15-24 ára hafa svipt sig lífi hér á landi og sjávarplássin hafa verið nefnd sérstaklega í því sambandi, þá gæti svarið að hluta til verið fól- gið í því að tilveran sé um margt harðari nú en áður. Mönnum finnst ýmislegt óyfirstíganlegt og kunna ekki að taka mótlæti. Sumir ganga jafnvel út frá því að lífið eigi að vera auðvelt. en svo er ekki. Það er afar brýnt að kenna ungu fólki að móta sjálf- símynd sína á heilsteyptan hátt og út frá raunsæju mati á lífinu. Aukin menntun og velferð virðist ekki draga úr sjálfsvígstfðninni. 450 Islendingar gera tilraun til að svipta sig lífi á ári og þeim tengist stór hópur fólks sem er í sámm. Segja má að sjálfsvíg tengist bæði vandamálum ein- staklinga og samfélagsins og því lausari sem samfélagsböndin eru þeim mun lleiri svipta sig lífi. Maðurinn er félagsvera og við höfum öll þörf fyrir reglur og viðmiðanir samfélagsins til þess að styðja okkur við og skapa trausta untgjörð um líf okkar. Jafnframt höfum við þörf fyrir að vera við sjálf. Ef ójafnvægi ska- past milli einstaklings og sam- télags aukast líkurnar á sjálfsvígum. Ójafnvægið getur skapast af því að samfélagiö verður veikara og glatar hæfni sinni að viðhalda þeim reglum og viðmiðunum, sem eru forsenda þess að menn geti fundið sig örugga. Innanmein nútímasamfélagsins er annars vegar ofur áhersla á einstaklinginn og liins vegar sú staðreynd að trúarleg og siðferði- leg gildi eru á undanhaldi. Þjóðfélagsþróunin er ör og hefur umtumað öllum viðmiðunum án þess að nýjar hafi komið í staðinn. Áherslan hvílirekki lengur á okkur, samféíaginu, heldur einstaklingnum. Sjálfið er orðið að miðpunkti heimsins og það sem hendir aðra er ekki áhugavert, ef það snertir mann ekki persónulega. Einstaklingurinn treystir því alfarið á sjálfan sig og getur bugast af eigin vandamálum og raunum.Við verðum að reyna að hjálpa þeim sem finnast allir bjargir bannaðar og vinna að hinu góða samfélagi. Það var markmiðið með fræðsluátakinu. Það verður að segjast eins og er, að enginn vill svipta sig lífi eða að deyja yfirleitt, svo lengi sem það er von um kærleika. Samkynhiteigð Samkynhneigð er viðkvæmt málefni af ýmsum ástæðum. Samkynhneigðu fólki finnst oft að það fái ósanngjama meðferð í samféiagi og menningu og það ekki að ástæðulausu, eins og skýrslur um málefni samkynhneigðra gefa glöggt til kynna. Þeirsem fyrirlíta og jafn- vel ofsækja samkynhneigða eru oft haldnir fælni eða homofóbíu, ótta við samkynhneigð. Þess eru einnig dæmi að menn ofsæki það í öðntm sem þeir afneita í sjálfum sér. I öðrum tilvikum eru samkynhneigðir fómarlömb menningarlegra fordóma. Talið er að um 5% karla og kvenna á Vesturlöndum séu samkynhneigt fólk, en tölur sem stjómskipaða nefndin um málefni samkynhneigðra gefur upp hvað Island varðar, eru enn lægri, eða 3.6% karla og 2.6% kvenna. Viðbrögðin eiga ekki vera úr takt við raunveruleikann. Hér er um minnihlutahóp að ræða sem man- nréttindi hafa verið brotin á. Með umfjölluninni um samkynhneigð eruni við ekki að reka áróður fyrir samkynhneigð heldur kalla eftir því að mannréttindi séu vin og auka skilning á margbreytilei- ka mannlífsins. Það er aðeins á síðustu árum sem kirkjunnar menn (konur og karl- ar) hafa sýnt kristilega umhyggju og kærleika í garð samkynhneigðra. Samkynhneigðu fólki hefur oft verið hafnað af eigin fjölskyld- um, surnir kiistnir menn hafa sagt það syndara vegna kynhneigðar sinnar, sumir læknar að það sé sjúkt og lögin hafa jafnvel gefið í skyn eitthvað glæpsamlegt. Á fundum hafa menn leitað að „sönnunartextum” í ritningunni til jtess að dæma það eftir, karpað um hvort kynhneigð jxtss eigi rétt á sér og jafnvel dregið í efa Iwort samkynhneigðir eigi rétt á að sitja á kirkjubekknum eða starfa fyrir kirkjuna. Stórhluti vtmdans I satnbandi við samkynhneigð er fólginn í fælni og samfélagslegri kúgun. Á |)ann hátt er samkynhneigð vandamál gagnkynhneigðra, rétt eins og „blökkumannavandinn” er vandi kynþáltamisréttis hvítra nianna og „kvennavandamálið" er vandi kynjamisréttis karla. Samkynhneigð er hvorki synd né sjúkdómur. Guð hefur tekið okkur öll í sátt í Jesú Kristi, eins og við erum. Annað er blátt áfram afbökun á fagnaðarerind- inu. Jestís Kristur kallar okkur til ábyrgðar um lífið, en liann vill ekki að við höfttm áhyggjur.”Verið ekki áhyggjufull um líf yðar”, segirhann. Meðtakið þá staðreynd að þið eruð tekin í sátt. Hið kristna svar við spuming- unni: Hver er ég?, hljóðar á ftessa leið: „Þú ert sköpun Guðs, ein- staklingur sem Guð elskar". Þú verður fyrst þú sjálfur/þú sjálf þegar þú mætir Guði í Jesú Kristi, sem tekur joér eins og þú ert. Þú verður í sannleika þú sjálf- ur/joú sjálf, jtegar þú mætir kær- leika Guðs og gefur öðrum af þeim kærleika. Ólafiir Oddurjónsson ____________________________I Víkurfréttir 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.