Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.06.1997, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 12.06.1997, Blaðsíða 8
Glaðningur með gjaldeyrinum! Þegar keyptur er ferðagjaldeyrir í íslandsbanka fyrir 30.000 kr. eða meira fylgir skemmtilegur sumarglaðningur; tennisspaðasett, peningastaukur og sólskyggni. Gjaldeyrir er til ^ t afgreiðslu í öllum útibúum íslandsbanka. qjaldey ISLANDSBANKI Það verður stað á ströndinni í sumar! Guð gaf mér eyra! Það var brugðið á leik á vortón- leikum Tónlistarskólans í Keflavík nýlega í Keflavíkurkirkju. Þegar nokkrir nemendur léku lagið „Guð gaf ntér eyra“ vildu þær Þóra Björg Sigurþórsdóttir og Edda Rós Skúladóttir, sem báðar eru fiðlu- nemendur, heyra örlítið betur og fengu þess vegna stærri eyru til þess!! VF-mynd: pket. Margir vegir á Suðurnesjunt eru illa farnir og í raun stórhættu- iegir vegna þess hversu djúp hjólför eru komin í þá. Reykja- nesbrautin er sem stórfljót á rigningardögum og sömu sögu er að segja af Grindavíkurvegi. Skilti hafa verið sett upp við brautina til að vara við djúpum hjólförum. Það er bara ekki nóg. Urbóta er þörf! Kjarna • Hafnargötu 57 Keflavík Símar 421 5222 • 898 6900 • 899 0599 Sjúkrahús Suðurnesja: Þrír sækja um stöðu yfirlæknis Þrír umsækjendur eru urn stöðu yfirlæknis Sjúkrahúss Suðumesja en sem kunnugt er sagði Hrafnkell Óskarsson upp stöðu sinni fyrir skömmu. Þetta eru þeir Konráð Lúðvíksson yfirlæknir fæðinga- deildar Sjúkrahúss Suðurnesja, Sveinn M. Sveinsson, skurðlæknir sem starfað hefur í Svíþjóð og Ársæll Kristjánsson, þvagfæra- skurðlæknir úr Reykjavík. Þá bámst tvær umsóknir um stöðu svæfingalæknis, frá Jóni Stein- grímssyni í Noregi og Maríu Sverrisdóttur í Hollandi. Báðar stöðumareru 100% störf. Að sögn Jóhanns Einvarðssonar framkvæmdastjóra Sjúkrahúss- og heilsugæslu voru nöfn umsækj- enda kynnt á stjómarfundi í vik- unni en untsóknimar hafa nú verið sendar til umsagnar hjá stöðunefnd eins og venja er. 8 Víkuifréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.