Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.08.1997, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 14.08.1997, Blaðsíða 19
Sjóvár-Almennra deildin í knattspyrnu Keflavíkurvöllur nk. sunnudag kl. 18: ■ Islandsmeistari pilta í golfi KEFLAVÍK ■ SKALLAGRÍMUR Styðium strákana til sitjurs °9 fjölmennum á völlínn. iítf I KEFLAVÍK /fcial útyn&tcvuzeUtc ^e^ieuAÍ&tiniÍeUútá. í ^átiottei Keflvíkingurinn Gunnar Þór Jóhannsson í Golfklúbbi Suðumesja tryggði GS fjórða Islandsmeistaratitilinn í ár þegar hann sigraði í piltaflokki á Landsmóti unglinga í golfi á Hellu um sl. helgi. Gunnar verður ásamt fleiri GS kylfingum í eldlínunni um helgina þegar fram fer Islandsmót í sveitakeppni í Vestmannaeyjum. Þar hafa GS- ingar titil að verja og Gunnar er í A-sveit GS með þeim Emi Ævari Hjartarsyni, Helga B. Þórissyni, Guðmundir R. Hallgrímssyni og Davíð Jónssyni.. Dómarinn í aðalhlutverki þegar Leiftursmenn hefntfu ófaranna „Það er ömurlegt þegar dómgæsla getur eyðilagt leiki eins og gerðist í þessum leik. Eg hef uppálagt strákunum að leika heiðarlegan fótbolta og við höfum verið blessunarlega lausir við spjöld en þurftum svo að sjá fjögur núna og ekkert þeirra fyrir brot“, sagði Sigurður Björgvinsson, annar þjálfari Keflavíkurliðsins eftir tapleik gegn Leiftursmönnum í gærkvöldi 0:1. Þetta var frest- aður leikur úr fyrri umferðinni í Sjóvár-Almennra deildinni í knattspymu. Leiftursmenn náðu forystu í fyrri hálfleik en höfðu fram að þeim tíma verið sterkari aðilinn í leiknum. Boltinn kom fyrir markið og Baldur Bragason skaust framhjá vamarmönnum Keflvíkur og skallaði óverjandi í markið. Keflvíkingar voru miklu b etri aðilinn í síðari hálfleik og áttu nokkur góð færi. Gestur Gylfason átti þrumuskot langt fyrir utan teig sem small í þver- slá og þaðan barst boltinn til Hauks Inga Guðnasonar við vítateigspunkt. Þar kom einn vamarmanna Leifturs í bakið á Hauki sem féll við en mjög slakur dómari leiksins, Pjetur Sigurðsson Iét flautuna vera í þetta sinn. Keflvíkingar vildu fá vítaspyrnu en fengu ekki og Sigurður þjálfari var afar óhress meðdomgæsluna. „Eg hafði slæma tilfinningu fyrir leikinn, ekki síst eftir bikarleikinn síðas- ta sunnudag. Það var eins og dómarinn hafi verið að bæta Leiftursmönnum eitthvað upp.“ Nú hafið þið aðeins fengið fjögur stig úr síðustu sex leikjum? „Við emm með ungt lið og það mátti eiga von á einhverju mótlæti eftir þessa góðu byrjun en ég var mjög ánægður með seinni hlutann í þessum leik og við munum berjast áfram“. Eftir þennan leik er ÍBV í efsta sæti með 25 stig, en Keflavík og ÍA með 22 stig í 2. -3. sæti. AðemlIdaiiaríÉaáslítaleiL Stór stmil fyrir sfiaa -sagði Sigurður Björgvinsson eftir að Keflavík hafði sigrað Leiftur og tiyggt sér sæti í bikarúrslitum gegn IBV. Þórarinn Kri: „Þetta var frábært. Eg fylgdist vel með Gumma á kantinum og þegar ég sá boltann koma fyrir komst ekkert annað í huga mér annað en að skora. Boltinn fór í bijóstið á mér og niður með síðunni og í mark- ið. Ekki f hendina á mér. Það er á hreinu", sagði Þórarinn Kristjánsson, „bjargvættur" Keflvíkinga í Sjóvár-Al- mennra deildinni í knatt- spyrnu eftir sigurleik gegn Leiftri í undanúrslitum Coca Cola bikarkeppninnar sl. sunnudag. Þórarinn kom inn á þegar skammt var eftir í síðari hluta framlengingar. Hann hafði að- eins verið inn á í 1,28 mín. jánsson „bjargvættur“ þegar hann skoraði með sinni fyrstu snertingu. „Eg var að hugsa hvað ég gæti gert. Eg trúi á örlög og ákvað að láta Þórarinn inná sællar minning- ar frá leiknum gegn IBV í fyrra“, sagði Sigurður Björg- vinsson, annar þjálfara Kefla- víkur um þessa innáskiptingu þegar hann lét Þórarinn „bjargvætt" inná. Hann kom inná fyrir eina af nýjum stjömum liðsins, Hauk Inga Guðnason, fyrirliða ung- mennalandsliðsins. Leikur liðanna var ekki skemmtilegur og þurfti að framlengja eftir venjulegan markalausan leiktíma. Mark- tækifæri voru af skornum Keílavíkinga skammti en Keflavík var sterkari aðilinn í leiknum en [ liðið er þó ekki að leika eins „skemmilegarí* fótbolta og í byrjun móts þegar liðið vann sex leiki í röð. Það kemur ef- laust til út af breyttu „hugar- fari“ andstæðinganna. Kefla- j vík lék þennan leik af skyn- semi. Varnarhugarfarið var ríkjandi og ekki miklar áhætt- ur teknar. Keflvíkingar fögnuðu ógur- lega í leikslok. „Þetta er stóri draumur flestra knattspymumanna að komast í bikarúrslit. Sumir ná því aldrei. Það er því stór stund fyrir okkar ungu stráka“, sagði Sigurður Björgvinsson. +Gestur Gylfason og fela- gar hans í Keflavíkurliðinu eru komnir í bikarúrslit en töpuðu hins vegar í gær. Gesturátti besta mark-tæk- ifæri Keflavíkur þegar hann átti þrumuskot í þverslá. V íkurfréttir 19

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.