Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.08.1997, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 14.08.1997, Blaðsíða 8
Sólveig Sigfúsdóttir eða hún Veiga í Apóteki Keflavíkur er flestum Suðurnesjamönnum kunn enda hefur hún starfað í apótekinu í 36 ár. Hún hóf störf þar þegar Jóhann Ellerup var apótekari árið 1959, nánar tiltekið 1. ágúst og hefurstarfað þar óslitið síðan að undanskildum þremur árum. Hún átti því 36 ára starfsafmæli sama dag og nýir eigendur tóku við apótekinu 1. ágúst síðastliðinn. Geriraðrirbetur! VF-mynd/pket. NÝIR APÓTEKARAR í KEFLAVIK Eigcndaskipti hafa orðið á Apóteki Keflavíkur en lijón- in Heiðrún Þorgeirsdóttir og Benedikt Sigurðsson hafa selt lyfjafræðingunum Asgeiri Ásgeirssyni og Sig- urði Gestssyni apótekið og tóku þeir við rekstrinum 1. ágúst sl. „Við erum bjartsýnir en þetta er mikil fjárfesting og ljóst að þetta verður erfitt og mikil vinna“,sögðu þeir Ásgeir og Sigurður. Aðspurðir um hvort þeir hyggju á einhverjar breyt- ingar svöruðu þeir: „Hvemig er hægt að breyta því sem er nánast fullkomið. Hér er úrval og þjónusta og aðstaða eins og hún gerist best. Við ætlum til að byrja með að reyna að viðhalda þvf‘. Ásgeir sem kemur frá Akra- nesi hefur starfað í Apóteki Keflavíkur síðastliðin tæplega tólf ár. Hann er fæddur í Reykjavík en ólst upp á Isa- firði en þaðan lá leið hans á Skagann. Sigurður er ekki ókunnur í Apóteki Keflavíkur. Hann starfaði þar í tíð Jó- hanns Ellerups, apótekara, árin 1976 til 1978. Þaðan lá leið hans í frekara nám í Sví- þjóð en að því loknu varð hann apótekari á Siglufirði og var þar tii ársbyrjunar 1994 þegar hann tók við Rangár- apóteki. Sigurður er Garð- maður og má því segja að hann sé að koma í heimahag- ana á ný. Benedikt Sigurðsson, fráfar- andi apótekari sagðist ánægð- ur með kaupendurna. „Eg treysti þeim félögum vel til að viðhalda góðri þjónustu. Auð- vitað er ákveðinn tregi sem kemur upp í huga manns þeg- ar maður hættir f rekstri og hættir að vinna. Eg er kominn á sjötugsaldurinn en ég er á því að maður eigi að hætta að vinna þegar maður getur. Hjá okkur Heiðrúnu tekur nú fyrst við gott sumarfrí, það lengsta sem við höfum nokkum tíma tekið“, sagði Benedikt Sig- urðsson. Hnfiiiiætis 17. apríl - 4. maí( 10-40% afsláttur af Tandurhreint tilboð á handlaugmn, blöndunartækjuin, baðkermn, sturtubotnum, sturtuklefum, salernum, stálvöskmn, sturtuhengjmn baðvogum .. .og ýmsu öðru sem tilheyrir baðherberginu. Húsasmiðjan er opin: Verslun Skútuvogi 16 • Sími 525 3000 Verslun og timbursaia Helluhrauni 16, Hafnarfirði Opið mán. - fös. 8-18 Sími 565 0100 Lau. 10- 16 Opið mán. - fös. 8-18 Sun. 12-16 Lau. 9- 13 Timbursala Súðarvogi 3 -5 • Sími 525 3000 Verslun og timbursala Smiðjuvöllum 5, Keflavík Opið mán. - fös. 8 - 12 og 13 - 18 Sími 421 6500 Lau. 10- 14 Opið mán. - fös. 9-18 Lau. 10-16 Munið cftír l'tííkortinu! 50 frípimktar fvrir hveijar 1000 kr. við staðgreiðslu og ef greitt er ineð kreditkorti. Grænt númer Húsasmiðjunnar 800 6688 HUSASMIÐJAN 8 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.