Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.08.1997, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 21.08.1997, Blaðsíða 11
21 fóru of hratt Lögreglan í Keflavík stöðv- aði 21 ökumenn t'yrir of hraðan akstur í síðustu viku þar af voru tveir þeirra svip- tir ökuleytl á staðnum. Þeir óku á 149 og 144 km hraða á Reykjanesbraut. Að auki hafði lögreglan afskipti af 16 öðrum umferðarlaga- brotum. Einn var tekinn fyrir ölvun við akstur. Einn ökumaður var réttindalaus og númer voru klippt af 6 bílum sem sem höfðu hundsað aðalskoðun. Mikið um umferðan- óhöpp Lögreglan í Keflavík hal'ði afskipti af 13 umferðar- óhöpputn í vikunni. Tvær bílveltur urðu á Reykjanesbraut. Sú fyrri varð fimmtudaginn 14. ágúst við Vogastapa. Þar missti ökumaður stjórn á bifreið sinni eftir að sprakk á öðru framdekki hans. Seinni bflveltan varð á Strandarheiði þann 17. ágúst. Mikil bleyta var á brautinni og missti öku- maður stjóm á bifreið sinni. Ekki urðu meiðsl á fólki og fékk það að fara heim að læknisskoðun lokinni. Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða stúlku til starfa á skrifstofu. Almenn skrifstofustörf og bókhald. Nánari upplýsingar síma 897-5870. Vamarliðið Ferðaskrífstofustarf Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða sölumann á Ferðaskrifstofu Varnarliðsins. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi haldgóða þekkingu á ferðaþjónustu innanlands og erlendis. Reynsla af ferðaskrifstofustörfum og notkun á AMADEUS bókunarkerfi æskileg. Mjög góðrar enskukunnáttu er krafist. Umsóknir berist til Varnarmála- skrifstofu, ráðningardeild, Brekkustíg 39, 260 Reykjanesbæ, eigi síðar en 25. ágúst 1997. Nánari upplýsingar veittar í sima 421-1973. FJÖLSK ¥L_D W)W&%Vl9l laugardagurinn m. FRA IÍL. 13-16 í BOÐI VERÐUR SKÚTUSIGLING Á ÍSOLD. FERÐIR í WAYFARER OG OPTIMIST BÁTUM FRÁ SMÁBÁTAHÖFNINNI í GRÓF. ALLT ÓKEYPIS. \ ALLIR VELKOMNIR! GRILLIÐ VERÐUR í GANGI, BARA AÐ MÆTA MEÐ EITTHVAÐ GOTT TIL AÐ GRILLA OG EINNIG GÓÐA SKAPIÐ. UPPLÝSINAR sigungaféugið knorr keflavik S: 899 3831 I 551 3177 ATVINNA Rafvirki óskast til starfa sem fyrst. Upplýsingar í símum 422-7103 eða 892-9812. Sigurður Ingvarsson. ATVINNA Leikskólakennari eða annar starfs- kraftur óskast á leikskólann Gefnarborg í Garði. Upplýsingar gefur Hafrún í símum 422-7166 og 422-7206. Tónlistarskólinn í Keflavík éra* Keflavík Music School 1 957-1 997 INNRITUN Nýjum umsóknum um skólavist verður veitt viðtaka á skrifstofu skólans Austurgötu 13, mánu- daginn 1. september, þriðjudaginn 2. september og miðvikudaginn 3. september frá kl. 13:00-19:00. Ekki er innritað í síma. Allar algengustu námsgreinar eru í boði en sérstök athygli er vakin á að stefnt er að fjölgun nemenda í söng, á celló, harmonikku og túbu. Einnig er vakin athygli á forskóla barna á aldrinum 6-8 ára. Nemendur frá fyrra skólaári gangi frá umsóknum sínum á sama stað og á sama tíma. Umsóknir sem fóru á biðlista í fyrra þarfað endurnýja. Nemendur í framhaldsskólum þurfa að láta afrit af stundaskrám sínum fylgja umsóknum. Kennsla hefst mánudaginn 8. september. Skólastjóri. V íkurfréttir 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.