Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.10.1997, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 02.10.1997, Blaðsíða 1
§ "i Vi Uj 5 cc Q Q </) Q Q -j QQ O 5 V) CD Q * FRETTIR 3& TÖLUBLAD 18;. ÁRGAIMGUR FIMMTUDAGURINN 2. OKTOBER 1997 r Vel á þriðja tug verslana bjóða Suðurnesjamönnum tilboð á föstudegi til fjár. Hefð er komin á að verslanir taki sig saman og bjóði áhugaverð tilboð fyrsta föstudag í hverjum mánuði. I mörgum verslunum gilda tilboðin einnig í dag og á laugardag. Víkurfréttir hvetja fólk til að nýta sér tilboðin og gera góð kaup. Þota „skoppaði" útafMinni Lítil þota frá kanadíska hernum fauk út af aksturs- braut á Keflavíkurflugvelli á mánudagsniorgun í suð- vestan roki. Engin nieiðsl urðu á fólki en fimm ntanns voru í vélinni sem reyndist lítið sem ekkert skemmd. Þotan var á akstursbraut á leið inn á flughlað þegar vind- hviða feykti henni út af brautinni hægra megin. Þegar flugmennimir keyrðu vélina aftur inn á akstursbrautina tókst hún tvisvar sinnum á loft og lenti hún út af hinum megin þar sem hún sat föst. Slökkviliðið á Keflavíkur- flugvelli náði vélinni upp daginn eftir nteð því að lyfta henni upp með loftpúðum og var hún dregin upp á brautina aftur. VF-MYKD: llllMMt IIUU.I II UWMtsm : i Bikarúrslitaleikur “í á sunnudaginn! sjá umfjöllun í blaðinu í dag Bæjarstjórn Reykjanesbæjar: Hart deilt um þörf á félagslegum íbúðum Miklar umræður urðu um þörf á félagslegum íbúðum á fundi bæjarstjórnar Revkjanesbæjar nýverið og fram koni í máli minnihlut- ans að skortur væri á íbúð- um fyrir aldraða. Húsnæðisnefnd Reykjanes- bæjar lét nýverið gera könnun á þörf á félagslegu húsnæði í Reykjanesbæ. Þar kemur fram að 16 hjón með 25 böm og 27 einstaklingar nteð 28 börn hafa lagt inn umsókn um húsnæði. Tillögu húsnæðisnefndar um að sótt verði um til Hús- næðisstofnunar Ríkisins að byggðar eða keyptar verði 12 félagslegar kaupleiguíbúðir 1998 var vísað í bæjarráð af meirihluta. Sætti sú ákvörðun harðri gagnrýni minnihlutans sem sakaði meirihluta um óvönduð vinnubrögð. Því mótmælti meirihluti og sagði það ekki óvönduð vinnubrögð að skoða mál betur. Undir þetta tók Drífa Sigfúsdóttir sent minnihluti túlkaði sem vantraust á húsnæðisnefnd. Fram kom í máli minnihluta að mikill skortur væri á íbúðum fyrir aldraða og umsóknarfjöldi mikill. Meiri- hluti benti á að hluti íbúða fyrir aldraða stæði tómur þar sem þær hafi ekki verið seldar og því ekki réttlætalegt að fara út í fleiri nýbyggingar. Vísaði hann því á bug að ekki væri tekið tillit til allra íbúa bæjarins. Minnihluti sagði meirihluta hafa lýst yfir áhugaleysi sínu á málaflokknum þar sem hann sé ekki í málefna- samningi þeirra.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.