Víkurfréttir - 02.10.1997, Blaðsíða 8
r
Svona er lífiö
*Dagný Gísladóttir y
Anna Pála hefur unnið
á Pósthúsinu í 40 ár
„Póstur og Síini góðan daginn", það er rödd
Önnu Pálu Sigurðardóttur sem viðskiptavinir
Pósthússins í Keflavík heyra en hún hefur
starfað á símanum í 40 ár og geri aðrir betur.
Önnu Pálu fannst starfsaldurinn ekki tilefni til
viðtals en hún lét þó tilleiðast að segja okkur
frá ástæðum þess að starfsaldurinn er svo
langur sem raun ber vitni.
„Mér líkar vinnan alveg rosalega vel. Eg
kann vel við starfsfólkið, mórallinn er góður
og vinnan er skemmtileg og fjölbreytt".
Anna Pála byrjaði á símanum þann 1. sept-
ember 1952 þá 16 ára gömul. Hún hefur hætt
í millitfðinni en alltaf verið viðloðandi sím-
ann eins og árafjöldinn gefur til kynna og
unnið þá á símanum, ritsímanum og öðru sem
til hefur fallið. Um 10 konur starfa við af-
greiðslu Pósts og Sfrna í Keflavík og að sögn
Önnu Pála hafa karlmennimir stoppað stutt
við.
„Ég man bara ekki eftir því að það hafi verið
karlmaður hér hjá okkur síðan að Hjörtur
Kristjánsson var hér í stuttan tíma“, segir
Anna Pála sem hlýtur að hafa upplifað ýmsar
breytingar í símaþjónustu Suðumesjamanna?
,Já, það var rosalega mikil breyting að fara úr
því sem er kallað miðstöð og í sjálfvirka
símakerfið árið 1962. Það getur enginn
ímyndað sér aðra eins breytingu og að sjálf-
sögðu hefur þjónustan tnikið breyst í gegnum
árin“.
Ætlar þú að vera þama lengi?
,Ja, ég ætla bara rétt að vona að ég fái að vera
hérna þangað til ég verð 65 eða 67 ára eða í 3
til 4 ár í viðbót. Eg vil endilega fá að klára“,
sagði Anna Pála að lokum.
L
J
Sameining orðin að veruleika:
Hluthufnfundur í Bakka
hf. sem frani fór þann 27.
september sl. samþykkti
samhljóða samrunaáætlun
Bakka lif. og Þorbjarnar
hf. Sameiningin tekur gildi
frá og með 1. maí 1997.
Framkvæmdastjórar hins
nýja fyrirtækis verða Eiríkur
Tómasson og Gunnar Tóm-
asson og stefnir fyrirtækið að
skráningu á Verðbréfaþingi
Islands í haust.
f dag kom inn til Bolungar-
víkur nýtt skip í flota hins
sameinaða félags en það er
rækjufrystiskipið Hraftiseyri
IS-10. Hrafnseyri verður
gerð út frá Bolungarvík og
mun sinna hráefnisöflun fyrir
rækjuverksmiðju fyriitækis-
ins í Bolungarvík og Hnífs-
dal.
Eftir fundinn var hluthöfum
og velunnurum fyrirtækisins
boðið að skoða skipið og
þiggja léttar veitingar um
borð. Fyrir á félagið frysti-
togarana Hrafn Sveinbjamar-
son GK-255 og Gnúp GK-
11 ásamt ísfisktogurunum
Dagrúnu IS-9 og Sturlu GK-
12. Jafnframt rekur fyriitæk-
ið fiskvinnslustöðvar í Bol-
ungarvík, Hnífsdal og
Grindavík.
i fsláttur af GLAUCA
rðunarvörum
FAGURLIND
Hair, nails and make-up saloon iililHMMl
EINA STOFAN Á SUÐURNESJUM M
SEM BYÐUR UPPÁ: t
REDKEN hársnyrtivörur /
GLAUCA ROSSI fördunarvörur /
OPI gervineglur og naglalölík /
Munid tilbodin sem giilda til 10. október:
Háralitun, klipping og léttur blástur kr. 2900.-
Gervineglur kr. 2900.-
Fördun kr. 1000.- JiiUfi
Nú bjóðum uið einnig uppá
HERRAKLIPPINGU Á KR« 800 -
8
Víkurfréttir