Víkurfréttir - 02.10.1997, Blaðsíða 9
Ágæti Suönesjamaöur!
Á sunnudaginn er úrslitaleikurinn í bikarkeppni KSI á milli
Keflavíkur og ÍBV. Á síðasta leik mættu mun færri stuðnings-
menn Keflavíkur en andstæðinganna og er það leitt. Þeir sem
mættu voru góðir og létu vel í sér hevra og fundu strákarnir
okkar vel fyrir stuðningnuni. Þegar ég segi strákarnir okkar
þá á ég við að þegar vel gengur þá eru þetta strákarnir okkar,
annars ekki.
Síðan fyrri leikurinn fór fram hefur gengið svona upp og ofan
og má segja að það hafi verið óheppni að vinna ekki
Skagamenn í síðasta leik. Ég, sem þetta skrifa, kom svolítið að
síðasta bikarleik og fann vel hversu fyrirtæki tóku vel í bciðni
um stuðning og eiga þau miklar þakkir skildar og vona ég að
stuðningsmenn fótboltans leiti til þessara fyrirtækja um
viðskipti.
En hvað um það, á sunnudaginn er alvaran og nú hvet ég
Suðurnesjamenn til að mæta á völlinn og hvetja Keflavík til
sigurs því sú hvatning getur skipt sköpum og orðið til þess að
bikarinn kemur til Suðurnesja.
Einar Helgi Aðalbjörnsson.
__________________________________________I
Bjarna Guðmarsson er komið út!
Verð kr. 3.420.-
Áður útgefið 1. bindi kr. 2.850.-
TILBODi
1. og 2. bindi á aðeins kr. 4.980.-
I^U Sókahúi Kefifatíkur
Sólvallagötu 2 - Keflavík - sími 421 1102
DAGLEGA íLEIÐINNI!
Það verður leikið til úrslita í Bikarkeppni KSÍ nk. sunnudag. Þá eigast
Keflavík og ÍBV við öðru sinni. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og
hefst kl. 14:00. Sætaferðir verða í Ölver fyrir leik þar sem verður hitað upp.
Þá eru til sölu bolir, fánar og gamlir búningar í K-videói föstudag og laug-
ardag. Víkurfréttir hvetja alla Suðumesjamenn að fjölmenna á leikinn.
Bikarslagur
á sunnudag
Víkurfréttir
9