Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.1997, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 20.11.1997, Blaðsíða 15
Gott Það hefur væntanlega ekki farið framhjá þeim sem fylgjast með störfum bæjarstjórnar og þeirra bæjarfulltrúa sem nú starfa í bæjarstjórn að samstarf minnihlutaflokkanna, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks hefur verið mikið. Það ætti í sjálfu sér að vera sjálfsagður hlutur að þessir tveir flokkar sem báðir kenna sig við jöfnuð og félagslegt réttlæti vinni saman eins og hægt er til að ná íram sínum sjónarmiðum. Það hefur hins vegar ekki verið raunin fram til þessa. Gamalgrónar deilur milli komma og krata þekkja allir og þær deilur hafa vissu- lega skilið eftir sig sár víða og því hefur samstarfið ekki verið einns gott og það ætti að vera. Anægjuleg breyting Það er því ánægjuleg breyting sem orðið hefur á þessu kjörtímabili. Bæjarfulltrúar þessara flokka ákváðu að prófa að taka upp nánara sam- starf. I fyrstu aðeins að ræða saman fyrir bæjarstjómar- fundi, halda minnihlutafundi fyrir hvem bæjarstjómarfund. Fljótlega kom í ljós að það gekk mjög vel. Þá var ákveðið að athuga aukið sam- starf í nefndum og það gekk lfka vel. Næsta skref var þá að prófa að halda sameigin- lega bæjarmálafundi (mánudagsfundi) þar sem almennir félagsmenn beggja flokkanna koma saman og ræða bæjarmál og viti menn, mjög fljótlega var erfitt að finna munin á því hvaðan ein- staklingamir komu. Það sýndi sig að óþarft var að láta gamlar kaldastrýðskreddur hindra samstarf félaghyggju- aflanna í bæjarstjóm. Nú er svo komið að báðir flokkamir, Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur, hafa ákveðið að bjóða ekki fram undir sínum listabókstaf fyrir næstu bæjarstjómarkosningar. Báðir ætla þessir flokkar að gefa nýju afli svigrúm, afli sem samanstendur af þessum flokkum og öllum þeim öðmm sem vilja starfa undir merkjum jafnaðar og félags- hyggju. Þetta afl ætti að hafa alla burði til að verða, raun- hæfur valkostur jafnaðar og félagshyggju við stjómun bæjarins eftir næstu kosn- ingar. Framsýni bæjarfulltrúa Með þessum skrefum hafa bæjarfulltrúar okkar sýnt mikla framsýni og mikinn kjark. Það er einfaldara að halda áfram í sömu fömm og menn hafa farið til þessa. Það samstarf - g65ur möguleiki er einfaldast að taka bara í arf þær deilur sem einhvemtíma risu, það er einfaldast að ala jafnvel á andstæðum því það gæti styrkt stöðu flokksins fyrir næstu kosningar. Bæjarfulltrúar okkar hafa hins vegar sýnt það með verkum sínum að þeir meta málefhin meira en stóiana, þeir em tilbúnir að fara óhefðbundnar leiðir, þeir studdu það að taka fýrst ákvörðun um að bjóða ekki fram og em þar af leiðandi í meiri óvissu um sína pólitísku framtíð. Til jsess þarf kjark og pólitfskan heiðarleika, en hvað er það sem kallar á svona vinnu- brögð, vinnubrögð sem eru svo allt öðmvísi en hingað til hafa tíðkast. Helsta afrek núverandi meirihluta Sennilega er þetta það besta sem núverandi meirihluti hefur gert. Keflavíkurmeirihluti Drífu og Ellerts endurfæddist á einni nóttu og varð að nýjum meirhluta Ellerts og Drífu. Þessir meirihlutar hafa kennt félagshyggjuöflunum að þau verða að vinna saman svo ekki verði lialdið áfram á óbreyttri braut, þess vegna stofnum við bæjarmáiafélag jafnaðar og félagshyggjufólks næstkomandi laugardag kl. 14:00. Ég vil nota þetta tækifæri til að hvetja þig til að mæta. Það er verið að vinna að fjölsyldu- vænu framboði og þvf getur öll fjölskyldan mætt. Það verður hugsað um bömin á staðnum. Sveitastjórnir - til hvers. Daglegri stjómun sveitar- félags er oft þröngur stakkur skorinn, oft er um að ræða afgreiðslur sem em bundnar í landslögum, reglugerðum eða em svo sjálfsagðar að mönn- um finnast þær ekki koma neinni pólitík við. Það er þvf ekkert undarlegt að menn velti því stundum tyrir sér hvort það skipti í raun ein- hverju máli hvetjir stjómi sveitarfélaginu. Þaðerjú sami rassinn undir þeim öllum er t.d. vinsælt slagorð. En er það svo? Skiptir engu máli hverjir stjóma? Er sami rassinn undir okkur öllum? Er e.t.v. engin pólitík í sveitastjómum? Ég hef stundum sagt að alvöru stjómmálaöfl byggi stefnu sína á almennum gmnnviðhorfum þau gmnn- viðhorf endurspeglast svo í stefnumörkun þeirra „í tíma og rúmi“. Það sem greinir að fólk og stjómmálaöfl er ekki endilega deila um hvað eigi að gera. heldur mun oftar um það hvemig á að gera hlutina. Þar kristailast mismunandi afstaða til meginsjónarmiða s.s., viljum við jafna kjör fólks eða láta frumskógarlögmál gilda í samskiptum fólks, viljum við standa vörð um jafnan rétt t.d. bama til góðra uppeldisskil- yrða eða á að tryggja lág- markskröfur og svo geta foreldrar keypt viðbótar- þjónustu fyrir sín böm hafi þeir efni á. Viljum við sam- félagslega ábyrgð eða einstak- lingsbundna? Með öðmm orðum, hvemig svömm við hinni sígildu spumingu, ,Á ég að gæta bróður míns“? Frelsi hverra? A yfirborðinu em sennilega flestir þeir sem koma nálægt stjómmálaumræðu sammála um að það sé mikilvæg að standa vörð um frelsi einstak- lingsins, að efla eigi einstak- lingsframtak og menn eigi að hafa möguleika á að taka þátt í því að móta umhverfi sitt. Þá kemur liins vegar aftur upp spumingin HVERNIG? Við sem viljum jöfnuð og aðhyllumst félagshyggju gemm okkur t.d. grein fyrir því að formlegt frelsi eitt og sér nægir ekki. Tal um frelsi er lítils virði ef fólki em ekki sköpuð raunveruleg skilyrði, efnahagsieg og félagsleg, til að nýta ifelsi sitt. Aðrir sem tala stundum fjálglega um þessa hluti án þess að leggja áherlu á að skapa þurfi fólki félagsleg og efnahagsleg skil- yrði, em því í raun aðeins að tala um frelsi sumra, um rétt sumra til að njóta einstak- lingsframtaks síns o.s.frv. í því felst munurinn á félagshyggu og einstak- lingshyggju. Tókuni höndum sarnan Við sem aðhyllumst lausnir á gmndvelli jafnaðar og félagshyggju og viljum líta á samfélagið okkar sem félagslega heild þar sem velferð allra (ekki bara sumra) er skilyrði fyrir velgengni samféíagsins ætlum að fylkja liði fyirr næstu kosningar. Við ætlum ekki að vera í tveimur, eða jafnvel fleiri framboðum og láta þannig þá sem aðhyllast lausnir á gmnd- velli einstaklingshyggju sem gleymir að tryggja jafnan rétt allra einstaklinganna ráða áfram vegna sundrungar okkar. Þess vegna hefur Alþýðubandalagið tekið þá ákvörðun að bjóða ekki fram fyrir næstu bæjarstjómarkosn- ingar, það hefur Alþýðuflokurinn ákveðið líka. Við ætlum hins vegar að taka höndum saman ásamt fjölmörgu fólki sem er félagslega sinnað en hefur ekki gengið til liðs við annan jDessara flokka og stofna sterkt og öflugt bæjarmálafélag. Bæjarmálafélag sem sameinar jafnaðar og félagshyggjufólk undir einum hatti. Þá verður valið skýrt. Ég vonast því til að sjá sem flesta á stofnfundinum sem haldinn verður næsta laugar- dag kl. 14:00. Jóhann Geirdal Smelltu þérá www.mb.is ! I STJÖRNICfRfl GRtNDAVÍK Leitum eftir konu til að gæta barns á fyrsta ári, auk léttra heimilisstarfa. Um er að ræða 4 tíma á dag, fyrir hádegi, frá næstu áramótum. Áhugasamar eru beðnar að hafa samband við afgreiðslu Víkurfrétta í síma 421-4717 og leggja inn nafn og síma. Er jólaball framundan? Efþið ætlið að halda jólaball viljum við vekja athygli ykkar á eftirfarandi: Við getum útvegað litla, ódýra hljómsveit, sem leikur öll jólalögin og gott betur, og jólasveina. Einnig viljum við vekja athygli á að meðlimir Léttsveitar og Lúðrasveitar Tónlistarskólans í Keflavík eru tilbúnir til að leika ýmist allir saman, eða í minni hópum við öll hugsanleg tæk- ifæri t.d. við litlu jól fyrirtækja og fél- aga, árshátíðum, afmælum o.s.frv. og einnig eru meðlimir hljómsveitar tilbúnir til að taka að sér ýmis önnur verkefni. Nánari upplýsingar veita: Karen Sturlaugsson í símum 421-1153 eða 421-5043 og Kjartan Már Kjartansson í símum 421- 1153 eða 421-1549. Léttsveit Tónlistarskólans í Keflavík. V íkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.