Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.1997, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 20.11.1997, Blaðsíða 10
Bæjarmálafélag jafnaðar- og félagshyggjufólks í Reykjanesbæ STOFNFUNDUR Stofnfundur bæjarmálafélags jafnaðar- og félagshyggjufólks í Reykjanesbæ verður haldinn laugardaginn 22. nóvember í leikhúsi Reykjanesbæjar að Vesturbraut 17, kl. 14:00. Dagskrá: 1. Fundarsetning, Theodór Magnússon formadur samstarfsnefndar. 2. Drög ad samþykktum félagsins, Reynir Ólafsson. 3. Framtíðarsýn jafnaðar- og félagshyggjufólks, Eysteinn Eyjólfsson. 4. Aðalfundarstörf. 5. Ávörp, Anna Margrét Guðmundsdóttir og Jóhann Geirdal. Fundarstjóri: Logi Þormóðsson. Kaffiveitingar - Skemmtiatriði og uppákomur - Barnahorn Nánari upplýsingar, Reynir 893-0783 - Eyjólfur 896-1064 - Theodór 421-3728. Fjölskylda - Lýðræði - Atvinna Forrádamenn Gerðaahrepps og áfengisvarnarráðs að loknum blaða- mannafundinum þar sem málefni „Reylaus Gerðahreppur 2001" varkynntí verkalýðshúsinu í Garði. Gerðahreppur setti sl. fiinmtudag fordæmi sem gæti orðið áhrif'aríkt en |)á var kvnnt átakið „Revklaus Gerðahreppur árið 2001“. Atakið er unnið í samvinnu við Tóbaksvamamefnd og er markmiðið að ná samstöðu með félagasamtökum, fyrir- tækjum og öllum íbúum sveit- arfélagsins að taka höndum saman og vinna að því tak- marki að gera Garðinn reyklausan árið 2001. Akveðið var að efna til skoð- unarkönnunar meðal íbúa Gerðahrepps og vom 72% svarenda hlynnt ákakinu. Boðað var til fundar með aðil- um félagasamtaka, skóla, vinnueftirlits auk annarra þann 4. nóvember sl. Fulltrúi Tóbaksvamamefndar hélt er- indi um skaðsemi reykinga og gerð var grein fyrir námskeiði sem stendur þeim til boða sem vilja hætta að reykja. Að sögn Sigurðar Jónssonar sveitastjóra Gerðahrepps reyndust viðhorf allra til verk- efnisins vera jákvæð. „Einhver kann að segja að þetta sé útilokað verkefni en við teljum að svo sé ekki. Með markvissu átaki og kynningu á skaðsemi reyk- inga emm við sannfærð um að það tekst að fá jákvæð við- brögð allra íbúa. Við gemm okkur fulla grein fyrir því að við neyðum engan til að hætta að reykja. Það breytir engu þótt við setjum lög ar um eða sveitarstjóm saþykkir einhver boð og bönn enda er tilgang- urinn ekki sá með þessu átaki. Við viljum fá íbúa sveitarfé- lagsins með okkur á jákvæðu nótunum til að huga að þess- um málum“.Á næstunni verð- ur leitað á foimlegan hátt til félagasamtaka, fyriitækja, stofnana og íbúa í Garðinum til þess að taka höndum sam- an og vinna að verkefninu. Garður Stofnfundur bæjarmálafélag jafnaðar- og félagshyggjufólks í Reykjanesbæ Stofnfundur bæjarmálafé- lags jafnaðar- og félags- hyggjufólks í Reykjanesbæ verður haldinn laugardag- inn 22. nóvember í leikhúsi Reykjanesbæjar að Vestur- bráut 17 kl. 14.00. Dagskrá fundarins hefst með því að Theodór Magnússon formaður Samstarfsnefndar gerir grein fyrir aðdragandan- um að stofnun bæjarmálafé- lagsins. Reynir Ólafsson mun leggja fyrir fundinn drög að samþykktum félagsins og Ey- steinn Eyjólfsson gerir grein fyrir þeim gildum er bæjar- málafélagið mun starfa eftir. Að loknum aðalfundarstörf- um munu bæjarfulltrúarnir Anna Margrét Guðmunds- dóttir og Jóhann Geirdal flytja ávörp. Fundarstjóri verður Logi Þonnóðsson. Á fundinum verður boðið upp á kaffiveitingar og skemmtiat- riði og uppákomur á milli dagskrárliða. Fjölskyldan er öll boðin velkomin og verður bamahom á staðnum. Samstarfsnefnd að stofnun bæjarmálafélags hvetur alla fbúa Reykjanesbæjar til þess að koma á stofnfundinn og taka þátt í stofnun félags sem hefur það að markmiði sínu að vinna að því að gera Reykjanesbæ að lýðræðislegu og fjölskylduvænu bæjarfé- lagi. Nánari upplýsingar um stofn- fundinn og starf félagsins veita Reynir Ólafsson 893- 0783, Eyjólfur Eysteinsson 896-1064 og Theodór Magn- ússon 421-3728. Lengri sundopnun vel tekið Forstöðumaður Sundmið- stöðvar Keflavíkur hefur að beiðni íþróttaráðs skilað skýrslu um hvemig til tókst með lengingu opnunartíma Sundmiðstöðvarinnar s.l. sumar. Samkvæmt henni var framtakinu afar vel tek- ið af bæjarbúum og hvatti forstöðumaðurinn til þess að sami háttur yrði hafður á næsta sumar. 10 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.