Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.1997, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 20.11.1997, Blaðsíða 9
 Áætlað er ad byggingin verði 600 fermetrar en heildarfjárfesting um 83 milljónir króna. ...hugsuð sem upp- lýsiugamiðstöð fyrir ferðamenn. Stuð- setningin góður kostur með tilliti til umferðorliunga og nólægðar við stór markaðssvæði... 83 miíiia kr. afyreyingar og þjón ustumiAstöð vii Grindavíkiirveg Áætlað er að reisa 600 fer- metra afþreyingar og þjón- ustumiðstöð við vegamót Reykjanesbrautar og Grinda- víkurvegar sem hýsa mun ferðamannaverslun, safn og veitingahús með tilheyrandi snyrtiaðstöðu. Hlutafélagið Amór ehf. verð- ur stofnað um rekstur hússins sem mun síðan leigja út veit- inga- og verslunarrýmið en sjá um að reka tjaldstæði, hestaleigu og aðra afþreyingu á svæðinu. Heildarfjárfesting er áætluð rúmar 83 milljónir króna. Maðurinn að baki hugmynd- arinnar er Þórarinn Þórarins- son og sagði hann í samtali við blaðið að slíka þjónustu haft vantað á Suðumesjum. „Þetta er hugsað sem upplýs- ingamiðstöð fyrir ferðamenn miðsvæðis og er staðsetningin góður kostur með tilliti til um- ferðarþunga og nálægðar við stór markaðssvæði. Þessi gatnamót em með þeim fjöl- fömustu á landinu utan þétt- býlis og í næsta nágrenni við Bláá lónið þar sem 150 þús- und gestir koma árlega." Þórarinn hefur starfað mikið að ferðamálum og sagði hann að tími væri kominn til þess að setja kraft í ferðamanna- þjónustu á Suðumesjum. Ætlunin er að þjónusta þann fjölda ferðamanna sem þama fer um á ári hverju auk þess sem Þórarinn sagði miðstöð- tna gagn gert laða að sér fleiri ferða- menn. Verkefnið hefur fengið já- kvæðar undirtektir og eru m.a. Eignarhaldsfélag Suðumesja, og Islenskir aðalverktakar með það í athugun. Bílaumferð er meiri á Reykjanesbraut að jafnaði á dag en samanlagt á Hellisheiði og yfir Borgarfjarðarbrú. 32 of hraðir á Reykjanesbraut Lögreglan í Keflavík kærði alls 32 ökumenn í síðustu viku fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut en nú stendur yfir átak þar sem fylgst er með hraðanum á brautinni. Tveir ökumenn voru sviptir ökuleyfi á staðnum. Annar þeirra reyndist vera á 122 km hraða þar sem var 70 km há- markshraði og hinn var tekinn á 150 km hraða þar sem há- markshraði var 90 km. Hann var einnig grunaður um ölvun við akstur. Jafnframt urðu 3 lítilsháttar umferðaróhöpp á brautinni og 6 ökumenn voru teknir fyrir umferðarbrot. Alls 11 öku- menn voru áminntir vegna vanbúnaðar á ljósabúnaði. GARÐBUAR! Senn líður að gerð íbúaskrár 1. desember 1997 og eru þeir sem eiga eftir að tilkynna breytt lögheimili, góðfúslega beðnir að ganga frá skráningu sem fyrst. Lögheimili martrts er sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu. Sveitarstjóri. STARFSLEYFISTILLOGUR FYRIR FISKMJÖLSVERKSMIÐJU SNÆFELLS H.F. SANDGERÐI I samræmi við ákvæði 63. gr. í 8. kafla mengunar- varnareglugerðar nr. 48/1994, ásamt síðari breytingum, um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur, sem valdið getur mengun, liggja frammi á afgreiðslutíma hjá Skrifstofum Sandgerðisbæjar Tjarnarbraut 4, Sandgerði, til kynningar frá 26. nóvember 1997 til 12. janúar 1998, starfsleyfistillögur fyrir Fiskmjölsverksmiðju Snæfells h.f. Sandgerði. Skriflegar athugasemdir við starfsleyfistillögurnar skulu hafa borist Hollustuvernd ríkisins fyrir 12. janúar 1998. Rétt til að gera athugasemdir við starfsleyfistillögurnar hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir, sem málið varðar. Hollustuvernd ríkisins Mengunarvarnir, Ármúla 1a, Reykjavík VíknrfréHÍr o

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.