Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.12.1997, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 04.12.1997, Blaðsíða 6
Árangur á samræmdum prófum í stærðfræði og íslensku er og hefur verið heldur lakari hjá nemendum á Suðurnesjum en víða annars staðar á undanföm- um árum. Niðurstöður könnunarinnar Ungt fólk '97 sem gerð var í mars sl. sýna að margir þættir setn liggja utan við hefðbundið skólastarf hafa áhrif á nám og námsárangur. Jafnframt kemur í ljós að Suðurnesin eru frá- brugðin öðrum landshlutum varðandi ýmsa þætti. Nemendur á Suðurnesjum vinna meira með námi en jafn- aldrar ]reirra í öðrnm landshlut- um, sérstaklega piltar. Þetta á þó sér í lagi við um nemendur sem sækja skóla utan Reykja- nesbæjar. Mikil vinna með námi virðist draga úr námsár- angri nemenda á svæðinu og bendir Rannsóknarstofnun uppeldis og menntamála á er- lendar rannsóknir sem sýna að námskröfur í skólum geti minnkað í kjölfar aukinnar vinnu nemenda með námi. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að huga þurfi að lífsstíl ungmenna á svæðinu. Stúlkur á Suðumesjum virðast hafa tileinkað sér neikvæðan lífsstíl í ríkari mæli en stúlkur í öðrum landshlutum. Áfengis- neysla er tíðari hjá stúlkum á Suðumesjum en hjá stúlkum í öðrum landshlutum. Þær eru jafnframt líklegri til þess að hafa neytt ólöglegra vímuefna Fasteignaþjónusta Suðurnesja hf. og skipasala Vatnsnesvegi 14 - Keflavík - sími 4213722 - fax 4213900 Suðurgata 26, Ketlavík Háteigur 6, Ketlavík 137 ferm. efri hæð í tvíbýli Um 90 ferm. 3ja herb. íbúð ásamt sólstofu. 0201 í fjórbýli. Hagst. áhvíl. 5.500.000,- Hlíðarvegur 44, Njarðvík 117 ferm. raðhús ásamt 28 ferm. bílskúr. 9.100.000,- Holtsgata 36, Njarðvík 3ja herb. risíbúð ásamt bílskúr. 4.500.000,- m m ' : UÍS gf ■ s ||"| B ; Kirkjuvegur 10, Keflavík 83 ferm. 3ja herb. íbúð á 1. hæð í fjölbýli. Laus strax. 8.000.000.- ú W ji j Greniteigur 13, Ketlavík 108 femi. efri hæð í tvíbýli. Mikið endurnýjað. 6.900.000,- i BBB Norðurvellir 16, Ketlavík Um 160 ferm. raðhús ásamt 30 ferm. bílskúr. Hagstætt áhvílandi. 13.000.000.- Hátún 4, Ketlavík 2ja herb. risíbúð í tvíbýli. Möguleiki að taka bíl sem útborgun. 3.000.000,- Heiðarhvammur 9, Ketlavík 3ja herb. endaíbúð á 2. hæð í fjölbýli. Nýlegt parket. 5.500.000,- Mávabraut 9, Keflavík 111 ferm. 4ra herb. íbúð 0101 í fjölbýli. Hagstætt áhvílandi. Lækkað verð. Tilboð. en jafnöldmr ]jeirra víða annars staðar. Þá em þær líklegri til að verja miklum tíma að heiman á kvöldin. RUM bendir á að slík- ur lífsstíll fari sjaldan saman með góðum árangri í skóla. Svipað mynstur kemur fram þegar litið er til íþróttaiðkunar því stúlkur á Suðumesjum eru líklegri en jafnöldmr þeirra ann- ars staðar til að stunda ekki íþróttir. Piltar virðast aftur á móti vera svipaðir jafnöldrum sínum í öðrum landshlutum hvað varðar neyslu vímuefna og vel stæðir hvað varðar íþróttaiðkun. Eiríkur Hermannsson skólamálafulltrúi sagði niðurstöðuna ekki viðunandi. Niðurstöður rannsóknarinnar beina sjónum að ábyrgð for- eldra í lífi ungmenna á Suður- nesjum. Þær leiða í ljós að ung- menni á Suðurnesjum verja minni tíma með foreldrum sín- um en ungmenni í öðmm lands- hlutum. Þetta á sérstaklega við um samverustundir um helgar en hlutfallslega fleiri ungmenni á Suðurnesjum sögðust nær aldrei vera með foreldrum sín- um um helgar en í nokkrum öðmm landshluta. Þetta átti sér- staklega við um stúlkur á Suð- umesjum þar sem um veruleg- an mun var að ræða.Þær rann- sóknir sem Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála hefur staðið að benda til þess að auk- ið hlutverk foreldra í lífi ung- menna ásamt öflugu íþrótta- og tómstundastarfi hafi jákvæð áhrif á lífsstfl og viðhorf ung- menna. I heild benda niðurstöð- ur til þess að margir þættir vinni saman við að draga úr námsár- angri ungmenna á Suðurnesj- um. Niðustöður könnunarirmar Ungt fóp 97 á Suðurnesjum: Margir þættir vinna saman við að draga úr námsárangri ungmenna á Suðurnesjum. Það á sérstaklega við um vinnu með námi, vímuefna- og áfengisneyslu og samveru- stundir með foreldrutn. Einnig er háskólamenntun foreldra og þá sérstaklega mæðra fátíðari á Suðumesjum en víða annars staðar. Þetta er meðal þess sem sem kom frant á fjölmennum borgarafundi sem haldinn var í Stapa í Reykjanesbæ sl. fimmtudag en þá voru kynnt- ar helstu niðurstöður úr könn- un Rannsóknarstofnunar upp- eldis- og menntamála Ungt fólk 97 þar sem kannaðir vom hagir nemenda í 9. og 10. bekk um landið allt. Unnið var sérstaklega úr könnuninni fyrir Suðurnes í þeim tilgangi að sjá að hvaða leyti staða unglinga á Suður- nesjum væri frábrugðin jafn- öldrum þeirra. Samhliða könnuninni var gerð sérstök úttekt á Reykjanesbæ annars vegar, og öðrum sveitarfélög- um á Suðumesjunt hins vegar. Á fundinum kynntu frá RUM Einar Guðmundsson, Rann- veig Þórisdóttir, Börkur Han- sen og Jón Gunnar Bergnburg niðustöður könnunarinnar og tóku þau síðan þátt í pall- borðsumræðum ásamt Éiríki Hermannssyni skólamála- stjóra og Stefáni Bjarkasyni íþrótta og tómstundafulltrúa. Éundarstjóri var Ellert Eiríks- son bæjarstjóri. Mikill fjöldi sótti fundinn og vöktu niðustöðumar mikla at- hygli foreldra og annarra sem að málinu koma. Athygli var vakin á því á fundinum að niðurstöðurnar eru sampil margra þátta og þurfi að horfa á þá í samhengi til þess að ná árangri í æsku- lýðsstarfi á Suðurnesjum. Jafnframt var bent á ýmsa já- kvæða þætti sem komu í Ijós en ungmenni á Suðumesjum hafa frekar jákvæð viðhorf til náms og ástundun náms virð- ist ekki minni á Suðumesjum en annars staðar. Á næstunni mun skólamála- skrifstofa boða til fundar þá hópa sem málið varða og má þar nefna foreldrafélög, tóm- stunda- og íþróttafélög og skólana. Er stefnt að því að halda annan borgarafund fyrir næsta vor þar sem staðan verður metin að nýju. LEIKFELflG KEFLAVíKUR Söng- og eftir ýmsa hofund Leikfélag Keflavíkur sýnir: / ■IUKHISUI" Leikstjóri: Hulda Ólafsdóttir 3. sýning: Fimmtudaginn 4. des. kl. 21:00 4. sýning: Laugardaginn 6. des. kl. 21:00 5. sýning: Sunnudaginn 7. des. kl. 21:00 Sýnt er í leikhúsinu að Vesturbraut 17 og hefjast sýningar kl. 21:00. Miðasala hefst kl. 19:00 sýningardagana. Leikfélag Keflavíkur Sími 421-2540 6 V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.