Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.12.1997, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 04.12.1997, Blaðsíða 9
Uhgur pilturaf Suð- urnesjuni, Björn Árni Ólafsson, slapp naunilega þegar bíll lians fór út af veg- inum við Hvalsnesskriður milli Hornafjarðar og Djúpavogs þann 24. nóvem- ber sl. Bjöm náði að kasta sér út úr bilnum áður en hann fór niður bratta fjallshlíðina og niður að flæðarmáli en bílinn gjöreyði- lagðist. Að sögn Bjöms varð það hon- um til lífs að hann tók örygg- isbeltið af sér rétt áður en hann lagði á tjallið og segist ekki hafa hugsað um það þeg- ar hann kastaði sér út úr bfln- um. „Ég var skíthræddur að keyra þama þannig að ég ákvað að taka beltið af mér til öryggis. Þetta var malarvegur og ntikið af kröppum beygjum og þegar ég kem að einni mjókkar hún skyndilega og villa stikurnar fyrir mér þannig að ég tel þær vinstra megin. Ég var því of utarlega í beygjunni og sé að ég muni ekki ná henni. Þetta gerðist svo snöggt að ég man ekki eftir því að hafa hugsað nokkuð. Ég bara stökk út eða var riflnn út ég veit það ekki.“ Atvikið gerðist snemrna um morgun og því kolniðamyrk- ur. Að sögn Björns var hann hræddur um að einhver sæi flakið og ntyndi óttast það versta. Því hlóð hann litla hnígu sem hann setti hluta úr buxum sínar á og lét hann þær vísa í þá átt sem liann gekk í. Hann gekk áleiðis að Höfn í Homafirði þar sem kærasta hans býr en hann var á leið frá henni til Akureyrar þar sem hann vinnur í byggingarvöru- Þad sem eftir var af biliumi komid upp a veg. WkÆ i w -* - / /.)/ deild KEA. Klukkustund eftir slysið stoppaði bfll fyrir hon- um og flutti hann á lögreglu- stöðina í Höfn þar sem hann tilkynnti um slysið. Þaðan fór hann undir læknishendur á heilsugæslustöðina á Höfn en hann reyndist lítið slasaður. .Jakkinn minn eyðilagðist og buxurnar mínar voru allar tættar og það fossblæddi úr hnjánum á mér“. Ekki hefði þurft að spyrja að leiksklokum hefði Bjöm ekki náð að kasta sér út úr bflnum en bflinn liefur verið dæmdur ónýtur. Hann var af tegund- inni Hyundai Pony og í eigu móður Bjöms. „Það var nú svo merkilegt að við vinnufélagarnir vorum fyrir stuttu að ræða kranaslys sem varð í Þorlákshöfn nýver- ið og fannst maðurinn sem stökk út úr krananum kaldur að taka þá ákvörðun. Við velt- um því fyrir okkur hvort við myndum hafa þenna kjark til að stökkva við svipaðar að- stæður.“ Björn hefur áður lent í honum kröppum á svipuðum slóðum í vetur en þá sprakk á bflnum hans og hatði Bjöm áhyggjur af því að hann myndi missa bflinn út af. Hann segist vera feginn því að hann slasaðist ekki og hafi hann í raun ekki gert sér grein fyrir því hversu honum var brugðið fyrr en það helltist yfir hann nokkmm dögum seinna. MJUKIR PAKKAR Sœngurverasett frákr. 1.690.- Handklœði frá kr. 230.- - margir litir - margar stærðir Baðmottusett - margir titir Jóladúkar frá kr. 260.- Og ýmsar jólavörur á góðu verði Jólapuntuhandklœði <4Í> Tskum ennþá pantann fyrir }ól Tjarnargötu 17 - Keflavík - Sími 421-2061 Fyrírfyrirtœki ogsmœrri liópa frá j.25 inanns rM *• i« & pdllegö uppsett áfat eóa speguj Paté, graflax, kryddpylsa, kalkúnaskinka, 2 teg, síld, blandaðir ostar, rœkjusalat, túnfisksalat, ritskex, rúgbrauð, partjbrauð og smjör. kr, 1.150 pr.nwnn,- Upplýsingar og pantanir í síma 421-4797 Víkurfréttir 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.