Morgunblaðið - 12.04.2016, Blaðsíða 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ
Nú til dags tíðkast að smíða bíla úr
alls kyns íburðarmiklum og spenn-
andi efnum. En þrátt fyrir hversu
skemmtilegt plastefni styrkt með
koltrefjum eru þá hefur Toyota
ákveðið að þræða gamla stigu
vegna hönnunarvikunnar sem
framundan er í Mílanó á Ítalíu.
Augnabliksánægjan Setsuna
Til Mílanó fer Toyota með
tveggja sæta opinn bíl að nafni
Setsuna og hvort nafngiftin er eitt-
hvað tengd efniviðnum í bílnum
skal ósagt látið, en hann er smíð-
aður úr tré. Nafn farkostar þessa
mætti þýða sem Augnablik. Skír-
skotar það til búddaspeki sem
minnir eigandann á að njóta hvers
augnabliks, í þessu tilfelli í sam-
neyti við bílinn, til hins ýtrasta.
Bílaverkfræðingurinn Kenji
Tsuji, sem yfirumsjón hafði með
smíði Setsuna-bílsins, valdi nokkr-
ar mismunandi viðartegundir fyrir
einstaka hluta bílsins, allt eftir eig-
inleikum þeirra. Ytra byrðið er að
mestu úr japönskum sedrusvið en
hann þótti bestur til þess vegna fín-
legra trefjanna og sveigjanleika.
Stífur birkiviður var svo valinn í
undirvagninn. Japanskur forn-
álmur er í bílgólfinu vegna styrk-
leika þess og þolni. Mjúkt tré af
pálmaætt er í sætum, en síðan er
brúkað ál til að ramma inn ýmsa
þætti, svo sem hjólkoppa, stýrishjól
og sætisramma.
Sjálf yfirbyggingin er búin til úr
86 handsniðnum og hefluðum plöt-
um sem festar eru saman með
fornri japanskri samsetning-
artækni – okuriari – sem felur í sér
að naglar og skrúfur eru óþarfar.
Viðurinn í bílnum var að auki
meðhöndlaður með sérstökum
hætti sem hafa mun í för með sér
að litarháttur hans breytist með
tímanum. Með aldrinum stækkar
bíllinn í vætusamri veðráttu vetr-
arins og utan þess tíma mun hann
heyja harða baráttu við þurrafúa.
Toyota segir að þetta allt muni
bæta karakter bílsins sem lifa mun
hverja kynslóðina fram af annarri.
Hraðinn aldrei aðalatriðið
Rafmótor sem fær afl frá sex
rafgeymum mun knýja Setsuna-
bílinn. Drægið er uppgefið 25 kíló-
metrar og hámarkshraðinn 45 km/
klst., en ökuhraði var ekki for-
gangsmál við hönnun bílsins. Það
vekur athygli að skrokkurinn er
eiginlega með bátslagi. Setsuna
verður á sérstökum stalli á jap-
anska básnum á hönnunarsýning-
unni í Mílanó í fimm daga frá og
með 12. apríl.
Í mælaborði bílsins er að finna
„100 ára mæli“ sem telur tímann
sem bíllinn er í notkun fjölskyldu
eigandans. Litli vísirinn sýnir tíma
dags, fer einn hring á 24 tímum, en
sá stóri telur dagana og fer einn
hring á 365 dögum. Teljarinn lá-
rétti telur svo árin eftir því sem
þau líða, allt upp í 100 ár. Er það
áminning um Zen, þá grein
búddatrúar sem hefur verið iðkuð í
Japan frá 12. öld og leggur áherslu
á innsæja íhugun fram yfir form-
lega hugsun og rök. Með öðrum
orðum, að ökumaðurinn meti tíma
og minningar umfram vegalengd-
ina sem hann fer.
agas@mbl.is
Er kominn kassabíll fyrir 21. öldina?
Toyota smíðar síbreytilegan trébíl
Boddí Toyota Setsuna er samsett úr 86 sérsniðnum og handunnum við-
areiningum. Rafmótor knýr bílinn áfram á mjög rólegum hraða.
Toyota Setsuna-trébíllinn sem verður aðalnúmerið á japanska básnum á
hönnunarsýningunni í Mílanó. Frumleg hugmynd, svo ekki sé meira sagt.
Hönnun og þróun nýs sportbíls af
gerðinni Renault Alpine virðist vel
á veg komin, en hann var um ný-
liðin mánaðamót sýndur í hug-
myndaformi í Mónakó, undir
vinnuheitinu Alpine Vision.
Svo langt á veg er þessi bíll
kominn, að hann er nánast sagður
að verða klár til fjöldaframleiðslu
og komi á götuna á næsta ári,
2017. Hann mun fyrst bjóðast í
Evrópu en síðar á öðrum mörk-
uðum, jafnvel muni hann ryðja
veginn fyrir endurkomu Renault á
markaði í Bandaríkjunum.
Sótt í anda og útlit forverans
Það að Renault skuli endurnýta
Alpine-nafnið kallar fram minn-
ingar um Alpine A110 sportbílinn
annálaða sem framleiddur var á
árunum 1961 til 1977. Við hönnun
hins nýja Alpine Vision var sótt í
anda og útlit forverans. Hann var
sýndur í hugmyndaformi á tveim-
ur akstursíþróttahátíðum í fyrra, á
Le Mans-sólarhrings-
kappakstrinum í Frakklandi og á
Goodwood-hraðahátíðinni í Eng-
landi.
Nú er útgáfan sem sýnd var í
Mónakó sögð nánast sú endanlega.
Lítið sem ekkert hefur verið látið
uppi af tæknilegum upplýsingum
um Renault Alpine. Aðeins hefur
verið látið uppi, að hann muni
komast úr kyrrstöðu í hundraðið á
innan við 4,5 sekúndum. Fer að
minnsta kosti tvennum sögum af
aflgjafa hans.
Annars vegar að hann verði bú-
inn miðlægri og léttri splunku-
nýrri 1,8 lítra hverfilblásinni 250
hestafla bensínvél. Í sérstakri Re-
naultsport keppnisútgáfu verði
aftur á móti 300 hesta vél. Hins
vegar fara fregnir af því, að Re-
nault muni nýta samstarf sitt við
Daimler og fá vélar í Alpine-bílinn
frá sportbílasmiðnum Mercedes-
AMG.
Samstarf með Mercedes AMG ef
til vill í kortunum?
Í því sambandi hefur verið sagt
að hann yrði boðinn með hverf-
ilblásinni 2ja lítra og fjögurra
strokka vél. Bruno Ancelin, yf-
irmaður framleiðslumála hjá Re-
nault, staðfestir að til greina komi
að kaupa vélar frá Daimler.
Alpine smíðaði aldrei bíla í
stórum stíl, en annað gæti orðið
uppi á teningnum í framtíðinni,
segja heimildir. Bílsmiðurinn muni
ekki láta sér duga að bjóða upp á
eitt módel. Þar gæti samstarf við
Mercedes-AMG komið til greina.
Með smíði stærri bíla en Vision
væri grundvöllur kominn til kaupa
á hverfilblásnum 3,0 lítra V6-
vélum eins og er að finna í AMG-
módelum á borð við E43 og
GLC43.
Renault-stjórinn Carlos Ghosn
segir að það hafi verið taktísk
ákvörðun að koma aftur með Alp-
ine-sportbíl á markað. Með honum
gefist tækifæri til að bjóða upp á
léttan endurreistan sportbíl er
byggist á sérþekkingu Renault á
kappakstursbrautum. Í honum
endurspeglist eldmóður og afreks-
geta forverans sem verið hafi
hönnuðunum frönsku hvatning.
Rætt er um að eintakið af bílnum
muni kosta um 9 milljónir króna
að jafnvirði og RS-útgáfan um 10
milljónir.
agas@mbl.is
Hver man ekki Alpine A110 sportbílinn?
Renault Alpine á götuna 2017
Í Mónakó með Frakkland í baksýn um mánaðamótin. Renault Alpine
Vision er sagður nánast í endanlegri útfærslu þarna.
Þetta innvols í Renault Alpine Vision
virðist meira en einhver hugmynd.
Fyrir flesta er það veruleg skuld-
binding að festa fé sitt í bíl. Því
er það talsvert atriði að vel til
takist og bíllinn standi undir
væntingum – hvort sem notaður
er eða nýr. Að hann veiti eiganda
sínum ánægju.
Því er ekki svo fyrir að fara hjá
öllum og margir verða fyrir
óþægilegum og svekkjandi bil-
unum sem valda bæði vonbrigðum
og umfram fjárútlátum. Það er
sem sagt ekki auðvelt að rata á
rétta niðurstöðu; hvað skal kaupa
og hvað forðast, ef svo mætti
segja.
Ýmis atriði bílanna könnuð
Í því sambandi getur verið
gagnlegt að læra af reynslu ann-
arra, hvaða einkunn bíleigendur
gefa bílmódelinu sem þeir keyptu.
Þeir sem vilja vanda valið vestur í
Bandaríkjunum reiða sig nokkuð
á árlegar mælingar greining-
arfyrirtækisins J.D. Power.
Það hefur fengist um árabil við
að mæla ánægju bíleigenda með
fararskjóta sína og birtir árlega
niðurstöður úr þeim rannsóknum.
Þykir útkoman jafnan athygl-
isverð en í nýjustu könnuninni
voru bílar af árgerðinni 2013
teknir fyrir og mat lagt á áreið-
anleika þeirra út frá reynslu eig-
endanna.
Eigendur þessara þriggja ára
gömlu bíla voru beðnir að gera
grein fyrir bilunum og tækni-
legum vandamálum í þeim síðustu
12 mánuðina. Þeir voru einnig
spurðir um nytsemi bílanna og
ánægju sína af því að eiga þá.
Máli skiptir í því sambandi að vél
og gírkassi virki eins og vera ber,
að gæði innréttinga séu veruleg
og tæknilegar lausnir eins og
gps-leiðsögubúnaður standi undir
væntingum.
Dodge dólar á botninum
Rannsókn J.D. Power er með
öðrum orðum einkar umfangs-
mikil. Undir í henni voru rúm-
lega 33 þúsund bílar. Fyrir bíla-
framleiðendur hefur það mikla
þýðingu að koma vel út úr henni,
bæði virðingarinnar vegna og
stöðu á markaðinum.
„Allir nýir bílar eru góðir“ er
gömul klisja sem oft heyrist. Hjá
greiningarfyrirtækinu fyrrnefnda
taka menn síst undir það. Rann-
sóknin leiðir í ljós að grein-
armunur er á bílmódelum, en alls
34 bílamerki komu við sögu. Og
býsna miklir milli topps og botns
á mælikvarðanum yfir ánægjuna
af því að eiga viðkomandi bíla. Á
botninum var Dodge með ein-
kunnina 208, sem þýðir að 208
bilanir urðu í hverju hundraði
Dodge-bíla. Næstneðst var Ford-
merkið með bilanatíðnina 204 og
í þriðja neðsta sæti varð smábíll-
inn Smart með einkunnina 199. Í
fjórða neðsta sæti varð Land Ro-
ver með 198 og í fimmta sæti
Jeep með 181 bilun á hundrað
bíla.
Mikil sátt með
Lexus og Porsche
Tvö bílamódel skáru sig nokk-
uð úr og voru á toppi ánægjulist-
ans; Lexus og Porsche. Best kom
Lexus út en þriggja ára bílar af
þessu lúxusmódeli Toyota biluðu
langsjaldnast á þriðja ári, eða 95
sinnum á hvert hundrað, þ.e. inn-
an við ein bilun á bíl. Porsche var
skammt á eftir með stuðulinn 97.
Í þriðja efsta sæti varð banda-
ríska merkið Buick með 106 bil-
anir, Toyota í því fjórða með 113
og í fimmta sæti varð GMC með
120.
Rúmlega helmingur bíleigend-
anna, eða 55%, kvaðst myndu
kaupa annan sama merkis ef end-
urnýjun væri á dagskrá. Ástæð-
una sögðu þeir að reynsla þeirra
af viðkomandi bílum hefði verið
umfram væntingar og þeir bil-
anafríir. Aðeins 40% þeirra sem
orðið höfðu fyrir þremur bilunum
eða fleiri kváðust myndu kaupa
aftur sama merki, að sögn J.D.
Power.
Meðaltal allra bílanna reyndist
152 bilanir á hvert hundrað
þeirra. Þeir sem lakast komu út
biluðu að meðaltali tvisvar sinn-
um oftar en þeir sem sjaldnast
biluðu.
Í það heila leiddi rannsóknin í
ljós, að gæði bandarískra bíla eru
á uppleið, svo sem hefur verið
þróunin undanfarin ár.
agas@mbl.is
Ekki eru allir nýir bílar jafngóðir
Dodge Dart af árgerð 2013 hefur reynst bandarískum eigendum erfiður.
Minnst ánægja
eigenda Dodge
Armbandsúr
frá Pierre Lannier Frakklandi
Í Elsass þar sem listhagir íbúarnir
smíða m.a. Bugatti eru Pierre Lannier
sjálfvindurnar settar saman.
Frábært verð.
ERNA, Skipholti 3,
Sími 07
www.erna.is