Morgunblaðið - 12.04.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.04.2016, Blaðsíða 12
Hinir nýju Kia Sportage og Kia Op- tima hlutu báðir hin eftirsóttu Red Dot-hönnunarverðlaun í ár. Þetta er í annað skiptið sem Sportage og Optima hljóta þessi verðlaun fyrir fallega hönnun í sínum flokkum. Kia hefur hlotið 15 Red Dot- hönnunarverðlaun fyrir bíla sína síðan árið 2009, sem er einstakur árangur. Allar gerðir Kia-bíla sem eru nú framleiddar hafa fengið Red Dot -verðlaun á þessum sjö árum. Red Dot eru alþjóðleg hönnunar- verðlaun sem veitt eru árlega af Nordrhein Westfalen-hönnunar- miðstöðinni í Essen í Þýskalandi. Verðlaunin þykja ein þau eftirsótt- ustu í heimi hönnunar. „Hin alþjóðlega hönnunardeild Kia á heiður skilinn fyrir frábært starf og má vera stolt af þessum verðlaunum. Fyrri gerðir Sportage og Optima fengu Red Dot-verðlaun sem var í okkar huga frábær árangur. Báðir bílarnir hafa náð mjög góðum árangri í sölu og Spor- tage er söluhæsti bíll Kia í Evrópu undanfarin ár. Það er mjög sér- stakt og raunar frábært að ná að endurtaka leikinn og verða þess heiðurs aðnjótandi að fá Red Dot- verðlaun aftur fyrir nýjar kynslóðir Sportage og Optima,“ segir Peter Schreyer, forstjóri og yfirhönnuður Kia Motors. Nýju Sportage- og Optima-bíl- arnir hafa fengið góðar viðtökur hér á landi eftir að þeir voru frum- sýndir hjá Bílaumboðinu Öskju, sem er umboðsaðili Kia á Íslandi. Sportage hefur verið mjög vinsæll á Íslandi og síðasta kynslóð sportj- eppans var uppseld áður en nýja kynslóðin kom til landsins í síðasta mánuði, að því er segir í tilkynn- ingu frá Öskju. agas@mbl.is Kia hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir bílana sína Sportage og Optima hljóta Red Dot-hönnunarverðlaunin Kia Optima var verðlaunaður öðru sinni í Essen og ekki að furða. 12 | MORGUNBLAÐIÐ Með haustinu verður skylt að vera með bílbelti spennt í hópferðabílum í Noregi. Vanræksla á þeirri skyldu varðar allt að 1.500 norskra króna sekt, jafnvirði um 22 þúsund ís- lenskra króna. Samgöngustofan norska er að hleypa af stokkum kynningar- herferð vegna þessa. Þeir sem spenna ekki belti þar til sektir koma til framkvæmda verða góð- fúslega áminntir um reglurnar og hver viðurlögin við brot á þeim verða. Um þriðjungur ekki spenntur „Það eru mjög margir sem gleyma að spenna belti þó að þau séu fyrir hendi í rútum og stræt- isvögnum. Við viljum að það verði hinn eðlilegasti og sjálfsagðasti hlutur að brúka þau, segir í tilkynn- ingu frá umferðardeild samgöngu- stofunnar. Rétt fyrir páska var gerð könnun á notkun öryggisbelta í hópferða- bílum í Noregi. Af 16.000 farþegum voru 3.600 sem sinntu því ekki að spenna beltin. Vestlendingar virð- ast lengst komnir í að aðlaga sig nýju reglunum því aðeins 4% þeirra höfðu látið hjá líða að spenna belt- in. Á landsvísu var hlutfallið miklu hærra eða 22%. Börnin á ábyrgð ökumanns Í umfjöllun norskra fjölmiðla um nýju sætisbeltareglurnar kemur fram að almenningi finnst það ein- kennilegt að áfram verður heimilt að standa í strætisvögnum og engin sekt við því þótt viðkomandi far- þegar séu í engin belti festir. Und- anþegnir beltanotkuninni verða strætisvagnar í innanbæjarakstri, og mun það vera í samræmi við reglur Evrópusambandsins. Rétt eins og í venjulegum fólks- bílum verður það á ábyrgð bílstjór- ans að farþegar undir 15 ára aldri spenni bílbeltin. agas@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Rúta á ferð yfir Múlakvísl. Af 16.000 farþegum í norskum rútum voru 3.600 ekki með beltin spennt. Beltin borga sig í Noregi – bókstaflega Dýrt að spenna ekki beltin í rútum Enginn kemst með tærnar þar sem Ford F-serían hefur hælana hvað varðar bílasölu í Bandaríkj- unum. Um árangurinn nægir eitt orð: sigurganga, og sem staðið hefur ansi lengi. Á nýliðnu ári seldust 780.000 eintök þar í landi af 17,5 milljóna bíla heildarsölu. Og það er næst- um orðið sjálfgefið að Ford F- pallbílarnir séu í efsta sæti þegar hvert ár er gert upp. Í því hafa þeir nefnilega setið síðustu 34 ár- in í röð! Verður það met seint slegið, ef einhvern tíma. Líklega aldrei. Það er svo meðal annars að þakka velgengni F-seríunnar að Ford var mest selda bílamerkið í Bandaríkjunum 2015 með rúmlega 2,5 milljónir bíla. Í næstu tveimur sætum voru Chevrolet og Toyota sem einnig seldu rúmlega tvær milljónir bíla hvort fyrirtæki. Hörð keppni meðal lúxusbíla Í flokki lúxusbíla varð BMW hlutskarpasti bílsmiðurinn með 346.023 selda bíla en keppnin var mjög hörð í þessum geira því í öðru sæti varð Lexus með 344.601 eintak og í þriðja Mercedes-Benz með 343.088 bíla. Jeep var það merki sem af þeim 20 fremstu sem jók mest við sig milli ára, eða um 25%. Seldi Jeep 172.680 fleiri bíla 2015 en 2014. Jólamánuðurinn var sá besti fyrir Jeep en þá afhenti hann 89.654 eintök. Af öðrum merkjum sem bættu hressilega við sig voru Subaru með 13% aukningu, GMC með 11% og Volvo með 24% aukningu. Sé farið út fyrir listann yfir 20 fremstu bílamerkin varð aukn- ingin mest hjá Land Rover eða 37%. Nissan bætti mest við sig Alls voru seld 7,5 milljónir ein- taka af hefðbundnum fjöl- skyldubílum sem er samdráttur um 2,3% frá árinu 2014. Sala jepp- linga jókst hins vegar um 18% og seldust í rúmlega fimm milljónum eintaka. Þá var samanlögð sala pallbíla, jeppa og lítilla sendibíla 4,7 milljónir eintök. Nokkur umskipti hafa orðið á bandarískum bílamarkaði síðustu 10 árin eða svo. Sá framleiðandi sem bætt hefur mest við sig á því tímabili er Nissan sem seldi 44% fleiri bíla árið 2015 en 2005. Seldi Nissan 411.152 fleiri bíla í Banda- ríkjunum 2015 en 2005. Í öðru sæti er Jeep sem aukið hefur sölu á tímabilinu um 82% (388.496 bíla viðbót) og í þriðja sæti er Subaru með 197% aukn- ingu en japanski bílsmiðurinn seldi 386.673 fleiri bíla 2015 en 2005. Samdráttur hjá Chevrolet Svo eru það hinir sem séð hafa sölu sína dragast saman á þessu árabili. Þar er tjón Chevrolet mest því bílrisinn sá seldi 525.777 bílum færra í fyrra en 2005. Í öðru og þriðja sæti urðu Chrysler og Dodge/Ram. Hlutfallslega hefur samdrátturinn þó orðið hjá Scion, eða 64% færri eintök 2015 miðað við 2005. Skammt þar á eftir voru Chrysler og Volvo. agas@mbl.is Pallbílarnir í F-seríu Ford hafa verið mest seldu bílar í BNA í 34 ár. Pallbílar Ford á toppinum í 34 ár Vinsældamet sem aldrei verður slegið Sviptingar eru að eiga sér stað á rafbílamarkaði í Bandaríkjunum en ekkert skal sagt um hvort um varanlegar breytingar er að ræða. Fregnir fóru af því í forliðinni viku að gríðarlegur fjöldi hefði ver- ið pantaður af hinum væntanlega nýja bíl Tesla Model 3. Í skuggann af því hafa fallið fregnir af sam- keppni Chevrolet Volt og Nissan Leaf um toppsætið í rafbílasölunni í ár. Sé litið á tölfræðina seldust 1.865 Volt-rafbílar í mars, sem var 192% aukning frá sama mánuði í fyrra, en þá fóru 639 eintök af bílnum. Og frá áramótum hafa selst 3.987 Volt, sem er 113% aukning frá 2015, er eintökin voru 1.874. Setti það strik í söluna í fyrra að neytendur kusu þá fremur að bíða annarrar kynslóðar bílsins en kaupa þann bíl sem væri að kveðja. Nissan Leaf hefur farnast heldur illa á árinu vestanhafs. Í marsmán- uði seldust 1.246 eintök, sem er 31% samdráttur frá í fyrra er 1.817 ein- tök seldust í marsmánuði 2015. Samdrátturinn frá áramótum er svipaður, eða 28%. Hefur 2.931 ein- tak af Leaf selst fyrstu þrjá mán- uðina, miðað við 4.085 í fyrra. Sé litið til baka og sala þessara tveggja rafbíla í Bandaríkjunum frá 2010 borin saman kemur í ljós að Chevy Volt hefur selst í 92.737 eintökum en Nissan Leaf í 92.522. Munar aðeins 215 bílum á þeim. Er þetta í fyrsta sinn síðan í mars í fyrra sem Volt tekur forystuna. Meðan ekkert liggur fyrir um nýja kynslóð af Leaf telja fróðir að Volt muni áfram hafa yfirhöndina á næstunni. agas@mbl.is Rafbílarnir takast á um toppsætið á Bandaríkjamarkaði Volt tekur fram úr Leaf Chevrolet Volt er með naumt forskot á Nissan Leaf vestanhafs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.