Morgunblaðið - 12.04.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.04.2016, Blaðsíða 28
28 | MORGUNBLAÐIÐ Jepparnir frá SsangYong voru í aðalhlutverki í SsangYong-salnum hjá Bílabúð Benna. Til sýnis voru jepparnir Rexton og Korando en allt frá stofnun árið 1954 hefur SsangYong verið leiðandi bílaframleiðandi í Suður-Kóreu. Rexton er fullvaxinn og alvöru jeppi, byggður á grind, með læstum millikassa og lágu drifi. Auk þess er Rexton hlaðinn búnaði og þægindum. Korando sportjeppinn er fjórhjóladrifinn, rúmgóður og vel bú- inn fjölskyldujeppi. Á svæðinu voru líka athyglisverð- ar útgáfur af eldri gerðum af SsangYong jeppum. jonagnar@mbl.is Ekki amalegt að byrja sumarið á nýjum jeppa Rexton er voldugur jeppi sem er jafnt á heimavelli á götum stórborga sem utan vega og ekki amalegur í svörtu. Nauðsynlegt er að glugga í tölur og tölfræði þegar nýr bíll er skoðaður, og helst að bera bækur sínar saman við aðra. SsangYong Rexton jeppinn er stæðilegur að sjá, byggður á grind, með læstum millikassa og lágu drifi. Morgunblaðið/Eggert Að hika er sama og að tapa, stendur þar. Þessi reynd- ist seldur en fleiri voru á svæðinu, sem betur fer. Bílabúð Benna blæs til jeppasýningar Fjölskyldujeppinn Korando frá Ssang- Yong er laglegur að sjá og verður ekki annað sagt en að hárauður fari honum vel enda sportlegur og sprækur. Brimborg frumsýndi nýjan Mazda MX-5, heimsbíl ársins 2016, laug- ardaginn 2. apríl í sýningarsal Mazda að Bíldshöfða 8. Einnig voru til sýnis sérstakar sportútfærslur af öðrum Mazda-bílum. Fyrsti Mazda MX-5 bíllinn kom á markað árið 1989, sló strax í gegn og er í dag vinsælasti blæjubíll heims, að því er fram kemur í til- kynningu frá Brimborg. „Um er að ræða fjórðu kynslóð af þessum goð- sagnakennda bíl, sem er frumsýnd nú. Mazda MX-5 var nýlega valinn heimsbíll ársins – 2016 World Car of the Year 2016 – og einnig hlaut hann hönnunarverðlaunin World Car Design of the Year, sá fyrsti sem hlýtur báða titlana,“ segir enn- fremur í tilkynningunni. Þar að auki varð hann hlutskarpastur í vali á bíl ársins í Japan 2015-2016. Mazda MX-5 hlaut einnig þennan eftirsókn- arverða titil árin 2005-2006. Fleiri verðlaun hafa fallið í skaut Mazda MX-5. Hann var til að mynda valinn „Roadster of the Year 2015“ af virta bílatímaritinu Auto Express, hlaut einnig hönnunarverðlaunin Red Dot Design Award: Best of the Best 2015, og þá var hann auk þess valinn Best Convertible 2016 af tímaritinu What Car. Kraftur og lipurð blettatígurs „Nýr Mazda MX-5 er byggður á firnasterkum rótum forvera síns og hefur allt sem þessi goðsögn innan sportbílaheimsins hefur verið þekkt fyrir og meira til. Nýr MX-5 er hann- aður í anda KODO – Soul of Motion hugmyndafræðinnar sem innblásin er af hreyfingum, krafti og lipurð blettatígurs,“ segir þar ennfremur. jonagnar@mbl.is Mazda MX-5 frumsýndur hjá Brimborg Heimsbíllinn 2016 frumsýndur Morgunblaðið/Árni Sæberg Mazda 6 fékk sinn skerf af sviðsljósinu á Bíldshöfðanum og ekki að ósekju því bíllinn þykir vera feikn vel heppnaður og fallegur. Þó góðviðrisdagar séu ekki jafnmargir á Íslandi og á meginlandinu nýtur MX-5 sín í hvívetna.Mazda 6 er ekki síðri í skutbílsútgáfu. Nýtur „kodo“-hönnunin sín vel og í sedan-gerðinni. Orðstír Mazda MX-5 nær langt aftur og áhugi gesta á sportbílnum mikill. Útlit bílsins er – frá öllum hliðum séð – stórfínt, svo vitnað sé í sígildan poppslagara Stuðmanna. MX-5 er alveg til fyrirmyndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.