Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.05.2016, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.05.2016, Blaðsíða 40
LESBÓK Hátíðardagskrá verður í Hallgrímskirkju um hvítasunnuhelgina. Mót-ettukórinn heldur tónleika, Hörður Áskelsson leikur á orgeltónleikum og í fordyrinu verður opnuð sýning á myndverkum Huldu Hákon. Hátíð í Hallgrímskirkju 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.5. 2016 Þ að er eiginlega fyrir til- viljun að ég er staddur á Íslandi en ég hef unnið síðustu daga hér á hót- elherberginu mínu og gengið frábærlega vel,“ segir banda- ríski rithöfundurinn og skopmynda- teiknarinn Jeff Kinney. Þessi bros- mildi 45 ára gamli maður er einn vinsælasti rithöfundur samtímans; hann er höfundur bókaraðarinnar Diary of a Wimpy Kid en sjö af tíu bókum hennar hafa komið út á ís- lensku undir heitinu Dagbók Kidda klaufa og njóta þær ekki minni vin- sælda hér en í öðrum löndum. Hátt í eitthundrað milljón eintök hafa verið seld af bókunum, væntanleg er fjórða kvikmyndin sem gerð er eftir þeim og fyrir nokkrum vikum var frumsýndur í Minneapolis söng- leikur um persónurnar. En Kinney skrifar ekki bara og teiknar þessar gamansögur fyrir börn, hann er líka hugmyndasmiðurinn bak við vinsæl- an barnavef, Poptropica, og hefur síðasta árið rekið ásamt eiginkonu sinni vinsæla bókaverslun í heimabæ þeirra í Massachusetts-ríki. Í krafti frægðar Kidda klaufa-bókanna hafa þau fengið fræga höfunda og alþýðu- stjörnur, þar á meðal íþróttamenn, til að koma og lesa upp og spjalla um bækur. „Mig hefur lengi langað að heim- sækja Ísland en það stóð ekkert endilega til núna. Um síðustu helgi ákvað ég að fara að heiman í viku til að einbeita mér að skrifum elleftu bókarinnar um Kidda klaufa, vissi ekkert hvert ég ætlaði en pakkaði samt niður fyrir Flórídaferð, stutt- buxum og stuttermabolum, og ók út á flugvöll í Boston. Á leiðinni þangað fylltist ég skyndilegri löngun til að fara til Íslands og fékk keypt síðasta sætið í vélinni! Sem var eins gott því ég held ég hafi skrifað betur hér en nokkru sinni fyrr. Þetta hefur því verið afar vel lukkuð ferð. Ég hef að mestu setið og skrifað en ég hef líka farið í gönguferðir um miðborgina og niður að höfn, ég kann gríðarlega vel við mig hér – þetta er þægileg borg.“ Og Kinney bætir við að af öllum þeim mörgu löndum sem hann hafi heim- sótt á síðustu árum kunni hann best við sig hér og í Lettlandi. „Þegar ég hafði skrifað hér í tvo daga hafði ég samband við Helga Jónsson, þýðanda og útgefanda bóka minna hér, og við ákváðum að hem- sækja einn skóla hér í Reykjavík. Síðan ætla ég að skoða mig svolítið um úti á landi,“ bætir hann við. Gaman að segja sögur Kinney er hér að skrifa elleftu bók- ina um Kidda klaufa og segir hana verða lykilbók fyrir sig í þessari ofur- vinsælu seríu. „Ég eyddi mörgum árum í að reyna að koma mér á framfæri sem höfundur teiknimyndasagna og skopmynda. Á sama tíma vann ég í átta ár að fyrstu bókinni um Kidda. Að fá hana að lokum útgefna var mikill persónulegur sigur. Eftir það vildi ég ekki hverfa aftur af yfirborð- inu heldur halda áfram á sömu braut og skrifaði tíu bækur í röð. Nú hef ég verið að horfa til framtíðar, spurt mig um tilganginn og hvert ég vilji stefna: á ég að halda áfram að skrifa eða fara að gera eitt- hvað annað? Ég er ekki að skrifa neinar bókmenntir heldur teikni- myndasögur, gam- ansögur og brandara. Teiknimyndasögur og teiknaðir brand- arar eiga sér iðulega langt líf; Smáfólk var teiknað í hálfa öld. Simpson-fjölskyldan er orðin 25 ára. Aðdáendum finnst síðan sorglegt þegar teknimyndapersónur sem það hefur haldið lengi upp á hverfa. Ég hef því ákveðið að halda áfram með sögurnar í tíu ár til, ef ég get.“ Kinney teiknar og skrif- ar bækurnar en vinnur líka að netleikjum og annarskonar verkefnum fyrir börn á vefnum, auk þess að vera framleiðandi kvikmyndanna um Kidda klaufa og skrifa handrit. Hvað finnst honum skemmtilegast? „Mér finnst einfaldlega gaman að segja sögur,“ svarar hann ákveðið. „Vefsvæðið Poptropica fór fyrst í loftið árið 2007, sama ár og fyrsta bókin um Kidda klaufa kom út og mér finnst gott að standa í báðum heimum, í bókum og á netinu; ég vil vera nálægur þar sem krakkar eru að lesa eða kynna sér sög- ur.“ – Lestur barna er gríðarlega mikilvægt viðfangsefni í dag. „Svo sann- arlega. Og mér þykja það mikil forréttindi að fá að starfa á því sviði. Þegar ég var krakki voru teiknimyndasögur eftir Carl Barks mitt eftirlæti. Hann teiknaði syrpurnar um Andrés önd og Jóakim aðalönd. Hann skrifaði stórskemmtileg ævintýri með þessum karakter- um og þau urðu á sinn hátt undirstaða skilnings míns á heiminum. Á stjórn- málum, landafræði, sögu, trúarbrögðum, jafnvel sálfræði… Á sama hátt næ ég til minna lesenda og fæ þá með bókunum til að sjá tilveru sína í skoplegu ljósi. Á Poptropica- vefnum geta krakkar ferðast með sögupersónum um heiminn, mér finnst það spennandi. Og vitaskuld finnst mér spennandi að vita að þeg- ar ég skrifa bók nái hún til milljóna barna út um heiminn.“ – Er mikilvægt að börnin geti speglað sig í persónunum sem þú skapar? „Ég held það. Í fyrra ferðaðist ég á sex vikum til þrettán landa og það var áhugavert að kynnast heiminum með augum Kidda klaufa! Börnin virtust allsstaðar vera eins, hvort sem þau alast upp í Kína, Brasilíu eða Ástralíu. Þau bregðast við kar- akterunum á sama hátt. Bernskan er svo sammannleg upplifun.“ Húmorinn mikilvægastur – Varstu undrandi á því hversu vin- sælar bækurnar um Kidda urðu? „Heldur betur,“ svarar hann og hristir höfuðið. „Rétt eins og ég varð undrandi á því að sú fyrsta fengist útgefin. Þetta var þá óvenjulegur frásagnarháttur, sérstaklega teng- ing teiknimyndanna og handskrifaðs textans. Ég hafði þá í nokkur ár reynt að fá dagblöð til að birta eftir mig skopmyndir eða teiknimynda- sögur, án árangurs, og var að gefast „Ég held ég hafi skrifað betur hér en nokkru sinni fyrr,“ segir rithöfund- urinn vinsæli Jeff Kinney og er hér á göngu um Reykjavík. „Þetta hefur því verið afar vel lukkuð ferð.“ Morgunblaðið/Einar Falur 27 brandara dagur á hótelinu „Vitaskuld finnst mér spennandi að vita að þegar ég skrifa bók nái hún til milljóna barna út um heiminn,“ segir Jeff Kinney, höf- undur Dagbóka Kidda klaufa sem selst hafa í tugum milljóna eintaka. Fyrir hálfgerða tilviljun vann hann í Reykjavík í vikunni. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Kiddi klaufi eða Wimpy kid. Sögurnar um piltinn eru ofur- vinsælar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.