Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.05.2016, Blaðsíða 30
FYRIR ATVINNUHLAUPARA OG ÁHUGAFÓLK
Skokkað í vatni
Álagsmeiðsli eru ekki óalgeng í hlaupi og raunar eru marg-
ir sjúkraþjálfarar sem vilja að fólk sleppi því hreinlega að
skokka og hlaupa; slíkt sé álagið fyrir hné og aðra líkams-
parta.
Fyrir þá sem vilja samt hlaupa gæti vatnsskokk verið
málið sem er nýjasta æðið um víða veröld. Til að geta
skokkað í vatni þarf sérstakan flotbúnað; belti, sem hægt
er að kaupa
til dæmis
ódýrt á
netinu.
Beltinu er
smeygt um
mittið og
svo eru
hendur og
fætur hreyfð
eins og verið sé
að skokka en þetta
þarf að gera í djúpu lauginni því fæturnir eiga ekki að
snerta botn laugarinnar svo að þetta er fremur hægt en
virkilega styrkjandi skokk.
Vatnsskokk sem þetta nota íþróttamenn sem keppa alla
jafna í hlaupi oft þegar hlífa þarf líkamanum og vernda fæt-
ur eftir lítilsháttar meiðsli.
Flotbeltin gera það að verkum
að hægt er að einbeita sér
áhyggjulaust að skokktækninni.
HEILSA Bresk rannsókn sem Independent fjallar um leiðir í ljós að „ruslfæði“er mun skaðlegra en áður var talið. Auk þess að geta leitt til sykursýki
hefur ofneysla á sykri og skyndibitum skaðleg áhrif á nýrun.
Ruslfæði skaðlegra en talið var
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.5. 2016
Við ættum öll að leggja okkur yfir daginn,
ekki aðeins fólkið í heitu löndunum. Þetta
segir einn þekktasti taugasérfræðingur Ástr-
alíu, Fiona Kerr, sem hefur sérhæft sig í
svefni. Samkvæmt hennar rannsóknum hef-
ur stuttur lúr þau áhrif að við erum virkari
en lengd lúrsins skiptir þó höfuðmáli.
Besti lúrinn er ekki styttri en 15 mínútur
en samt ekki lengri en hálftími. Slíkur lúr
bætir auk þess minnið, viðbragðshæfni,
skerpir hugsunina og léttir lundina.
Of langur lúr er ekki góður því þá fer heil-
inn að búa sig undir að komast í djúpsvefn
og við vöknum alls ekki létt og skörp.
Þótt fólki takist ekki að sofna hjálpar það
að hafa að minnsta kosti hvílt sig og slakað á
en taugasérfræðingurinn segir að það að
leggja sig sé eins og að leyfa heilanum að
fara í góða sturtu. Breskar rannsóknar
renna stoðum undir það að allt sé betra eft-
ir blund en 400 miðaldra karlmenn sem
lögðu sig í hádeginu voru meðal annars með
betri blóðþrýsting en annar rannsóknar-
hópur sem vakti samfellt frá morgni til
kvölds. Blundur yfir daginn er góður fyrir heilsuna sé hann ekki of langur.
Morgunblaðið/Ernir
Dagblundur til bóta
BETRA MINNI OG LÉTTARI LUND
Fjallagrös eru þekkt lækn-ingajurt frá fornu fari víðaum heim og hefur félag á
Blönduósi, kennt við grösin, í lið-
lega tvo áratugi framleitt úr þeim
ýmiss konar heilsuvörur auk
áfengra drykkja.
Fyrirtækið framleiðir tvenns
konar heilsuvörur í dag; annars
vegar sjö mismunandi mixtúrur
fyrir háls og maga, hins vegar níu
gerðir bætiefna í hylkjum. Í þrem-
ur þeirra eru nú einnig notuð er-
lend hráefni, túrmerik og engifer,
í bland við fjallagrösin.
Fjallagrös eru tínd víða um land
en efnin mulin, unnin og pökkuð í
verksmiðju Vilko á Blönduósi.
Jakob K. Kristjánsson, doktor í
lífefnafræði, er þróunar- og gæða-
stjóri fyrirtækisins og situr í
stjórn. Hann hefur verið viðloð-
andi Íslensk fjallagrös nær alla tíð
frá 1993, og átti í raun hugmynd-
ina að stofnun þess. Hann var þá
starfsmaður Iðntæknistofnunar.
Hugmynd eftir Tsjernóbyl
Hugmynd að fyrirtækinu kviknaði
eftir slysið í
Tsjernóbyl-kjarnorkuverinu í
Úkraínu 1986, þegar grös um
stóran hluta Norður-Evrópu og
Síberíu urðu ónothæf vegna meng-
unar.
„Fyrirtæki í Þýskalandi hafði
verið að framleiða ýmsar heilsu-
vörur úr fjallagrösum en eftir
kjarnorkuslysið leitaði það meðal
annars til Íslands að hráefni,“ seg-
ir Jakob við Sunnudagsblað Morg-
unblaðsins.
Erindi barst Viðskiptaráði, sem
sendi fyrirspurnir út um land,
m.a. á Blönduós, þar sem
atvinnuþróunarfélagið á staðnum
tók málið fyrir. „Þaðan barst mál-
ið til Iðntæknistofnunar og inn á
mitt borð.“
Nokkur tonn voru flutt út af
fjallagrösum frá Íslandi um tíma,
en Jakob segist fljótlega hafa velt
því fyrir sér hvort ekki væri hægt
að vinna vöru úr þeim verðmætum
hér heima í stað þess að flytja út
sem hráefni.
Þegar Jakob kynnti sér málið
komst hann auðvitað að því að
fjallagrös höfðu verið rannsökuð
heilmikið. „Ég fann yfir 100
vísindagreinar og komst að því að
í fjallagrösunum eru efni sem
virka rotverjandi, hindra bakt-
eríuvöxt, eru mýkjandi fyrir háls
og mýkjandi fyrir hægðir og
bætta meltingu, allt í samræmi við
gamla trú og notkun. Grösin höfðu
verið heilmikið notuð við kvefi og
til eru gamlar bækur um hvaða
kvilla þau ættu að lækna,“ bendir
Jakob á. Hann segir fjallagrös
finnast um land allt, yfirleitt hátt
til fjalla. „Aðalsvæðin eru á heið-
um, í 200 metra hæð yfir sjávar-
máli og hærra, þótt þau séu líka í
litlum mæli nánast alveg niðri við
sjávarmál,“ segir Jakob.
„Mest er á Vestfjörðum, á hún-
vetnsku heiðunum og á Jökuldals-
heiðinni, þar sem er mjög mikið.
Enda eru fjallagrös ein aðalfæða
hreindýra á veturna, allt að helm-
ingur. Talið er að hreindýrahjörð-
in éti 50 til 100 tonn á ári af fjalla-
grösum,“ segir Jakob. Heilmikið
er sem sagt til af hinu verðmæta
hráefni en þetta er lítill gróður og
aðalvandinn, segir Jakob, að ekki
er hægt að rækta grösin. „Ég sé
að minnsta kosti ekki fyrir mér að
það verði nokkurn tíma hægt.
Vaxtartíminn er mjög hægur, tal-
að er um fimm til sjö ár frá því
tínt er á einu svæði þar til vaxið
hefur nægilega til að hægt sé að
tína aftur. En grösin lifa allan árs-
ins hring, birtast undan snjónum
og halda áfram að vaxa.“
Fjallagrös eru sérstakt fyrir-
bæri. „Þetta er hvorki planta né
jurt heldur samlífi þörunga og
sveppa; flétta sem vex á steinum
og utan á trjáberki, eitt elsta líf-
fyrirbæri jarðar. “
Hráefnið gjörnýtt
Hráefnið er mjög dýrt því jurt-
irnar eru handtíndar og hreins-
aðar og geymdar drjúgan tíma
fyrir notkun.
„Við gerðum okkur grein fyrir
því strax að það yrði að nýta hrá-
efnið vel og það tókst; fjallagrösin
eru til dæmis gjörnýtt,“ segir
hann en allar heilsuvörur Ís-
lenskra fjallagrasa eru fram-
leiddar hjá Vilko á Blönduósi. Sér-
stakt fyrirtæki, Náttúrusmiðjan,
sér um tínslu og hrávöruvinnslu
fjallagrasanna. Hann segir að í
öllu ferlinu sé þess vandlega gætt
að ekkert fari til spillis, enda
fjallagrösin verðmætt hráefni.
Jakob K. Kristjánsson er þróunar- og gæðastjóri Iceherbs. Lína bætiefna undir merkjum fyrirtækisins er komin út.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verðmæti af
heiðum ofan
Íslenska þjóðin hefur löngum haft trú á mætti
fjallagrasa. Fyrirtækið Íslensk fjallagrös framleiðir
nú bæði bætiefni og mixtúrur úr fjallagrösum.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Talið er lı́klegt að íslenska
þjóðin hafi notað fjallagrös
frá landnámi árið 874.
Fyrstu heimildir á Íslandi
um fjallagrös er að finna í
Jónsbók þar sem bannað var
að tína grös á landi annarra
bænda.
FJALLAGRÖS