Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 07.01.1999, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 07.01.1999, Blaðsíða 14
M I N N I N G Jón Norðdal Arinbjömsson Þann 27. desember s.l. lést Jón Norðdal Arinbjömsson, Nonni Arin, eins og hann var kallaður meðal vina. Jón fæddist í Keflavík 7. jan 1921. Utför hans var gerð frá Keflavíkurkirkju 5. janúar. Fyrir nokkrum árum fékk Jón kransæðastíflu og var heilsuveill upp frá því og lést svo mjög skyndilega. Að leiðarlokum langar okkur að minnast vinar okkar með nokkrum línum. Foreldrar Nonna voru hjónin Ingibjörg Pálsdóttir hús- móðir og Arinbjörn Þorvarðarson, best þekktur sem sundkennari bæði voru þau stórglæsileg. Þau bjuggu í Keflavík allan sinn búskap og eignuðust þrjú börn. Margrét elst þá Jón og Þorvarð, Jón lifði systkini sín. Eins og aðrir unglingar á þeim tíma byrjaði Nonni ungur að vera við báta á vertíðum og vinna á sumrin það sem til féll. Hann varð strax vinsæll af vin- nufélögum sökum dugnaðar og ljúfmennsku. Þegar „Nýsköpunartogarinn” Keflvíkingur kom til landsins veturinn 1948 komust færri á togarann en vildu. Skipstjórinn var reyn- dur togarakall og hafði tak- ntarkaða trú á þessum „bátamönnum”. Hér var fátt um vana togaramenn. Togarinn átti að skapa vinnu hér svo áhersla var lögð á að ráða sem flesta heimamenn, en vissast þótti að vanda valið. Sjálfgefið var að Nonni veldist í skipshöfnina. A bv. Keflvfking vorum við fyrst með honum. Svo fór að strax í fyrsta túr hafði skip- stjórinn orð á að vart hafi hann verið með snarpari mönnum í aðgerð og þar fór Nonni fremstur, fyrstur til verka, handlaginn og snög- gur. Hann vann sér strax hylli allra, jafnt yfirmanna sem undirmanna. A ýmsu gat gengið og túrar orðið lan- gir, slíkt fór mis vel í menn. Aldrei stóð Nonni í þrætum og ekki skipti hann skapi á hverju sem gekk. Flestir reyktu, yfirleitt tók hver úr sínum pakka og stakk honum svo í vasann, tóbak- sleysi vildu menn forðast í lengstu lög. Nonni kunni ekki við slíkt, þegar hann fékk sér rettu bauð hann öllum viðstöddum þótt hann væri koinn á síðasta pakka. Hann varð þvf gjarnan tóbakslaus fyrstur manna þótt vel nestaður væri í byr- jun túrs. Hann gerði sér aldrei rellu út af morgun- deginum. Þetta litla dæmi lýsir Nonna betur en langt mál. Útgerð togarans stóð aðeins í fá ár, eftir að hann var seldur snéri Nonni sér að bátunum á ný og var lengi með Óskari Ingiberssyni. Allsxstaðar fór sama orð af honum. Þegar Nonni fór í land réðist hann í málningarvinnu uppi á Keflavíkurflugvelli og vann við það þar til hann hætti að vinna fyrir nokkmm ámm. Síðustu ár var púttið hans helsta afþreying. I Púttklúbbnum hitti liann, m.a. gamla félaga og var vin- sæll af öllum sent fyrr. I haust byrjuðum við að koma í Púttklúbbinn. Þar tók Nonni okkur opnum örmum og lagði sig fram um að kenna okkur „listina” með sinni göntlu góðu ljúf- mennsku. Hans leiðsagnar fáum við því miður ekki að njóta meir, nema í min- ningunni. Nonni giftist eftirlifandi eiginkonu sinni Oddnýju Valdimarsdóttur, Stellu árið 1952. Hún bjó þeim fallegt og þægilegt heimili, sem hann kunni vel að meta og njóta. Þau eignuðust tvær dætur, Aldísi og Ingibjörgju. Einn son, Hafstein átti Nonni áður en þau giftust. Við vottum Stellu og öllum ástvinum Jóns samúð okkar og biðjum Guð að blessa góðan dreng. Hermann Helgason og Olafur Björnsson Hestun fældist í skrúðgöngu Hestúr fældist og féll við með þeim afleiðingum að knapi varð undir hestinum í þrettándaskrúðgöngu í Keflavík í gærkvöldi. Knapinn var fluttur á sjúkralnisið í Keflavík en fékk að fara heim að lokinni skoðun. Að sögn lögreglu hlaut maðurinn mar á baki, en slasaðist ekki alvarlega. Sjúkrabifreið sem sótti hinn slasaða átti erfitt með að komast til og frá slysstað vegna mannfjölda. Engin önnur óhöpp urðu í tengslum við þrettánda- gleðina svo vitað sé og fór hún vel fram að sögn lögreglu. Áætlað er að hátt í 3000 manns hafi tekið þátt í hátíðarhöldunum sem fram fóru við Iðavelli í Keflavík í gærkvöldi. Dagskráin var með ágætuni, söngur, hl jóðfæraspil, brenna, púkar og síðan glæsileg flugeldasýning í boði Revkjanesbæjar þar sem trompið var 16” tívolí- bomba sem var sprengd í lok sýningarinnar. UMBOÐSAÐILAR OKKAR A SUDURNESJUM ERU: Reykjanesbær: Umboósskrifstofan Hafnarqötu 36 Keflavík Sími 421 5660 , Crindavík: Asa Einarsdóttir Borqarhrauni 7 Sími 426 8080 Vogar: Islandspóstur hf Tjarnargötu 26 Simi 424 6200 r Sandgerði: Islandspóstur hf Suðurgötu 2-4 Sími 423 7500 HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vœnlegast til vinnings FRETTAVAKT 2222 ERT ÞU VITNIAF FRETTNÆMUM ATBURÐI? - HRINGDU STRAX! 14 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.