Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 07.01.1999, Side 18

Víkurfréttir - 07.01.1999, Side 18
JAXLÁRSINS Guðni Ingimundarson þúsundþjalasmiður er sannkallaður jaxl og það er l'átl sem hann tekur sér ekki fyrir hendur. Guðni var í eldlínunni á trukknum sínum allt árið...:-) KISA ÁRSINS Hún Rósa er kisa ársins. í lok nóvember ól ún tíu kettlinga á heimili sínu í Höfnum. Rósa er einstæð móðir og það sem meira er að faðirinn var tekiun af lífi þegar eigendur hans lluttu í blokk skömmu eftir að hann hafði gamnar sér með henni Rósu sinni. Nú ættu kettlingamir í Höfnum að vera orðnir nokkuð stálpaðir og örugglega í leit að góðu heimili. Annáll Víkurfrétta 1998 er samantekt yfir helstu viðburði ársins í fréttum og umfjöllun blaðsins. Annállinn er ekki tæmandi, heldur er stiklað á stóru. Hér er síðari hluti ásamt nokkrum ummælum ársins: Margir sýndu Félagsbíói áhuga en opnuðu ekki budd- una nógu mikið. Kristján og Co á Verkó vilja sjá seðla fyrir þetta hús á besta stað í bænum. LYKILL ÁRSINS Lykillinn af Rockville er týnd- ur. Beita þurfti klippum til að hleypa blaðamönnum Víkur- frétta inn í þetta alsjáandi auga norðursins. Þegar inn var komið fengust staðfestar frétt- ir af því að heilum bar með öllu hafði verið stolið og hon- um trillað í burt í flutningabfl. Eftir að fréttin birtist í blaðinu höfðu ungir menn samband við blaðið og sögðust vera með lyklavöldin í Rockville. Þeir hefðu skipt um lás að hliðinu. SAMEINING ÁRSNIS Eitt elsta fyrirtæki Keflavíkur, Olfusamlag Keflavíkur og nágrennis, sameinaðist Olíu- félaginu hf. á síðasta ári. Blómaskeið OSK var þegar hitaveitan var bara draumur sveitarstjómamianna og olíubflar fóru í hvert hús á svæðinu með olíu til húshit- unar og aðeins fleiri bátar en Happasæll og Gunnar Há komu í land í Keflavík. SKEMMDARVARGAR ÁRSNIS Þeir hafa gert sig heima- komna hjá Grétari Ola tvisvar á síðasta ári. Fyrst skömmu eftir áramótin þarsíðustu og síðan aftur fyrir síðustu jól. Eitthvað hafa jólaskreytin- gar farið í pirrumará þessum vörg- um, því í bæði skiptin voru ljós brotin og rafmagnssnúrur slit- nar. Það er Ijótt ef Grétar þarf að bæta rafmagns-girðinu við skrautið...:-) Samantekt: Hilmar Bragi Bárðarson Mvndir úr safni blaðsins. lagsins er líka að taka á sig endanlega mynd og verður örugg- lega fljótlega alltof iítil. BILSTJORI ÁRSINS Hjálmar Ámason er ömgg- lega hljóðlátasti bflstjóri ársins. Hann bmnaði um á raf- drifnum Pusjó með enga gírstöng. Hjálmar messaði meira stuð. minna bensín en slatta af vetni þegar það kemur. Þá fær Hjálmar sér Bens... BRUNI OG AFTUR BRUNI ÁRSINS Ibúðarhúsið að Kálfatjöm tók upp á því að brenna á árinu sem leið og það ekki einu sinni, heldur tvisvar. Slökkviliðið undir vaskri stjóm Sigmundar Eyþórssonar réðst til atlögu við eldinn sem hafði náð að krauma um allt húsið áður en slökkviliðið kom á vettvang. Fljótlega tókst að slökkva eldinn, þrátt fyrir skort á vatni. Þetta heitir ekki VATNSLEYSUströnd fyrir ekki neitt! Nóttina efir tóku lögreglumenn sem vom að kaupa samloku og kók á Aðalstöðinni að ntikill eldur logaði á Ströndinni. Þegar betur var að gáð var það sama húsið að brenna öðm sinni og nú til gmnna. FASTEIGN ÁRSINS Félagsbíó var sett sá sölu á síðasta ári, enda ekki gmnd- völlur fyrir bíórekstri í húsinu þegar Ami Sam var búinn að endurbyggja Nýjabíó frá gmnni eða svo gott sem. SVÆÐI ÁRSINS Það hefur heldur betur verið tjör í kringum Nikkel- svæðið. Sýni úr jarðvegi hafa verið tekin til vinstri og hægri til að komast að því hvort þorandi sé í fyrs- ta lagi að taka við svæðinu af Kananum og síðan að byggja þar fjölnota íþróttahús. LÍFVÖRÐUR ÁRSINS Garðar Helgi Magnússon útskrifaðist úr virtum sænsk- um lífvarðaskóla og bauðst strax vinna í Rússlandi þar sem peningamenn vilja vemd- fyrir rússnesku mafíunni. Garðar tók ekki atvinnutilboð- inu þar sem líftími lífvarða í rússlandi er ekki langur. Hvað er fengið með skjótum gróða og vera steindauður eftir mánuð? FLUGFÉLAG ÁRSINS Suðurflug gerði það gott á síðasta ári. Þar fjölgaði komurn erlendra ferjuflugvéla til muna, enda félagið komið með sérstakt leyfi til að þjón- usta ferjuflug. Flugstöð fé- OSAGT! Viðmælendur blaðsins skipta hundruðum á hverju ári.Þetta sögðu þeir aldrei á þvi herrans ári 1998... „Ég er ánægður með úrslit kosninganna. Sjálfstæðis- flokkurinn hefði þó mátt fá hreinan meirihluta jeins og þið spáðuð í skoðanakönn- un vkkar. Ég er miklu vanari minnihlutastarfínu og get nú einbeitt mér að því eftir að ég hætti hjá Verslunarmannafélaginu“ sagði Jóhann Geirdal ekki í samtali við blaðið. „Ágætu Njarðvíkingar. Þetta er í síðasta skipti sem kveikt er á jólatrénu hjá ykkur hér í Njarðvík. Við erum hætt að kveikja á trénu í Höfnum með form- legum hætti þannig að á næsta ári verði þið bara að korna til Keflavíkur ef þið viljið sjá alvöm jólatré" sagði Ellert Eiriksson, 60 ára, ekki, þegar kveikt var á jólatré við Ytri-Njarðvík- urkirkju. „Viagra vakti strax hörð viðbrögð hjá eldri karl- mönnum í bænum en það þarf bara eitt apótek til að fullnægja markaðn- um“ sögðu apótekararnir í Apóteki Keflavíkur, aldrei við Víkurfréttir. „Það er alveg ljóst að þessi bygging verður vinsæl fyrir kokteilboð þegar við skrif- um undir virkjanasamning við Landsvirkjun, bygg- ingu magnesíumverk- smiðju og öll SSS partýin. Nú, svo er smá sýningar- salur óklár héma í kjall- aranum í spmngu sem við grófum upp“ hefði Júlíus Jónsson forstjóri Hitaveitu Suðumesja aldrei látið hafa eftir sér. „Til hamingju Friðrik Ragnarsson, íþróttamaður Reykjanesbæjar. Þú hefðir aldrei fengið þennan titil með henni Önnu Maríu okkar nema fyrir endalaust væl í Njarðvíkingum, eins og vanalega", sagði Hjálm- ar Árnason, formaður Iþróttabandalags Reykja- nesbæjar, alls ekki í hófinu í Kjarna á gamlársdag. „Við viljum ekki selja svona viðskipta-spútnikkum eins og ykkur bónbræðmm Félagsbíó. Þið getið bara verið í gömlu Fiskiðjufýlunni með ykkar bfla. Svo borgið þið hvort sem er alltof mikið fyrir húsið. Við eigum nóg af seðlum í Verkó“, sagði Kristján Gunnarsson, ekki pirraður og alls ekki við Víkurfréttir. 10 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.