Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 14.01.1999, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 14.01.1999, Blaðsíða 23
/EVINTYRAKARFft FRIÐRIKS OG STÚRLEIKUR GUNNARS Þrátt fyrir að stóri leikurinn þessa vikuna hafi verið innan- bæjarslagurinn um toppsætið í DHL-deildinni þá var ekki síður mikilvægt að bæði lið tryggðu sér sæti í undanúrslitum Renault-bikarkeppninnar. Ketl- víkingar fóru hamförum í Stykkishólmi, settu 19 þribba, og yfirspiluðu spútniklið Snæ- fells. Enginn var betri en Gunnar Einars sem skoraði 29 stig á 30 mtnútum úr aðeins 14 skottilraunum (10-14). Falur (20), Hjörtur (18) og Guðjón (15) léku einnig afar vel. „Eg fann mig vel í seinni hálfleik auk þess sem liðið kepptist við að opna fyrir mér Við settum liðsmen í þess um leik með 20 3ja stiga körfum svo það voru aldeilis fleir i en ég sem voru heitir“, sagði Gunnar. Njarðvíkingar lentu í vandræð- um í Borgamesi, sem er ekkert nýtt og þurftu á ævintýrakörfu fyrirliðans Friðriks Ragnars að halda í lokin, sem er heldur ekkert nýtt gegn Borgamesi, til að tryggja sigurinn. Brenton, Teitur léku best Njarðvíkinga auk Friðriks en Keflvíkingnum Krismi Friðrikssyni tókst næst- um því að gera bikardraum Njarðvíkinga að engu með frá- bærum leik. „Þetta voru ævin- týralegar lokasekúndur. Kiddi Friðriks skoraði ótrúlega þrigg- ja stiga körfu til að jafna leik- inn, ég fékk boltann og keyrði ífam og sá að Tommi Holton og Franson biðu mín á þriggja stiga línunni svo ég lét bara vaða þar u.þ.b. tveimur metrum fyrir utan línuna og það var sætt að sjá boltann rata rétta leið. Mér fannst liðið ekki vera alveg búið að jafna sig eftir tapið gegn Keflvfldngum og leikur- inn varð jafn og erfiður en ekki leiðinlegt að enda leikinn á þennan hátt” sagði Friðrik Ragnarsson er blm. náði af hon- um tali. JAK M 12 úr Reykjanesbæ í stjörnuleikinn: -i Mánakonun athugið Falur ekki í liðinu 12 leikmenn af 28 í árlegum stjömuleik K.K.Í. leika með Keflavík og Njarðvík auk þess sem þjálfarar Iiðanna stjóma sitt hvom liðinu. Athygli vekur að nteint „nteira karlmenni” Grindvíkinga, stórskyttan Páll Axel Vilbergs- son hlaut ekki náð fyrir augum þjálfaranna né heldur Falur Harðarson Keflvíkingur. Stjömuleikurinn hefur oftast verið vettvangur stórskyttna og troðara og em þau fá skotin sem tekin eru fyrir innan þriggja stiga línuna sem ekki eru troðslur. Troðslu- og þriggja stiga skotkeppni eru fastir liðir á hátíðum sem þess- ari og spurning hvort ekki niegi sameina þetta í eina keppni að þessu sinni því einn ntesti troðarinn, Kanadamað- ! urinn og KR-ingurinn Keith ! Vassel var jafnframt besta ! þriggja stiga skyttan á fyrri | hluta tímabilsins. Það kemur | engin keppni í stjömuleikinn | fyrr en keppnin stendur á milli I Reykjanesbæjarliðanna I tveggja og landsins alls sem I hefði auðveldlega verið hægt I að jtessu sinni með örlitlu hug- [ rekki forráðantanna K.K.Í. j Það væri raunverulegt innan- . bæjannont og skora ég á for- . ráðamenn deildanna að sam- | einast unt slíkan leik að úr- | slitakeppninni lokinni í vor. | JAK I _______________________I Keflvíkingar við stjórnvölinn Aðalfundur kvennadeildar Mána verður haldinn þriðjudaginn 26. janúar kl.20.30. í félagsheintilinu (kjallara). Venjuleg aðal- fundastörf. Sjáumst hressar. Þegar það stoltið var lagt að veði sýndu Keflvíkingar fram á hvetjir ráða málum í körfu- boltanum, innanbæjar sem og á landsvísu. Jólalykt var af leik bestu liða landsins en ein- nig úrslitakeppnisbragur, í sín- um hvorum hálfleiknum. Njarðvíkingar léku stórvel í fyrri hálfleik bæði í sókn sem vöm og virtust oft hreinlega fleiri en Keflvíkingar á vellin- um, hjálparvöm þeirra mark- viss og tókst þeim oftar en ekki að stela slökum sending- um heimamanna og skila nið- ur hraðaupphlaupskörfum sem skilaði þeim „öruggri" forystu í hálfleik 35-54. í upphafi seinni hálfleiks var aðeins eitt lið á vellinum, Keflvíkingar, sem skoruðu 20 stig í röð og komust yftr 55- 54. Leikurinn var eftir þessa flugeldasýningu í jafnvægi en Keflvíkingar miklu ákveðnari og tilfinningin alltaf sú að sig- urinn yrði þeirra. Á lokamín- útunum hrundi leikur Njarð- víkinga eins og spilaboig og Keflvíkingar fögnuðu sigri 89-80. Mikið var um falleg tilþrif í sókn og vöm hjá báðum lið- unt en f sínum hvorum hálf- leiknum. Friðrik Stefáns, Teitur, Brenton og Hermann voru bestir Njarðvíkinga, í þessari röð og spilaði Friðrik þama án efa sinn besta leik í Njarðvíkurbúningnum. Erftð- ara er að gera upp á milli heimamanna en segja má að þeir Gunnar, Hjörtur og Birgir haft tendrað neistann og þeir Guðjón, Falur og Danton hlúð að loganum þar til áhorfenda- stæði Keflvíkinga stóðu í björtu báli. „Liðið gerði ein- faldlega ekkert af því sem lagt var upp með fyrir leikinn og staðan orðin mjög slæm í hálfleik en leikmenn mínir sýndi griðarsterkan karakter í seinni hálfleik og snem leikn- um gjörsamlega við” sagði Sigurður þjálft að leik lokn- um. Ekki verður séð að nokk- urt lið ógni Keflvíkingum fyrst þeim tókst að snúa tap- aðri stöðu í sigur gegn því liði sem margir telja einu raun- hæfu hindrunina að þeim titl- um sem eftir em í boði á tíma- bilinu. Liðið lék ákafan og harðan varnarleik í seinni hálfleik, vörn sem hinir 5 landsliðs- menn Njarðvíkinga fundu engin svör gegn ásamt því að skora oftsinnis af harðfylgi úr vægast sagt afar erfiðum fær- um, sérstaklega Guðjón og Birgir. Leifur engum líkur íslendingar eiga marga góða dómara er Leifur einn þeirra. í leik Keflvtkinga og Njarð- víkinga, á háspennutíma er aðeins 1,39 mínútur voru til leiksloka og Keflvfkingar í sókn dæmir hann öllum á óvart tæknivillu á staðgengil Friðriks Rúnarssonar þjálfara Njarðvíkinga, Einar Jóhanns- son, fyrir kjaftbrúk. Engar slíkar villur höfðu verið dæmdar í leiknum og engar augljósar aðvaranir verið gefnar þjálfurum eða leik- mönnum. Boltinn var í leik og ekki fékkst séð að hver svo sem ummæli Einars voru að þau gætu haft áhrif á þróun leiksins og því gjörsamlega óforsvaranlegt af Leifi að spilla þessari spennustund á þennan hátt. „Andskotinn” sagði Einar Jó- hannsson þegar blnt. náði tali af honum „Eg sagði andskot- ans í svekkelsi því mér fannst sigurinn vera að renna úr greipum okkar” um ummæli J sín áður en Leifur dæmdi á hann tæknivilluna. Að leik loknum hafði ég eitt og annað að segja um dóm- gæsluna og reyndi að ná tali af Leifi við ritaraborðið. Þeg- ar ég spurði hann út í tækni- villinu sagði hann mig hafa verið að vanvirða dómara leiksins með ummælunum og dæmdi í kjölfarið á mig brott- rekstrarvillu” sagði Einar ósáttur. „Eg stjómaði liðinu í fjarveru Friðriks Rúnarsonar og tel fulljóst að reyndur úr- valsdeildarþjálfari hefði ekki fengið sömu meðferð undir þessum kringumstæðum. Vil | ég í því tilefni benda á að Sig- urður Ingimundarson fór \ hreinlega hamförum á bekk J Keflvíkinga í fyrri hálfleik án þess að fá svo mikið sem að- | vömri’. JAK Víkuifréttir 23

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.